Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1953, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1953, Blaðsíða 4
274 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS DÓMKIRKJAN Kirkjan er byggð í bvrjun þess- arar aldar, úr granít. Hún er í þjóð- legum, finnskum stíl, minnir á gömlu grásteinskirkjurnar, með lágum veggjum og miklu risi. Turninn ber gotneskan svip og er 64 metra hár. Kirkjan er kennd við Jóhannes póstula, og varð dómkirkja 1923, þá er biskupsstóll var fluttur frá Borgá til Tammerfors — Mjög hef- ur verið til Jíirkjunnar vandað í alla staði. Er hún skreytt mörgum stór- fenglegum freskómyndum, eftir tvo af kunnari málurum Finna í byrj- un þessarar aldar, þá Magnus Enc- kell (1870—1925) og Hugo Simberg (1873—1917). Myndin yfir altari er eftir Enckell, og táknar hún efsta dag. Hún minnir í engu á miðalda- málverk um þetta dfni. Hún er eng- inn „dies irae“. Vér sjáum enga Kristmynd á veggnum. Enckell læt- ur hina miklu dögun koma í henn- ar stað. Myndin er mjög frumleg, já, ógleymanleg. Hún hrífur hug kirkjugestsins, sem við fvrstu sýn hennar hverfur mót endalausu rúmi eilífðarinnar. Flestar myndirnar eru eftir Sim- berg. Hann var hugmvndasniall. draumhugi, háfleygur og stundum glettinn. Uppáhaldsefni hans var dauðinn og hinn ósýnilegi heimur, og ýms náttúrufyrirbrigði í ríki hausts og vors. Hann var mikið myndaskáld. Af myndum hans í dómkirkjunni eru mér mjög minnisstæðar: Sveig- ur lífsins. Tólf drengir í ólíkum stellingum bera mikinn sveig, sett- an sárum þyrnum og rauðum rós- um. Til vinstri handar við kór er: Jurtagarður dauðans. Inntakmynd- arinnar er þetta. Óttastu ekki- Dauðinn er vinur. Einnig ,,hinu megin“ vex lífið og blómgast. Og til hægri: Særði engillinn. Hún er táknræn sem flestar aðrar myndir Simbergs. Drengirnir tveir Dómkirkjan i Tammerfors á myndinni, sem bera særða engil- inn, tákna þá menn, er rækja skyld- urnar við eilífðina, sem er þeim í brjóst lögð. Særði engillinn er ei- lífa lífið í hjörtum mannanna, er þeir gleyma eða þá særa í sífellu. — Myndir þessar hafa verið all- mikið umdeildar, og þó mest sú, sem er efst í hvolfi kirkjunnar: Höggormur með epli í gini. — Hvað á nú þetta að tákna? Hann á að minna kirkjugestina á hið illa í heiminum, sem er afarsterkt afl, og jafnvel kirkjuhúsið sjálft veitir ekki fullt öryggi fyrir. Þar má líta dúfuna, pelikanann, er nærir ung- ana með blóði sínu, og riddarana úr Opinberunarbókinni. Öll þessi myndaskreyting Enckells og Sim- bergs hefur sætt gagnrýni. Hún er frumleg, meira að segja óvenju- leg. En óhætt er að íullyrða, að frægð hennar hefur borizt víða. Ferðalangar, sem gista Tammer- fors, láta ekki undir höfuð leggjast að sjá þessar myndir. Þær meitlast í hugan og mást seint þaðan. MARGT AÐ SJÁ í TAMMERFORS FRÁ kirkjunni göngum við upp á háan ás í útjaðri bæjarins, Pyyn- ikki ásinn, sem er ein helzta prýði bæjarins, með þráðbeinum, aldar- gömlum, tígulegum furutrjám. Neðan við hann er einn af helztu skemmtigörðum bæjarins. Efst á ásnum er geysihár útsýnisturn, er við gengum upp í. Þaðan er dýrð- leg útsýn yfir alla borgina og um- hverfi hennar, ásana og vötnin. Við förum fram hjá biskupsgarð- inum fagra í áshlíðinni. Yfir dyr- um eru klöppuð í stein orðin: Adveniat regnum tuum (Komi ríki þitt). Hátt á vegg er upphleypt myndaröð, eftir hinum fornfræga pílagrímssöng: Fögur er foldin. Á leiðinni til baka göngum við eftir hinni glæsilegu Tavastgötu (Hámeenkatu), sem er 30 metra breið. og margar fegurstu bygging- ar bæjarins standa við. Trjám hef- ur víða verið plantað meðfram henni. Við göngum yfir brúna miklu yfir Tammerforsi, sem skreytt er svipmiklum höggmynd- um Vainö Altonens. Og er efnið sótt í fornsögur Finna um Pirkkala kynþáttinn, er byggði þessi héruð um það bil er sögur hófust. Lifði hann á dýraveiðum. Þykja mynd. ir þessar listasmíð, sem flest annað er Aaltonen hefur gert. — Margar aðrar styttur og minismerki sá ég í bænum. Má þar til nefna: Kivi styttuna, þar sem snillin una í mynd fallegrar konu kallar skáld- ið unga til starfa, mjög eftirtektar- verð mynd. Þá sá ég og nýtt minn- ismerki um skáldkonuna Minna Canth, sem alþýða Finnlands á mikið að þakka. — Við ókum út úr bænum. Á leiðinni sáum við 3 höggmyndir, gerðar eftir Kale- valakvæðunum: Kona, spinnur þræði úr regnboganum. 2) Faðir fræðir son sinn um kraft vatns- ins og 3) Móðir kennir dóttur sinni

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.