Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1953, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1953, Blaðsíða 16
286 LESBÓK MORGtTNBLAÐSINS Akureyringar halda enn við þeim gamla sið að „slá köttinn úr tunnunni“. Kötturinn (sem nú er revndar dauður hrafn) er hengdur upp í gálga í rammgerðri tunnu. Riddararnir koma síðan á reiðskjótum sínum með kylfur að barefli og slá til tunnunnar um leið og þeir þeysa fram hjá. Sá, er slær hana í stafi, er „tunnukóngur" nefndur, en leiknum er ekki lokið fyrr en kaðallinn, sem heldur uppi „kettinum“ hefir verið höggvinn sundur. Riddararnir ríða því enn að sem fyrr, en hafa nú sax í hönd. „Kattarkóngur" er sá, sem heggur í sundur kaðalinn, þannig að „kötturinn“ fellur til jarðar. — Myndirnar hér að ofan eru frá síðasta „tunnuslætti" á Akureyri. — (Ljósm.: V. Guðm.) stofu Bandaríkjanna, en hún send- ir þær svo áfram til vinaþjóða sinna. Að þessum upplýsingum fengnum geta svo veðurstofur í Englandi, Þýzkalandi og Frakk- landi spáð nokkuð fram í tímann um veðráttu og varað við storm- um áður en þeir skella á. Hefur þetta auðvitað mikla þýðingu, en mundi þó verða enn þýðingarmeira á stríðstímum. Á stöðinni í Alert er unnið nótt og dag. Alltaf situr einhver við loftskeytatækin, því á hverri stundu má búast við því að leið- beina þurfi flugvélum, og komið gæti það fyrir að einhver flugvél yrði að nauðlenda þar. Flugvöll- urinn verður því einnig að vera lendingarhæfur á hvaða tíma sem er, og það er erfiðasta verk mann- anna þarna að halda honum við. Þeir hafa að vísu ýtur til að moka snjó af flugvellinum, en kuldinn dregur mjög úr nothæfni þeirra. Hráolían verður svo þykk að hún hnígur varla og það er stundum hálfrar stundar verk að koma henni í olíugeyma ýtunnar. Og þegar ýtari fer svo á stað, brotnar oft eitthvað í henni, því vegna kuldans hefur járnið herpzt saman svo að liðamót og samskeyti eru föst, og verða undan að láta. Járnið er líka miklu stökkvara þegar mik- ið frost er heldur en venjulega og þolir hvorki sveigju né átak. Á vorin og sumrin, þegar sólin skín allan sólarhringinn, líður mönnum vel. Þeir hafa þá nóg að starfa og hugsa um. Þá eru einnig samgöngur við umheiminn, því að flugvélar koma þarna mörgum sinnum til að flytja þeim vistir og birgðir. En í októbermánuði leggst vetrarnóttina yfir og upp frá því eru þeir einangraðir og verða að sitja þarna í myrkrinu í fimm mán- uði. Það er því engin furða þótt þeir fagni komu sólarinnar, en hún sést fyrst í marzmánuði. Þá er slegið upp veizlu af þeim efnum, sem til eru og menn dansa og syngja í ofurgleði út af því að hafa sigrazt á kuldanum og myrkrinu. Það, sem hér hefur verið sagt um lífið í Alert-stöðinni, á einnig við um hinar stöðvarnar á Kanada- eyum í íshafinu og veðurstöðvar þær, sem Bandaríkin eiga nyrzt á Grænlandi. Allar þessar veður- athuganastöðvar hafa það hlutverk að greiða fyrir um veðurspár hér á norðvesturhluta hnattarins. En þær eru einnig að búa í haginn fyr- ir framtíðina, því að sú þekking, sem þarna fæst, verður dýrmæt þegar flugferðir hefjast fyrir al- vöru pólleiðina. (Úr „Colliers") HINN ILLI HUGUR Mennirnir fjandskapast ekki jafn ákaft gegn neinu eins og sannleika, sem birtist þeim í nýrri mynd. Og allur fjandskapur gefur illum öfl- um byr undir báða vængi. Fyrir allan fjandskap, við menn og hug- sjónir, verða einhverjir verri menn en þeir hefði annars orðið. (Einar H. Kvaran).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.