Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1953, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1953, Blaðsíða 10
280 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS að vera eins margir og ólíkir og gróð- ur jarðarinnar. en moldin, sem fóstrar hann og tekur hann til sín aftur. er ein. Rúmið sjálft er ótakmarkanlegt. — Öldurnar, sem rísa í sæ ómælisins eru takmarkaðar og óendanlega marg- ar. Þær koma og hverfa, en vatnið sem myndar þær hverfur ekki, því undir þeim öllum er djúpið. sem skap- ar þær og tekur þær til sín aftur. — Sá sær er ótakmarkanlegur og eilífur — guð. En í hvaða sambandi stendur bá hið ytra við hið innra — tiiveran við guð? — Til eru þeir heimspekingar, sem halda að hin ytri tilvera sé að- eins„eins og sýning skuggamynda á tjaldi", — ekki raunveruleg i sjálfu sér. Þeir segja að guð einn sé raun- verulegur, en veröldin og tilvera okk- ar óraunverulegur skuggi hans. Þeir segja að ekkert sé til nema andinn og þær hugmyndir, sem hann fóstrar. Vissir heimspekingar á Vesturlöndum, sem sjálfir boðuðu þennan idealimsa, að veröldin sé sjónvilla og efnisheim- urinn ekki til, bera ábyrgð á því að hið indverska hugtak maya er yfirleitt á Vestuxlöndum túlkað sem heims- blekking. — Schopenhauer og læri- sveinn hans Deussen hafa þannig þýtt hina austrænu kenningu í samræmi við sína eigin „Weltanschanung." Deussen t. d. útskýrir kenningu Upan- ishadanna um Maya í ljósi Kantism- ans og Kant í ljósi Upanishadanna með þeim afleiðingum að kenningum beggja er misþyrmt. En bæði Upanis- hadanna og Kant notar hann til stuðn- ings sinni eigin kenningu að veröld- in sé blekking. En kenningin um maya á ekkert skylt við þær hugmyndir um sjónvillu og heimsblekkingu, sem menn á Vesturlöndum hafa eignað henni vegna rangrar túlkunar þeirra Schopenhauers og Deussen. Þessa kenningu er fyrst að finna í Rigveda, sem elzt er allra Vedabóka. — Þar þýðir maya aðeins ákveðinn eiginleiki til að skapa hið takmark- aða úr hinu ótakmarkaða og þessi merking hefur aldrei breytzt. Maya er komið af sögninni mame, en rót hennar ma þýðir að mæla eða af- marka. í tveim setningum í Rigveda má finna Maya notað með manam og mane (sem bæði eru komin af sömu rót) til að leggja alveg sérstaka á- herzlu á að maya þýði þetta og ekki annað. Maya þýðir aðeins eiginleiki guðanna til að skapa hið mælanlega, hið afmarkaða — og þessi heimur hins takmarkaða — hin ytri veröld manns- ins var síðan nefnd mava. Á sama hátt er guðinn Krisna í Bhagavad gita kallaður Maya-vin, þ. e. a. s. hafi vald til að skapa maya, sem birtist sem visayar: hlutir, sem brotnað hafa sundur eða verið greindir frá heild sinni. Þannig þýðir maya hið stundlega og takmarkaða. — Schopen- hauer heldur því fram að fyrst maya sé stundleg og takmörkuð hljóti mava að þýða blekking, því í Upanishödum er því haldið fram að guð sé hinn eini raunveruleiki, og guð er hvorki stundlegur né takmarkaður. Þess- vegna hljóti veröldin að vera óraun- veruleg. — En kenning Upanishad- anna réttlætir ekki þessa skoðun. Þessi röksemdafærsla er röng vegna þess að samkvæmt henni þýðir hið eilífa sama og hið ekki stundlega, hið ótak- markaða sama og hið ekki takmark- aða. — Hvergi í Upanishödum er því haldið fram að hið tímanlega sé utan hins eilifa, og hið takmarða utan hins ótakmarkaða. — Og þó því sé þar haldið fram að guð sé hinn eini raun- veruleiki er því þó bætt við að veröld- in, maya, eigi rætur sínar í þessum veruleika og eigi þar með hlutdeild í veruleikanum en sé ekki skuggasýn- ing eða tómur draumur. „Hið takmark- aða er í hinu ótakmarkaða", má lesa í Upanishödum. Tuglið t. d. er ekki alheimurinn. En það þýðir ekki að tunglið sé ekki utan hans. Hið tak- markaða er á sama hátt hluti hins ótakmarkaða. Þannig þýðir hin ind- verska maya, veruleiki, — en fær á Vesturlöndum merkinguna heimsblekk- ing aðeins vegna misskilnings Schop- enhauers. Guð og veröldin er eitt og veröldin er ekki skuggi hans. Hinn innri veru- leiki birtist alls staðar í hinni ytri tilveru en er henni þó ekki háður. Hann er eins og sólskin, sem byggir upp náttúruríkin á jörðinni án þess að sólin eyðist við það. Jörðin er háð sól- skininu en sólin er óháð sköpun sinni á jörðinni. Þannig er samkvæmt hinni indversku kenningu allt í tilverunni raunverulegt og ekki sjónhverfing. Maya er veruleiki, hluti hins órjúf- andi samræmis og slær i takt við hljómfall hins eilífa. — Að afneita veröldinni er því að afneita guði. Indlandi í febr. 1953 Gunnar Dal. Hjálpaðu þér sjáffur í VIRGINIA-RÍKI í Bandaríkjunum er lítið hérað, sem heitir Wythe County. Sumarið 1950 varð það fyrir því áfalli, að skæður lömunarveiki- faraldur barst þangað. 189 sjúklingar lömuðust og hafði ekkert hérað goldið slíkt afhroð að tiltölu við fólksfjölda. Það voru daufir dagar þegar fólkið var að hrynja niður, en íbúarnir létu samt ekki hugfallast. Ekki leituðu þeir hjálpar rikisins, heldur tóku höndum saman sem einn maður. Bændur, þorps- búar, læknar og allir sem uppi stóðu lögðu fram hjálp og fé í þessum vand- ræðum, þó ekki fyr en í desember. Þá var hið versta afstaðið. En margir bjuggu lengi að afleiðingum veik- innar. Svo var það í sumár sem leið, nð önnur plága reið yfir þetta hérað. Langvarandi þurrkar gengu og korn- ið á ökrunum eyðilagðist. En þarna lifa flestir á kornyrkju og kvikfjár- rækt. Horfur voru á því að bændur yrði að farga mestum hluta bústofns síns vegna fóðurskorts. Það var ekki nema um tvennt að gera, annaðhvort að farga búpeningnum, eða kaupa hey í stórum stíl. .Og fyrir hvað áttu menn að kaupa þegar uppskeran brást? Það var ekki aðeins í þessu héraði að þurrkarnir ollu stórtjóni. í mörgum héruðum var lýst yfir „neyðarástandi“, og sambandsstjórnin ákvað að hlaupa undir bagga, með því að veita bænd- um styrk og láta þá fá lán til langs tíma með lágum vöxtum. Voru ka’lað- ir saman helztu menn úr öllum héruð- um til þess að ræða hjálp ríkisins. En fulltrúi Wythe County neitaði að við- urkenna að þar væri neyðarástand. Þegar heim kom kallaði hann á sinn fund alla ráðandi menn í héraðinu og þar var rætt um það hvort héraðið æt.ti að biðja ríkið um hallærishjálp, eða reyna að hjálpa sér sjálft og standa á eigin fótum. Þar risu menn upp hver á fætur öðrum og mótmæltu því að leitað yrði hjálpar ríkisins eða alríkis- ins. Bent var á það hvernig héraðið hefðu hjálpað sér sjálft þegar lömun- arveikifaraldurinn var þar. Eins gaeti

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.