Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1953, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1953, Page 10
264 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS í stað vöruskorts, biðraða og svartamarkaðs er nú 70% inn- flutningsins frjáls Vaxandí álit og gengi iðnaðarins opnar þjóðinni nýja láfsvegi Landsfundarræða Björns Olafssonar viðskiptamálardðherra Björn Ólafsson STEFNUYFIRLÝSING FLOKKSINS - Á því kjörtímabili, sem nú er að enda, má segja að bylting hafi orðið í verzlunarmálunum og þess vegna sérstök ástæða fyrir Sjálfstæðisflokk- inn, að gera sér grein fyrir hversu þeim hefir undið fram í samræmi við þá stefnu, sem flokkurinn markaði í þessum málum fyrir síðustu Alþingis- kosningar. í stefnuskránni, sem birt var fyrir kosningarnar, var verzlunar- málanna getið þannig: „Mikilvægur þáttur í því að koma á jafnvægi í þjóðarbúskapnum, er að gera verzlunina frjálsa, og verður að ÞAÐ VÆRI eðlilegt, að ég gerði lands- fundi flokksins grein fyrir þeim aðal- málum er heyra undir þau ráðuneyti, sem ég veiti forstöðu. En vegna þess að það yrði of langt mál og þreytandi, mun ég gera stutta grein fyrir gangi tveggja mála, sem mjög hafa verið á dagskrá undangengin þrjú ár, verzlun- armálin og iðnaðarmálin. STANZLAUSAR DEILUR Síðustu tvo áratugi má segja að stanzlausar deilur hafi staðið um við- skiptamálin. Annars vegar var deilt um skiptingu innflutningsins milli einkaverzlunar og samvinnuverzlunar. Og hins vegar var deilt á hina almennu framkvæmd verzlunarhaftanna, sem sett voru 1931 og stóðu í fullum blóma til ársins 1950. Öllum hugsandi mönn- um var orðið Ijóst, að það var með öllu óviðunandi, að hafa viðskiptamál- in í þeim skorðum, er allir væru óá- nægðir með og hélt vakandi úlfúð og deilum meðal mikils fjölda manna í landinu. Auk þess, sem verzlunarhöft- in voru farin að verka gegn hagsmun- um almennings og því nauðsynlegt að létta þeim af þjóðinni til þess að hindra lífskjaraskerðingu af þeirra völdum. I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.