Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1953, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1953, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 267 HORFT FRAM Á VEGINN Það er eðlilegt að menn horfi fram á veginn og reyni að gera sér grein fyrir hvernig hægt sé að halda því viðskiptafrelsi, sem fengizt hefir, og auka það smám saman þar til öll hin illræmdu höft eru úr sögunni. Síðasta mannsaldurinn hefir heimur- inn staðið í tákni umbreytingarinnar. Líklega hefir engin kynslóð séð slíka breytingu á högum mannkynsins og sú, sem fæddist í byrjun aldarinnar. Við stöndum enn í hafróti þessarar þjóð- félagsbreytingar og þjóðirnar verða að láta hverjum degi nægja sína þján- ing. Það er erfitt að spá nokkuð fram í tímann, jafnvel fyrir þjóðir, sem ráða yfir miklum nátt- úrugæðum og hafa mikið fjölbreyttari og öruggari atvinnuvegi en við — sem byggjum því nær allt okkar traust á einum atvinnuvegi til framleiðslu út- flutningsafurða. AFKOMAN BYGGIST NÚ Á ÍJTFLUTNINGNUM Eins og sakir standa er öll afkoma okkar undir því komin, að útflutnings- framleiðslan bregðist ekki. Eitt magurt útflutningsár getur fært allan rekstur í tandinu úr -skorðum. Svo mjög er þ.ióðin háð viðskiptunum við útlönd. Svo erfitt á hún með að lifa án þeirra nauðsynja er hún flytur inn. Að lík- indum er engin sjálfstæð ménningar- þjóð sem á alla afkomu sína jafnmikið undir árferði utanríkisverzlunarinnar og íslendingar. Þess vegna verður það eitt aðalvið- fangsefni komandi kynslóðar, að leysa þá þraut, að kenna þjóðinni að búa meira að sínu, að framleiða sjálf meira til sinna eigin þarfa — og á þann hátt gera hana óháðari utanríkisverzluninni en hún er nú. í ljósi þessara staðreynda verðum við að lita á verzlunina í dag, um leið og reynt er að gera sér grein fyrir hvað framtíðin ber í skauti sínu. AFKOMAN Á ÞESSU ÁRI Ég ætla ekki að spá lengra fram í tímann en til loka þessa árs. Allar lík- ur benda til þess, að þetta geti orðið mjög sæmilegt útflutningsár ef sjávar- afli verður ekki minni en undanfarin ár, sem ekki virðist ástæða til að gera ráð fyrir. Með þeim gjaldeyristekjum sýnilegum og ósýnilegum, sem við fá- um á árinu, ættu ekki að verða neinir sérstakir erfiðleikar með yfirfærslu gjaldeyris. Viðskiptin ættu því að geta gengið í nokkurn veginn eðlilegum skorímm. BREYTINGAR Á FRÍLISTUM Breytingar á frílistunum verða ekki miklar. Þó verður nokkur aukning vegna hráefnavara iðnaðarins og fjölg- að verður vörutegundum á frílista frá vöruskiptalöndunum. Það er þjóðíir- nauðsyn vegna útflutnings á freðfiski og saltfiski, að aukin séu vörukaup frá Austur-Evrópu og öðrum löndum, sem verzla á vöruskiptagrundvelli. Meðan útilokunar-ráðstöfunum er beitt gegn íslenzkum fiski á einum stærsta fisk- markaði í Vestur-Evrópu, sem þó stend Ur öllum öðrum opinn, og meðan önn- ur lönd í Greiðslubandalagi Evrópu auka ekki fiskkaup sín frá því sem nú er, verður ekki hjá því komizt að beina vörukaupum til vöruskipta-landanna, eftir því sem frekast er kostur. Er því stefnt að því, að auðvelda innflytjend- um þau viðskipti eins og hægt er. TVÖ FRÍLISTASVÆÐI Hugmyndin er sú, að eftirleiðis verði tvö frílistasvæði. "Annars vegar þau lönd sem verzla í frjálsum gjaldeyri, dollurum eða sterlingspundum. Hins vegar löndin, sem eingöngu verzla á jafnvirðis- eða vöruskiptagrundvelli. Er'talið að þessir frílistar muni ná yfir allt að 75% af heildar innflutningnum. Samkvæmt frílistunum er frjálst að flytja inn þær vörur, sem hvoru svæði tilheyra, með því skilyrði, að tryggð sé greiðsluheimild frá bönkunum eða menn hafi bátaskírteini í höndum. Öll- um er frjáls aðgangur að þessum inn- flutningi. Hann er ekki bundinn við „kvóta" eða sérréttindi og skilyrði sem sett kunna að verða af stundarnauðsyn um kaup í einu landi eða öðru, gilda jafnt fyrir alla. Hvort skipulag innflutningsins verð- ur þannig í framtíðinni er ekki auð- velt að segja. Það er undir því komið hvað heimurinn gerir í kringum okkur. En mín skoðun er sú, að við þurfum aldrei og eigum ekki að hverfa aftur til haftanna, í þeirri mynd sem þau voru. Ég tel það hlutverk Sjálfstæðis- flokksins fyrst og fremst, að vera á verði, og sporna gegn því af alefli, að verzlun landsmanna sé hneppt í fjötra nefndavalds og skriffinnsku og hags- mtinir alþjóðar n þann veg fyrir borð bornir. — o — FJÁRHAGSRÁÐ Ég get ekki lokið þessum hugleið- ingum um verzlunina án þess að minn- ast með nokkrum orðum á þá stofnun, sem verið hefir hin opinbera forsjá í gjaldeyris- og viðskiptamálum siðan 1947.Á ég þar við Fjárhagsráð. Þessari stofnun var í öndverðu ætlað víðtækt verkefni, eins og kunnugt er, þar sem hún hafði með höndum leyfisveitingar á öllum innflutningi, skömmtun, verð- lagseftirlit og fjárfestingarleyfi. Þegar haftaskipulagið náði hámarki, 194!), störfuðu hjá Fjárhagsráði 90—100 manns að staðaldri. Reksturskostnaður var áætlaður það ár 3,286 þús. kr. Nú vinna þar og hjá verðgæzlunni 48 manns og kostnaður á þessu ári er áætlaður 3.094 þús. kr. hjá báðum. VERKEFNIÐ HEFUR DREGIZT SAMAN Vegna þeirra breytinga á verzlun- inni, sem ég hefi nú skýrt frá, hefir verkefni fjárhagsráðs dregizt svo mikið saman, að ég tel tímabært að gera á því talsverða breytingu. Ég hefi gert tillögu um slíka breytingu, en eins og kunnugt er heyrir Fjárhagsráð undir alla ríkisstjórnina, en ekki viðskipta- málaráðuneytið sérstaklega. Stofnun- inni stjórna nú fimm menn á háum launum, eins og þegar verkefnið var mest. Þar starfa nú tveir skrifstofu- stjórar, tveir fulltrúar, einn hagfræð- ingur, tveir viðskiptafræðingar, einn lögfræðingur, einn byggingarfulltrúi og fjórir bókarar, auk 22 annarra starfs- manna. Verkefni Fjárhagsráðs, eins og nú standa sakir, er leyfisveitingar í sam- bandi við einn þriðja hluta innflutn- ingsins og eftirlit með fjárfestingu ásamt fjárfestingarleyfum. Ég álít að byggingu smáíbúðarhúsa, útihúsa í sveit og allar aðrar minni byggingar- framkvæmdir eigi að undanþiggja fjár- festingarleyfum. En fela síðan ráðu- neyti að annast leyfisveitingar fyrir stærri byggingarframkvæmdum, með- an ekki er talið fært að afnema fjár- festingareftirlitið algerlega. . • 600 ÞÚS KR. SPARNAÐUR Við slika breytingu má fækka ráðs-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.