Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1953, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1953, Blaðsíða 1
bék 18 tbl. Sunnudagur 10. maí 195.'] XXVIII. árg. Séra Sigurjón Guðjónsson: hlSlND VATIMA LJLFA LAND SKUGGA-SVEINN SLÆST í FÖRINA Þetta sama kvöld hélt ég til Hármá og talaði þar í þorpinu og á fjölmennu berklahæli utan við það. Er mér yfirlæknir hælisins minnisstætt göfugmenni. — • — Viðdvöldin er skömm, og held ég til Vasa. Frá því ferðalagi man ég eitt atvik. Þegar langferðabíllinn er kominn skamma leið frá Hármá, nemur hann staðar og nýir farþeg- ar bætast við. Inn í 'bílinn stíga Sigenar. Eldri maður og tvær kon- ur, miðaldra og yngri. Sú yngri með barn, að því er mér virtist ársgamalt. Ég sá að allir fóru hjá sér að eiga von á þessum sessunautum. Sem ég sá manninn, kom mér í hug Skugga-Sveinn. Bezti Skugga- Sveinn, sem ég hef séð. Hann var mikill vexti, nokkuð dökkur í and- liti, brúnastór og svipþungur, hár- ið hæruskotið og skeggið úlfgrátt Hann var í skinnkápu mikilli, með tagl bundið um sig miðjan, og loð- húfu á höfði. Konurnar voru í rauð- um klæðum, sem varla sást í fyrir Ráðhúsið í Vasa óhreinindum. Og aumingja barnið var illa klætt og óhreínt, svo að af bar. Þeir sem áður sátu einir í tveggja manna sætum, sameinuðu sig, og með því fékkst rúm fyrir konurnar. En karlinn tróð sér nið- ur hjá snyrtiklæddri frú og hélt henni í kví. Það var eins og hún ætlaði út um bílrúðuna. Það var auðfundið, að þetta voru ekki au- fúsugestir. Er fólki bæði illa við sóðaskap Sigenanna, og eins hitt, að þeir hafa orð fyrir að vera lús- ugir. Mjög er mér það í minni, hve karlinn var vondur við konurnar, ef þær yrtu á hann. Þreif hann bókstaflega í þær og hrissti þær til. Hinsvegar virtist hann góður við barnið, er það skældi, sennilega af sulti, og dró skítugan brjóstsyk- ursmola upp úr vasa sínum og gaf því. Ekki höfðu þau verið lengi í bílnum er þar varð hinn mesti ó- þefui, svo að manni sló fyrir brjóst. — Eftir þessa samveru við þá skil ég það, að farþegarnir fóru hjá sér,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.