Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1953, Síða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 03.05.1953, Síða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 269 af andstöðuflokkum ríkisstjórnarinnar til árása á hana, og á mig sérstaklega, — og var því haldið fram, að verið vaéri af ásettu ráði að leggja iðnaðinn i landinu í rúst. Þegar iðnaður hefir vaxið upp í skjóli hafta um langan tíma og' hefir lítið haft af frjálsri samkeppni að segja, er eðlilegt að ýmsir erfiðleikar risi með ýrnsum hætti, þegar skjólgarður haft- ann'a er brotinn niður að talsverðu leyti. Iðnaðurinn hefir tviþættu hlut- verki áð gegna. Annars vegar er þjón- usta gagnvart öllum almenningi í land- inu og su köllun að framleiða sem bezt- ar vörur með sem hagstæðustu verði. Hins vegar er staða iðnaðarins í efna- hagskerfi þjóðarinnar og nauðsyn þess að hann haldi uppi stöðugri og öruggri atvinnu. Það skiptir því miklu fyrir þjóð- félagið að starfsemi iðnaðarins, sem nú er talinn þriðji stærsti atvinnuvegur landsins, sé í heilbrigðum farvegi og njóti þeirrar aðstoðar og verndar, sem hlutverk hans í atvinnulifinu þarfnast. Málið er því ekki með öllu vandalaust, þegar samrima þarf þörf og eðlilega kröfu almennings um sem hagkvæmast verð á iðnaðarvörum og kröfur iðn- aðarins um sanngjarna aðstoð og hæfi- lega vernd gegn samkeppni erlendra iðnaðarvara. KANNSOKN Á AÐSTÖÐtJ IÐNAÐARINS Éitt var þó ljóst, þrátt fyrir mold- viðrið, sem um skeið var þyrlað urn þetta mál, að nauðsynlegt var áð rann- saka aðstöðu iðnaðarins um það hvern- íg að honum væri búið af opinberri hálfu, að því er snerti tollakjör, inn- ílutning á hráefnum, skatta og fleira. Kaðuneytið, sem fer með iðnaðarmál, skipaði þvi nefnd 6. mai 1S)52, eins og kunnugt er, til þess að gera athuganir og bera frani tillögur i málinu. í nefnd- ina voru nær eingöngu skipaðir menn frá hagsmunaSamtökum iðnaðarins og stóðu þeir þvi vel að vigi að vita hvar skórinn kreppti og bera t’ram tillögur til úrbóta. í útvarpsræðu fyrir skömmu gerði ég nokkuð itarlega grein fyrir þessum niálum og tillögum nefndarinnar og mun ég þvi ekki rekja það nánar hér. En ég ætla að ræða nokkuð árangur- inn aí þessum athugunum er fram kom í ýmsum ráðstöíuamn, sem gerðsr bafa verið af opinberri hálfu til aðstoðar við iðnaðinn. ENDURSKOÐUN TOLLALÖGGJAFARINNAR \ Öðru hverju hafa verið raddir uppi um það, að endurskoða þyrfti tollalög- gjöfina, með það fyrir augum að veita iðnaðínum hæfilega vernd í samkeppni við erlendar iðnaðarvörur. Iðnaðurinn er hér enn að slíta barnaskónum og sténdur því eðlilega höllum fæti gagn- vart iðnaðarframleíðslu annarra landa, þar sem iðnaðartækni er komin á hátt stig. Engin þjóð, sem er að byggja upp iönað sinn frá grunni og í smáum stil, getur reist rönd við slíkri samkeppni án nokkurrar verndar. Hér er því um sjálfsvernd að ræða, sem meðal annars er nauðsynleg vegna sérstöðu sem kann að vera ráðandi á hverjum tíma í efna- hagsástandi og verðlagi í landinu. — Mestu varðár að rétt sé stefnt frá byrj- un og grundvöllurinn fyrir þróun iðn- aðarins rétt lagður. Það er jafnan þungur róður að fá breytt tollalögum til einhverrar meg- instefnu. Ég tel það þvi einn mesta sigur fyrir hagsmuni iðnaðarins að endurskoðun tollalaganna hefir verið viðurkennd nauðsynleg af rikisvaldinu og nefnd hefir verið skipuð til þcss að gera tillögur er eigu að tryggja iiæfi- lega og skynsamlega vernd gegn sam- keppni erlendra iðnaðarvara. Tillög- urnar eiga að leggjast fyrir næsta Al- þingi. Þetta tel cg raunhæíustu aðstoð- ina sem veitt hefir verið iðnaðinuin, ef hún verður íramkvæmd svo sem til er stofnað. FYRNINGAR VELA Sú aðstoð Sem ég tel að komi næst að raunhæfu gagni er hækkun á fyrn- ingum vélakosts iðnaðarins um 50%. Þetta gerir hvorttvcggja að bæta nokk- uð úr rekstursfjárþörfinni og létta dá- lítið skattabyrðina, sem nú gengur fram úr hófi. Þessi aðstoð verkar ekki aftur fyrir sig, það er að segja, þessi réttíndi gilda frá þeim degi, sem reglu- gerðinni er breytt og hafa þvi ekki áhrif á reikningsuppgjör fyrir árið 1952. Þar sem ekki hefir unnizt timi til að gera sér grein fyrir hvei'su mikl- um tekjumissi þetta kann að valda rík- issjóði, taldi fjármálaráðuneytið sér ekki fært að láta breytinguna gilda fyrir siðasta ár. í fjárlögum þessa árs, gejæ sett voru eftjr éraœotin, er ekki gert ráð fyrir tekjurýrnun af þessum sökum og því talið mjög óvarlegt að tefla afkomu ríkissjóðs í hættu með því að láta breytinguna verka aftur í tím- ann. INNFLUTNINGUR HRÁEFNA Ein mesta nauðsyn iðnaðarins er að geta átt greiðan aðgang að innflutningi hráefna. Fyrir þessu verður séð með því að flest iðnaðarhráefni verða nú á frilistum og verða að mestu leyti tekn- ar til greina óskir iðnaðarins i þessu efni. Ennfremur hefir svo verið fyrir mælt, að innflutningur hráeína hafi forgang næst á eftir matvörum og brýnustu rekstrarvörum útvegs og landbúnaðar, um yfirfærslu í bönkum. LÆGItl TR Y GGIN G ARGREIÐSLL K Til þess að létta iðnaðinum nokkuó rekstursfjárskortinn, hafa verið gerðar sérstakar ráðstafanir til þess, að þau fyrirtæki, sem eingöngu hafa iðnaðar- framleiðslu, þurfi ekki að greiða hærra tryggingargjald til bankanna, vegna vörukaupa, en 25% af andvirði þeirra. Þetta nær aðeins til þeirra fyrir- tækja, sem eingöngu stunda iðnaðar- framleiðslu og panta hráefni sín frá útlöndum í cigin nafni. Þetta er mikill íjárhagslegur léttir þeim fyrirtækjum, sem þurfa að lcaupa hráefni í stórum stíl frá útlöndum. INNLEND SKIPASMÍÐI Skipasmiði hérlendis á erfítt upp- dráttar eins og sakir standa, vegna þess, að erlendar skipasmíðastöðvar bjóða hagstæðara verð. Stafar þetta nokkuð af því að vinnulaun eru hærri hér en i nágrannalöndunum. Til þess að greiða fyrir skipasmiðum innanlands heíir nú verið heimilað að cndurgrciða alla tolla og gjöld af innfluttu efni og vclum til skipanna með ákveðinn fjár- hæð á brúttó-smálest. Þetta reynist væntaniega góð hjálp, enda er það þjóðarnauðsyn að ísiendingar geti haldið áfram að byggja sjálfir skip sin. Hitt væri sorgieg háðung ef við þ’yrft- um að sækja hverja fleytu lil útlanda. Auk þess sem ég nú hefi nefnt, hafa verið gerðar ráðstafanir til éndur- greiðslu á framleiðslu- og aðflutnings- gjöldum iðnaðarvara sem seldar eru úr landi. Enni’remur breyting á tollskránni vegr.a efiuvara og véla til iðnaðar og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.