Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1953, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1953, Blaðsíða 7
LESBÓK MORCUNBLAÐSINS 277 Við útför Við flykkzt höfum hingað félagar þínir í dag í futunum beztu, með lielgiró milda um vanga. Og flutt þér með klökkva hið síðasta sálmalag, því sjá, nú er enduð þín ranghverfa jarðlífsganga. Og ekki það skorti að sorgin úr svipunum skein og sjá mátti blika af tárum á ýmsra hvarmi. Við sýndum það gjörla, hve samúðin djúp var og hrein með saknandi barnanna og ekkjunnar þungbæra harmi. Og huggun þeim víst má sú hluttekning öll hafa veitt, þó hér kæmi óvænt, því hinu er ekki að neita, að meðan þú lifðir við áttum ei aflögum neitt, er aðstoð þér mætti í fátækt og erfiði veita. Og hafi þitt auga frá himnum í dag getað séð, þann hópinn er syngjandi drúpti yfir moldu þinni. Pó seint væri máske, það hlaut þó að gleðja þitt geð að gáfumst við allir að vinum í eilífðinni. En spurning sú vaknar, þó göfugt og guði þekkt sé, við grafarbeð hinzta með samúðarbrag að tjalda. ef lífi hins dána ei látið var annað í té, hvort leyst sé sú skuld, er ber oss hver öðrum að gjalda? KNÚTOR ÞORSTEINSSON frá Úlfsstöðum. Það mátti heita, að bærinn væri allur í uppnámi, meðan Lapparnir löbbuðu um göturnar með hrein- ana sína. Þeir heilsuðu óspart upp á börnin, er tróðu sér næst þeim, og véku einhverju góðu að þeim. Klukkan sex um kvöldið var öll- um kirkjuklukkum borgarinnar hringt, og jólin boðin velkomin. Finnar kalla kvöldið fyrir 1. sunnu- dag í aðventu, litla-jólakvöld. Þá er jólastemningin leidd yfir byggð- ir manna og ból- En að Lapparnir og hreinarnir leika þann þátt, sem ég varð vottur að, stendur í sam- bandi við gamla, finnska þjóðtrú, að jólasveinarnir, akandi á hrein- um, komi með jó.lin norðan úr Lapplandi. — Þetta var ánægjuleg stund, sem ég hefði ekki viljað missa af. Aðventusunnudaginn fór ég til Esbo, sem er um 20 kílómetra til vesturs frá Helsingfors, ásamt vini mínum, til þess að vera þar við guðsþjónustu í veglegri, fornri kirkju, og heilsa þar nýju kirkju- ári. Ég hef aldrei átt ánægjulegri guðsþjónustustund þennan nýárs- dag kirkjuársins. Það var sannar- leg kirkjuhátíð, svo sem vera bar. — Söngur barnanna á Hósíanna Voglers hljómar mér enn í eyr- um, og fer um sál mína fögnuðir, þrá, unaði og ljúfsárum trega. Eftir þrjá daga er ég kominn til Ábo, Stokkhólmsfarið er að leggja af stað yfir Álandshaf. Það er stormur, sjógangur og desember- myrkur. Og brátt er Ábo horfin í náttskuggans land. — En minning- arnar mörgu og ljúfu, um land og þjóð, er ég gisti um sjö vikna skeið, kveikja á kertum sínum, og þau loga, þótt ég sé firr of farinn. Sigurjón Guðjónsson. Molar BOB NISHIAMA var einn af „sjálfsmorðsflugmönnum“ Japana í seinasta stríði. Einhverju sinni komst hann í kast við ameríska flugvél suður hjá Kyrrahafseyum. Viðureign þeirra lauk svo að ameríska flugvélin fell brennandi í sjó og flugmaðurinn fórst. Þegar stríðinu var lokið fóru for- eldrar hins látna flugmanns að grennsl -ast eftir því hver mundi hafa orðið honum að bana, og þegar það hafði tekizt buðu þau Nishiama nægilega mikið fé til þess að hann gæti stundað nám í Bandaríkjunum. Nishiama þáði boðið og um nokkur ár hefur hann stundað háskólanám í alþjóðarétti. — Hann hefur sérstakt íbúðarhús og býr þar með konu sinni og tveimur börn- um og er annað fætt vestan hafs. Blaðamaður, sem frétti þetta fór að heimsækja hann. Þar í stofunni hekk á vegg stór ljósmynd af gjörfulegum manni. Það var hinn ameríski fiug- maður, sem Nishiama hafði skotið nið- ur. Blaðamaðurinn lét í ljós undrun sína út af því að hann skyldi hafa þessa mynd á vegg hjá sér, en Nishi- ama svaraði: — Það er ekki til þess að gorta af sigri — heldur hangir þessi mvnd þarna til þess að hún geti minnt mig á það hvern dag, að ég er ekki hingað kominn til að skemmta mér. Hann gengur gömlu hjónunum í stað sonarins, sem þau misstu. ★ Úr brúnkolum er nú unnið plast og úr því gerðir golfdúkar, sem gefa ekki eftir linoleum-dúkum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.