Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1953, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1953, Blaðsíða 14
268 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS mönnum og starfsliði Fjárhagsráðs, þar sem verkefni þess yrði þá ekki annað en leyfisveitingar fyrir % innflutnings- ins. Ég áætla, að með breytingu þess- ari, sem ég tel alveg sjálfsagða, megi spara um 600 þús. kr. á ári. Það er óverjandi að halda uppi stórri stofn- un að nauðsynjalausu, þótt rikissjóður greiði ekki kostnaðinn heldur neytend- urnir í landinu. — Að því bcr að keppa, að allur innflutningur verði gefinn irjáls sem allra fyrst — og Fjárhagsráð hætti störfum jafnframt — o — ÚTLÁN BANKANNA Nokkrar deilur hafa sprottið upp um útlán bankanna og hafa samvinnumenn sérstaklega haldið þvi fram, að sam- vinnuverzlunin fái ekki eðlilegan skerf af því fé sem lánað er til verzlunar. Halda þeir því fram ennfremur, að Sjálfstæðisflokkurinn ráði yfir bönk- unum (Landsbankanum og Útvegs- bankanum) og noti aðstöðu sína til þess að draga taum sinna manna á kostnað samvinnumanna og kaupfélag- anna. Slíkar fullyrðingar eru svo fá- vislegar, að þær eru ekki svaraverðar, enda hefir ekki verið reynt að rök- styðja þær á nokkurn hátt. Sjálfstæð- isflokkurinn hefir aldrei haft afskipti af útlánum bankanna. Sjálfstæðismenn eru að vísu í bankaráðum þessara banka, eins og þar eru menn frá öðr- um flokkum. Bankaráðin hafa yfirleitt engin afskipti af þvi hvaða mönnum er lánað. í bankastjórn Landsbankans hefir verið í 'mörg ár aðeins einn Sjálf- stæðismaður, en nú eru þeir tveir. í bankastjórn Útvegsbankans er ekki talið að Sjálfstæðismaður hafi verið á annan áratug þar til nú fyrir nokkrum mánuðum. Sjálfstæðisflokkurinn hefir því hvorki haft aðstöðu né nokkra hvöt til að hafa áhrif á lánveitingar bank- anna. SKIPTINGIN MILLI ATVINNUVEGA En af því að þessi deila hefir risið þykir mér rétt að birta yfirlit um hvernig útlán bankanna skiptast á að- alatvinnuvegina. Miðast skýrslan við útlán Landsbankans og Útvegsbankans 28/2 1953, en Búnaðarbankans 30/9 1952. Heildarútlan þessara banka eru 1530 millj. kr.: ÚTLÁN bankanna Millj. kx. % Sjávarútvegur (síldar- verksm. meðtaldar).. 674 42.7 Landbúnaður ........ 149 9.4 Verzlun .............. 238 15.1 Iðnaður .............. 115 7.3 Ríki og sveitarfélög .. 198 12.5 Byggingar ............ 55 3.5 Allt annað............ 151 9.5 1,580 100.0 Þetta hlutfall í útlánum til atvinnu- veganna hefir myndazt af langri reynslu á þörfum þeirra og aðstöðu í sambandi við þróun atvinnulífsins í landinu. Um það má lengi deila hvort einn atvinnuvegur fái of mikinn skerf af lánsfénu í hlutfalli við annan. En hitt hygg ég að mundi fárra meðfæri að ákveða hvernig hutfallið ætti að vera svo á engan sé hallað. í árslok 1951 voru sjóðir kaupfélag- anna ásamt innstæðum í innlánsdeild- um og innstæðum viðskiptamanna, samtals 150 millj. kr. Verður það ásamt lánsfé til samvinnuverzlunar, álitlegt rekstrarfé fyrir starfsemi kaupfélag- anna. Af útlánum til verzlunar fær sam- vinnuverzl. nú um 36% en einkaverzl- unin 64%. Samkvæmt hlutdeild hvors aðila í innflutningnum, er í lánsveit- ingunum betur búið að samvinnuverzl- uninni, þar sem telja má að hún hafi ekki meira en fjórða hluta af öllum innflutningnum. STEFNT AÐ BÆTTUM LÍFSKJÖRUM É-g hefi nú leitazt við að gefa stutt yfirlit um þróun viðskiptamálanna síðastliðin þrjú ár, í sambandi við þær ráðstafanir, sem gerðar hafa verið af opinberri hálfu til þess að koma verzl- uninni úr þvi ófremdarástandi sem langvarandi höft höfðu fært hana í. Hin opinberu afskipti hafa fyrst og fremst stefnt að því, að koma verzlun- inni í þann farveg, sem mest gæti stuðlað að bættum lífskjörum almenn- ings í landinu, um leið og þeir, sem að verzluninni starfa njóti fullkomins jafnréttis og að með sanngirni og skiln- ingi sé fjallaö um mál þeirra. Ráððtaialúr í vergltinarmaliinnrr) undanfarin þrjú ár, hafa jafnan verið gerðar með þetta megin-sjónarmið fyrir augum. VERKEFNI Á NÆSTA KJÖRTÍMABILI Ég álít að það eigi að vera eitt af höfuðverkefnum Sjálfstæðisflokksins á næsta kjörtimabili, AÐ halda fast við það verzlunarfrelsi, sem náðst hefur og fylgja því fast eftir, að það sé aukið þar til öll verzlunin er orðin frjáls. AÐ verðlag verði frjálst á öllum vör- um jafnóðum og vöruframboðið er nægilegt af hverri vöru og frjáls sam- keppni er ráðandi í sölunni, AÐ stuðla að því að raunhæfar ráðstafanir verði gerðar til myndunar hæfilega mikils gjaldeyrissjóðs vegna utanríkisviðskipt anna. Og síðast en ekki sízt, AÐ flokk- urinn vaki yfir því og beiti til þess öllum áhrifum sínum ef með þarf, að efnahagskerfi landsins sé haldið í heil- brigðu jafnvægi, því án þess getur frjáls og hagstæð verzlun ekki þrifizt. Iðnaðurinn Ég kem þá að öðrum þætti niáls mins, iðnaðinum. Þegar núverandi ríkisstjórn skipti með sér verkum, féllu iðnaðarmálin í hlut atvinnumálaráðherra. En í októ- bermánuði 1951, eða fyrir rúmu hálfu öðioi ári, varð það að samkomulagi inilli okkar, að ég tæki við iðnaðar- málunum gegn því að hann tæki í stað- inn mál úr mínu ráðnneyti. Um það leyti sem þessi skipti fóru fram, var allt fremur friðsamlegt í iðnaðarmál- unum og gerði ég mér litla grein fyrir þá, að mikill áróður og ýmsir póiitískir erfiðleikar ætti eftir að spretta upp í kringum þessí mál. VAXANDI SAMKEPPNI ERLENDRA VARA Eftir að frílistarnir höfðu verið gefn- ir út, fór að bera á nokkrum óróa í iðnaðinum vegna vaxandi samkeppni ýmsra erlendra iðnaðarvara, sem nú var írjálst að flytja inn. Ýmsar iðn- greinar þurftu af þessum sökum að draga saman reksturinn og uni stund bar á nakkru atvrnrmleysi í íðnaðrn- m Þetta ástand var svo óspart notað

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.