Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1953, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1953, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 281 ÝMISLEGT NÝTT UM KJARNORKUNA ÞÆR upplýsingar, sem hér fara á eftir, eru fengnar hjá dr. Ralph E. Lapp, sem um tíu ára skeið hefir unnið að kjarorkurannsóknum í Bandaríkjunum. Upplýsingar þess- ar hefir hann gefið með samþykki yfirboðara sinna, en allar ályktanir í sambandi við það eru frá hans eigin brjósti. Framleiðsla á kjamasprengjum Það er ekki leyfilegt að segja frá því hve margar kjarnasprengjur Bandaríkin eiga nú fullgerðar og geymdar í öruggum neðanjarðar- það hjálpað sér sjálft nú. Það væri til þess eins og drepa niður sjálfsbjarg- ar viðleitni manna og metnað þeirra, ef þeir gerðust ölmusumenn ríkisins. Bændur gæti sjálfir tekið lán í bönk- um til þess að komast fram úr krögg- unum, og þyrfti ekki á neinni ríkis- hjálp að halda. Var þetta samþykkt einum rómi. Blaðið „Enterprise“ sagði um þessa ákvörðun og kjark bænda: „Milljónir manna halda að þeir geti varpað öll- um sínum áhyggjum upp á stjórnina og hún sé skyldug til að hjálpa sér ef eitthvað á bjátar. Fjöldi manna held- ur að ríkisstyrkur kosti ekki neitt. Þeir gæta þess ekki, að af hvérjum dollar, sem skattgreiðendur gjalda og sendur er til Washington, eyðast % í rekstrarkostnað ríkisins, og ef ríkið ætti að standa skil á honum aftur, þá yrði það ekki nema 25 cent er það gæti skilað“. Þetta gekk allt saman vel. Önnur héruð, sem einnig höfðu orðið fyrir tjóni af þurrkunum, fóru að dæmi Wythe County. Og nú eru allir hróðug- ir af því að hafa ekki þegið opinbera hjálp, því að opinber hjálp sé niður- drep fyrir kjark manna og sjálfsvirð- ingu. geymslum. En um sprengjur af því tagi, sem notuð var í Nagasaki, þá er varla of í lagt þótt sagt sé að tala þeirra fari yfir 1000. En sam- kvæmt glöggustu áætlun í Was- hington, eiga Rússar ekki yfir 100 kjarnasprengjur. Bandaríkin eru því langt á undan Rússum og geta verið það framvegis. En þetta er ekki jafn þýðingarmikið og marg- ir hyggja. Eftir því sem Rússar eignast fleiri kjarnasprengjur, eft- ir því hefir það minni þýðingu að Bandaríkin eiga fleiri. Þegar Rúss-, ar hafa t. d. eignast 1000 kjarna- sprengjur, þá er það lítil huggun þótt vér eigum nokkrar fleiri. Stærð og kraftur A-sprengjanna Kjarnasprengjur þær, sem nú eru framleiddar, eru af ýmsum stærðum. Hinar stærstu, sem ætlað er að geti lagt heilar borgir í rúst- ir, eru um fimm smálestir að þyngd. En svo eru til litlar sprengjur, sem hafa verið fram- leiddar nýlega, og þær vega ekki nema um eina smálest. í stærstu sprengjunum er álíka mikill kraft- ur eins og í 100.000 smálestum af TNT, sterkasta þrúðtundrinu, sem til er. Þar sem slík sprengja kæmi niður, mundi hún geta lagt allt í auðn á 20 fermílna svæði. Hvað líður vetnissprengjunum? Mikið hefir verið talað um hin- ar stóru vetnisprengjur, eða H- sprengjur, eins og þær eru kallað- ar til aðgreiningar frá hinum. Tal- ið er að slík sprengja muni verða þúsund sinnum kraftmeiri heldur en A-sprengjurnar. En það er ekki tímabært að tala um þær, því að engin vetnisprengja hefir enn ver- ið framleidd. Sumir hafa óttast að vísindin mundu framleiða svo stórar sprengjur, að jörðin sjálf yrði sprengd í mola. En engin hætta er á því. Vísindamenn þeir, sem vinna að kjarnorkurannsóknum, vita vel hveð þeir eru að gera. All- ar tilraunir með kjarnasprengjur eru nákvæmlega athugaðar fyrir- fram og styrkleikur þeirra reikn- aður. Og aldrei mun koma til þess að neinar sprengjutilraunir yrði leyfðar, ef nokkur minnsta hætta gæti talizt á því að jörðin væri í veði. A-sprengjurnar eru ekki hættulegar í meðförum Það er engin hætta á ferðum þótt tilraunir sé gerðar með kjarnasprengjur. Sést það bezt á því, að í Bandaríkjunum hafa ver- ið reyndar 12 sprengjur árið 1951, og ekkert slys varð við þær til- raunir, ekki svo mikið að einn mað- ur særðist. Margir óttast, að ef flugvél með kjarnasprengju innanborðs skyldi hrapa til jarðar, þá mundi verða sprenging, en það eru engar líkur til þess að svo verði. Engin hætta er heldur samfara því, að geyma kjarnasprengjur, þótt þær sé margar saman. Og enda þótt óvina- flugvél kynni að kasta kjarna- sprengju á þann stað, þar sem margar kjarnasprengjur eru geymdar, þá eru engar líkur til þess að þær; springi. Kjarna- sprengjur eru hafðar óvirkar fram á seinustu stundu. Eru strandborgir í hættu ef til stríðs kemur? Já. Það er mikil hætta á því að kafbátar fjandmanna geti gert

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.