Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1953, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1953, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 279 Hinir gömlu fræðarar líta svo á aft- ur á móti að allt í tilverunni sé líf á vissu stigi og að lífið sé án upphafs. Einnig visindin viðurkenna að allt lif- andi hljóti að vera af lifi fætt. Aug- Ijóst er að á' þessari jörð er hin svo- nefnda dauða náttúra (steinaríkið) upprunalegra en hið lifandi. Þess vegna hlýtur hið lifandi að vera komið frá hinu ,,dauða“ en það er ekki hægt, nema hið „dauða“ hafi i sér einhverja frjóangan til lifs, sé m. ö. o. lif a vissu stigi. Sumir reyna að koma sér út úr þess- ari sjálfsheldu náttúruvísindanna með því að kenna að lífið sé aðflutt utan úr geimnum. — En það skýrir ekki neitt, því ef við lítum svo á að skipta beri náttúrunni í lifandi og dautt, hlýt- ur þá ekki hið dauða að vera upp- runalegra alls staðar hvar sem er í til- verunni, þvi vissulega getur hið lifandi ekki fætt af sér hið dauða. Þess vegna verður við annað hvort að vera þeirrar skoðunar að lífið sé komið út úr dauð- anum, sem þó er andstætt einni af grúndvallarsetningum náttúruvísind- anna (Lif er af lifi fætt) og allri rók- réttri hugsun, eða viðurkenna að ekk- ert sé til nema líf, á mismunandi stigi að vísu. Hvernig menn komast að þeirri nið- urstöðu að náttúran skiptist í lifandi og dautt, skýrir heimspekin á þann hátt að hér geri maðurinn sig enn einu sinni sekan um að skoða eigin takmörk sin sem takmörk lífsins í heiid. — Fyrst hugsar hann sem svo: ,,Ég er lifandi.“ Síðan spyr hann: „Hvermg veit eg, að ég er lifandi!?" °g nú tekur hann að sundurliða þá hiúti, sem lif hans einkenna. Hann skynjar, hugsar, andar, hreyf- íst, tekur til sin næringu, fæðist, ves, hrörnar, ,,deyr-“ Og þegar hann hef- ur lokíð líkkrufningu sinm á eðli lífs* rns, telur hann sig hafa fundið þar ákveðna hluti, sem hann kallað t. d. hin fimm einkenm lífsins- — Síðan slær hann því föstu að allt, sem hefur þessi einkenm sé lifandi, og það sem hefúT ekkert þeirra sé dautt. Hann lítúr síðan í. kringum um sig og Sér að dýr og plöntur hafa þessi ém- kenni, steinar og málmar ekki Ög siðan veit hann hvað er liíandi og hvað er dautt! lin er nokkur ástæða til að ætla, að emkenni mannsins séu hin algilda iirælistika lífsins. — Enginn getur sár-nað að íííseiniienni íháhiisins séú meira en sentimeterinn á metramáli allífsins, bæði hins þekkta og óþekkta. Þennan hundraðshluta kallar hann líf, — það sem utan hans liggur dauða, vegna þess að þar lýkur öllum skyld- leika við hans eigin persónu: — Það er engin markalína milli hins lifandi og dauða. — Aðeins líf er til. Hver er uppruni veraldarinnar? Er hún takmörkuð eða ótakmörkuð? — Þetta eru hinar næstu spurningar í sambandi við Maya. Samkvæmt ind- verskri heimspeki er hin fyrri spurn- ing röng, vegna þess að engin hlutur á sér algjört (absalut) upphaf. — Sköpun og eyðing eru eilíf fyrirbrigði, sem eiga sér engin takmörk i tíma. Tilveran getur ekki staðið kyrr, verið sett á hreyfingu eða stöðvuð. — Það er erfitt að hugsa sér hvernig menn geta bæði trúað a eilífan guð og um leið á sköpun, sem hefst á einhverjum ákveðnum tíma, sem kallast „í upp- hafi.“ Þeir viðurkenna að guð sé eilíf- ur og hafi því aldrei byrjað að vera til. Ölí tilveran er sköpun hans líkt og geislinn. sem sólin sendir frá sér. Á sama hátt og sólin er sól vegna geisla sinna, er guð guð vegna sköpunar sinn- ar. Ef sólin sendir ekki frá sér birtu né yl, er hún engin sól. Ef guð er algjörlega óvirkur er hann enginn guð. Ef tilveran hefur byrjað að vera til, hlýtur þá ekki guð að hafa orðið til á sama tíma? Eða á hinn bóginn, ef menn trúa á eilífan guð verða þeir að viðurkenna að tilveran sé líka eilíf. Hvernig geta menn haldið að guð hafi verið algjörlega óvirkur og áhrifalaus „frá eilífð“, (sem er mótsögn i sjálfu sér) en vaknað einn morgun snemma, skapað alla hluti í skyndingu og lagst síðan til svefns aftur? Sköpun er eilíf. Hún hefur alltaf verið og hún endar aldrei. Maðurinn fæðist og deyr, himintungl koma og hverfa. Hvert einstakt fyrirbrigði til- verunnar á sér á vissan hátt upphaf og endir. — Tilveran í heild er eilíf. Er veröldín (alheimurinn) takmöfk- uð eða ótakmörkuð? — Á miðöldum var þáð haft fyrir satt á Vesturlönd- um að jorðin væri flöt, að himininn væri hálíkúla úr málmi, að undir jörð- mni væri sær og kringum hana væri sær á alla vegu. Eftir langa vist í íormyrkvUn blindrar truar, komust menn að raun um að jörðin væri hnött- ótt og Sveií í kring um himingeiminn. Og menn uppgötvuðú að jörðin var aðeins hluti af ákveðnu kerfi, sól- kerfinu og sólkerfið var aðeins hjól í öðru segulverki, ákveðnum stjarn- heimi, sem kölluð er Vetrarbraut. Og nú þekkja menn þúsundir slíkra stjarn- heima. Á þessari víðáttumiklu þekk- ingu byggja merin hugmynd sína um ómælisgeim stjarnanna. þekking okk- ar er þó og verður alltaf of lítil til þess að hún réttlæti nokkra hugmynd um eðli veraldarinnar í heild. „Ómælis- geimur stjarnanna“ er sennilega tak- markað fyrirbrigði (jafnvel þó við uppgötvum aldrei takmörk hans). Rúmið aftur á móti og veröldin (allt sem er) í heild sinni hlýtur að vera ótakmarkanlegt. Ef við t. d. drögum hring og segjum að rúmið takmarkist af þessum hring hljótum við að spyrja: „Hvað er utan þess hrings." Og þeir, sem trúa að rúmið sé tak- markað verða þá að svara: „Ekkert.“ — En það er ekkert svar, heldur að- eins undanbrögð til að komast hjá að viðurkenna að þekking þeirra er tak- mörkuð. Þetta sannar þó ekki að fyr- irbrigðið stjörnur og loft, sem menn kalla sennilega ranglega alheim, sé ekki takmarkað. Það er jafnvel skyn- samlegt að gera ráð fyrir að svo sé, en utan hans taka þá við önnur og ólík fyrirbrigði: — Við könnum rúmið út frá þessari jörð okkar. Hugsum okkur í þess stað að við værum íbúar á eletronu í vatns'éfnis- atómi í miðju Atlantshafsins. Hugsum okkur að hlutfallið milli stærðar okk- ar og þessarar elektronu væri hið sama og hlutfallið milli stærðar okkar og jarðarinnar. — Vísindi okkar, sem kannað hafa rúmið af elju og dugn- aði þekkja nú veröld sem er að þver- máli yfir hundrað milljón Ijósár. Hverfum með alla þessa þekkingu okk- ar niður til hinna nýju heimkynna okkar í elektronunni. Samkvæmt stærð arhlutfallinu milli elekrtonunnar og jarðarinnar svarar hún til þess að við þekktum um það bil einn sentimeter af rúmi Atlantshafsms. Og þó þekking okkar yrði þúsundfölduð mundum við ekki komast til neinnar strandar og þekkja aðeins þetta eina íyrirbrigði, vatn. Vísíndi okkar iðkuð frá þessarí rannsóknarstöð mundi aldrei fá neitt hugboð um land, himmn eða eld. Það kann því svo að fara að í framtíð- inní segi menn skilið við hugmynd síná um „ómælisgeim stjarnanna". Hvert fyrirbrigði er takmarkað. Hinir „takmörkuðu alheimar“ kurma

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.