Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1953, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1953, Page 6
260 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS varnar höfninni og flugvellinum’ Er hafnargerð i Njarðvíkum nauðsvnleg öryggisráðstöfun til þess að draga úr þeirri hættu fyrir Revkjavík, sem staf- ar af því, að Revkjavíkurhöfn væri eina aðflutningshöfnin fyrir Keflavík- urflugvöll? Þarf að byggja fleiri flug- velli en hér eru nú, til þess að hægt sé að segja að varnirnar séu sæmilega tryggar? Allt eru þetta spurningar, sem svara þarf og íslenzk stjórnvöld þurfa fyrr eða síðar að taka afstöðu til. Um þessi efni hefur engin ákvörðun verið tekip enn og ég vil sérstaklega taka það fram, að það var mishermt hjá Tím- anum, þegar hann sagði á dögunum, að ríkisstjórnin hefði óskað þess, að varnarliðið byggði höfn í Njarðvík- um til að draga úr hættunni hér. Vel má vera að skynsamlegt hefði verið að bera fram slíka ósk. En það hefur ekki verið gert. Um þetta sem annað mun verða tekin ákvörðun á sínum tíma eftir því, sem atvik standa til. Ég get fullvissað ykkur um, að Sjálf- stæðismenn, og raunar við allir, sem höfum samvinnu um þessi efni, mun- um miða ákvarðanir okkar, ef það kemur í okkar hlut að taka um þau ákvörðun, við það eitt, hvað við telj- um íslandi fyrir beztu. Hitt tjáir ekki að segja, að fyrir svo og svo mörgum árum hafi menn ekki gert ráð fyrir, að til einhverrar til- tekinnar framkvæmdar þvrfti að koma og þess vegna verði hún aldrei sam- þykkt. Tækninni fleygir svo ört fram og aðstæður breytast svo frá ári til árs, já frá mánuði til mánaðar, að það væri algjör svik við þjóðina, að taka ekki tillit til hinna breyttu atvika. HVER STÓRSTYRJ()LDIN REKUR AÐRA SEGJA KOMMÚNISTAR Ein af helstu fræðisetningum komm- únista er að vísu sú, að hver stór- styrjöldin muni reka aðra, þangað til kommúnisminn hefur sigrað í heimin- um og „þúsund óra ríkið“ hefst. Við íslendingar og aðrir frjálsir menn von- um aftur á móti, að sá tími komi áður en allt of langt um líður, að hættan, sem á okkur liggur nú eins og mara, hverfi. Við treystum því. að hættan á stórstyrjöld líði frá, og að mannkynið eigi von á langvarandi friðartímum, ekki undir ógnarhæl kommúnismans heldur í sól frelsis og jafnréttis allra þjóða. Þegar friðvænlega horfir er sjálfsagt, að erlent varnarlið hverfi burt úr landinu. En hvað tekur þá við? Þó að stórstyrjöld vofi ekki ler^gur yfir, þurfum við ekki að láta okkur koma til hugar, að allir menn verði englar eða ísland, sem er og verður í alfaraleið, verði öruggt fyrir öllum árásum. HOLL RÁÐ JÓNS SIGURÐSSONAR FYRIR HUNDRAÐ ÁRUM Þá koma þeir tímar, sem Okkar mikli forystumaður, Jón forseti Sig- urðsson, átti við, þegar hann 1843 skrif- aði á þessa leið: „Það er alkunnugra en frá þurfi að segja, hversu mjög það dirfir menn og hvetur að kunna að fara með vopn, og að sama skapi mundi það lífga þjóð- aranda og hug manna að vita, að sá liðskostur væri i landinu, að bað væri ekki uppnæmt fyrir einni hleypiskútu eða fáeinum vopnuðum bófum. >íeð slíku móti gætu menn og áunnið sér nokkra virðingu og er það sæmilegra og hressiiegra en að vera haldinn örkvisi og annaðhvort aumkvaður eða forsmáður af bví menn hafa ekki fram- tak til að taka upp á því, sem ekki þykir landsvenja, og kannast ekki við það afl, sem í sjálfum þeim liggur, ef þeir vildu til þess taka.“ Nú á dögum viðurkennum við að vísu ekki æskileika þess að fara með vopn, en um ófyrirsjáanlega framtíð verðum við að vera við því búnir, að „hleypiskúta eða vopnaðir bófar“ kunni að leggja leið sína, hvort heldur á legi eða í lofti, til lands, sem liggur óvarið fyrir. Ef við viljum halda s.iálfstæði okkar verðum við þessvegna að hafa viðbúnað i landinu sjálfn til þess að hrekja slíka árásarmenn af höndum okkar. FRAMHALD LÖGGÆZLUNNAR SEM NÚ ER Til þess þarf hliðstæða löggæzlu á alþjóðl. flugstöðvum við þá löggæzlu, sem þegar hefur verið komið upp á hafinu umhverfis landið með land- helgisgæzlunni. Nú þykir það sjálf- sagt, að við höfum vopnuð skip í því skyni. En á þeim árum, þegar Bjarni heitinn frá Vogi, Sigurður Eggerz ög faðir minn beittu sér fyrir þvi, að ís- lendingar tækju landhelgisgæzluna i eigin hendur, voru það sumir, sem mótmæltu því, og ég minnist þess enn, að elnn af foringjum Alþýðuflokks- ins fór þá á fundi hér í Reykjavík háðulegum orðum um það, hversu frá- leitt það væri, ef íslendingar ætluðu að fara að hafa gæzluskip með bvss- um á. Nú mundi það þykja skrítinn maður, sem héldi því fram, að íslendingar gætu komist af án landhelgisgæzlu og ekki þyrfti að hafa til hennar vopnuð skip, þ. e. a. s. vopnað lið. Alveg eins mun það á sínum tíma þykja ótrúlegt, að um það hafi staðið stórdeilur, hvort íslendingar ættu að koma sér upp lögregluliði til að gæta flugvalla, þegar sú hætta er hjá liðin, sem rétt- lætir dvöl erlends varnarliðs í landinu. Slikt Iöggæzlulið mundi ekki frekar verða her heldur en skipverjar varð- skipanna eru her, eða lögreglan í Reykjavík er her. Ekkert af þessu á neitt skylt við al- menna hersk.vldu eða hervæðingu þjóð- arinnar, en er nauðsvnlegt, ef við eig- um að fullnægja lágmarksskilyrðum til þess að sjá fyrir því örvggi, sem krafizt er af sjálfstæðu ríki. Það er vissulega mikilsvert, að æsku- lýður þjóðarinnar með háskólastúdenta í broddi fylkingar, er nú að vakna til vitundar um þessar mikilvægu stað- revndir. Kom það m a. fram á stúdenta fundi, sem boðað var til hinn 18. marz s. 1., eftir kröfu kommúnista í háskól- anum, þar sem samþykkt var gegn vilja kommúnista með % atkvæðum ályktun, þar sem m. a. segir: „Fundurinn telur, að allir fslend- ingar hljóti að vera sammála um, að hinn erlendi her hverfi héðan á brott, strax er friðvænlega horfir í heimin- um, en viðurkennir hinsvegar alger- lega nauíísyn þess að halda uppi vörn- um landsins. Telur hann því, að ís- lendingum beri að búa sig undir það af fremsta megni að get.a tekið við rekstri Keflavíkur-flugvallar“. Þarna er kjarni málsins settur fram í örstuttu máli og raunar allt hið sama sagt og ég hefi verið að reyna að gera grein fyrir hér að framan og í fullu samræmi við það sem ég sagði í ára- mótagrein minni. En þessi samþykkt stúdentanna er því markverðari, sem um þetta mál hefur verið þyrlað upp því blekkingamoldviðri að undanförnu að fátítt er. i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.