Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1953, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1953, Blaðsíða 6
27G LESBÓK MORGUNBLAÐSINS hæðum, skógum og smávötnum. Á hæstu hæðinni er útsýnisturn mik- ill. Aulanko er gjöf vellauðugs Finna til Tavastehusbæjar. Af- girti hann svæðið, byggði útsýnis- turninn, lagði veg upp á hæðina og skreytti meðfram honum. Skúta klappaði hann inn í bergið á ein- um stað og kom þar fyrir einkar snoturri höggmvnd af birnu og húnum hennar. Má af öllu sjá, að í engu hefur verið til sparað, að gera gjöfina sem bezt úr garði. í Aulanko er glæsilegasta sumar- hótel Finnlands og fjölsótt mjög af útlendingum, sem Finnum sjálf- um. í framhaldi af ferðinni til Au- lanko, heimsóttum við ævaforna kirkju, Hattula, sem er nú vart notuð lengur sem guðshús. Hvin er byggð úr grásteini og tígulsteini. Margt er þar málverka á veggj- um og í loíti, biblíusaga í myndum. Tréskurðarmyndir eru margar og merkilegar í kirkjunni. Skírnarskál er þar og mikil úr holuðum trjá- bol, og múmíur undir gólfi. — Klukkuturn voldugur og vítt og mikið sáluhlið, og garður um kirkju, hlaðinn úr grjóti. Kirkju- garður er löngu niður lagður, en þó sézt móta þar enn víða fyrir leiðum. Á leiðinni heim fórum við fram hjá myndarlegum bændabýl- um, er stóðu með skömmu milli- bili, og bar þar flest vott um vel- megun, enda er óvíða í Finnlandi blómlegri landbúnaður en í þessum hluta Tavastlands. Jarðvegurinn er góður, og bændurnir athafna- menn. Um kvöldið flutti ég síðasta er- indi mitt á vegum Pohjola Norden, fyrir 200 áheyrendum- En morgun- inn eftir hélt ég til Helsingfors með hraðlestinni. Fullur ljúfra minninga um indælt fólk, er ég mætti á leið minni, og feginn þó, steig ég út úr lestinni og gekk út á járnbrautartorgið í Helsingfors. Tavastehus: Frá Aulenko Mér fannst ég vera kominn heim, svo kunnuglega kom þar allt fyr- ir sjónir. — ★ — SÍÐUSTU DAGAR MÍNIR í FINNLANDI ÉG HAFÐI skamma viðdvöl í Helsingfors. Fekk ég þó tækifæri til þess að skoða allvandlega Rík- isdagshúsið, sem er talin ein veg- legust bygging á Norður- löndum. — Og ennfremur Stadion og Olympíuturninn, sem er því nær 80 metra hár og telur 453 tröppur. Eins og ætla má er í honum lyfta, annars væri uppferð- in harla erfið. Úr turninum má sjá yfir alla borgina. Við Stadion sá ég marga æfingasali, hlaupa- brautir og stökkgryfjur innanhúss. Var þar margt ungra manna að íþróttaæfingum. Nokkrum dögum áður en ég kom til Helsingfors var þar opnað nýtt safn, Mannerheimsafnið. Til minn- ingar um einn mesta Finnlending, er uppi hefur verið að fornu og nýju, Mannerheim marskálk, sem dó í ársbyrjun 1951, þá á 84. ári. Dáir öll þjóðin hann og virðir. Var æfi hans óvenju viðburðarík, þó að eigi verði saga hans sögð hér. Safnið er í íbúðarhúsi Manner- heims við Brunnsparken. Er þar margt merkilegra muna, einkum frá Austurlöndum. En um þau ferðaðist Mannerheim mikið á yngri árum, er hann var í þjón- ustu Rússakeisara. Dýrafeldir eru margir, þar á meðal tígrisskinn Var Mannerheim mikill veiðimað- ur og skytta góð, og lagði m. a. nokkur tígrisdýr að velli austur í Indlandi. í safninu eru og ýmsir helgigripir, er Búddamunkar gáfu honum á ferðalaginu. Geymd eru þar öll heiðursmerki Manner- heims og hermannsbúningar, allt frá því hann var kornungur lið- þjálfi og þar til hann náði hæstu metorðum, marskálkstigninni, sem enginn annar landi hans hefur náð. Síðla laugardags fyrir aðventu- sunnudaginn, var ég staddur í einni aðalgötu Helsingfors. Mig furðaði strax á því hve mikill mannfjöldi var þar saman kominn. Það var ekkert hægt að komast áfram. All- ir voru í ofvæni, og þá einkum börnin. — Allt í einu varð gatan eitt ljóshaf.' Það mátti heyra bjölluhljóm, sem óðum færðist nær. Nokkrir Lappar í þjóðbúningi, með jólasveinahúfur á höfði og sítt jólasveinaskegg birtust í sömu svip- an. Þeir voru með stórvaxna hreina í taumi. Hvellar bjöllur hengu í hornum þeirra og hálsól- um, og toguðu þeir í böndin, sem kraftar leyfðu, því að þeir, þessi frjálsu börn náttúrunnar, hafa sjálfsagt ekki kunnað við sig inn- an um allan þennan manngrúa, sem tók á móti þeim með hrópum og fagnaðarlátum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.