Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1953, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1953, Blaðsíða 8
ÚR SPÁNARFÖR Sólskinsdagur í Toledo Alcazar-vígið — Götusalar — Bústaður Grecos — Sumarhöll konunga — Keim- sókn í Bocega — L'Jlabúar ..Margt er það í koíi karls, sem kóngs er ei í ranni“ FRÁ Madrid fórum vér tvær stutt- ar skemmtiferðir og var þá sól og sumar og allt að 30 stiga hiti 1 skugganum um miðjan dag. Fyrri ferðin var farin til borg- arinnar Toledo, en þangað er 69 km. leið frá Madrid og sléttur veg- ur. Var förinni aðallega heitið til þess að skoða Alcazar-vígið, sem frægt er úr borgarastyrjöldinni fyrir hreystilega vörn setuliðsins þar. Alcazar þýðir höll og með því nafni eru margar byggingar frá Máratímum viðsvegar um Spán, cn cngin jafn fræg og þessi. Þetta var upphailega gríðar mikil höll, með mörgum turnum og undir höllinni neðanjarðar hvclfingar. Var þar herskóli áður en borgara- styrjölc^n liófst. Vígið stendur á háum kletti og gnæfir yfir borgina. Liggur þang- að mjór og brattur stígur, sem vér urðum að ganga upp að virkisrúst- unum, því að miklu fremur má kalla þær rústir en kastala. Þegar rauðhðar stefndu her sín- um að Toledo 1936, hugðust þeir mundu tika bergina eg vigið rnjég auSvfcidlfcga, og kcm víst ekk: til hugar að reynt yrði að verja vígið, gegn því ofurefli, sem þeir höfðu. Þeir skoruðu á Mascado ofursta, er hafði yfirstjórn vígisins, að gef- ast upp, en hann svaraði neitandi. Hafði hann þó ekki annað lið til varnar en 100 reglulega hermenn, 200 sjóliða og 700 menn úr borgara- liði. En auk þess voru í víginu 500 konur og börn. Svo hófu rauðliðar umsát 20. júlí og ætluðu að svelta fólkið þangað til það gæfist upp. Þeir vissu að matvælabirgðir mundu litlar í víg- inu og vatn af skornum skemmti. Vildu þeir hlífast við í lengstu lög að brjóta virkið niður með skot- hríð, þar sem þetta er ein af merk- ustu byggingum landsins. Þetta mundi og hafa lelcizt, ef setuhðs- menn heíði ekki birgt sig að mat- vælum á þann hátt er rauðliða síst grunaði. Setuliðsmenn höfðu sem sé smalað saman öllum þeim ösn- um, sem þeir náðu tii í borginni og flutt þá inn í vígið til sín ásamt fóðri. Voru dýrin alls 250 og var þeim slátrað til manneldis smám saman. Þauuig ieið nú timmn og begar engan bilbug vat a sfctuliðsmönn- um að finna fór Rojo hershöfðingja hinna rauðu að leiðast þófið. Mælt- ist hann til þess að fá að tala við yfirforingja vígisins og var honum það veitt. Kom hann svo einn síns liðs til vígisins og skoraði á Mas- cado að gefast upp, en hann setti þvert nei fyrir og kvaðst mundu verjast meðan nokkur maður stæði uppi. Þegar Rojo hafði fengið þessi svör, ákvað hann að sprengja virk- ið í loft upp. Lét hann nú menn sína grafa göng undir klettinn, sem vígið stendur á, og heyrðist til þeirra upp í neðanjarðarhvelfingar vígisins, og er sagt, að þá hafi kon- unum fyrst brugðið, en annars höfðu þær borið sig eins og hetjur og hvatt karlmennina til þess að halda uppi vörninni og gefast aldr- ci upp. Þegar rauðliðar voru komnir með göngin undir vígið, settu þeir í þau sprengjur og kvciktu í. Varð sprengingin svo mikil, að miðbik yfirbyggingar vígisins hrundi í rústir. Nokkuru síðar gerðu rauð- liðar aðra sprengingu undir víg- inu cg íháfcti ba kalla að bað \ æri allt í rusturn. Komust rauíLðar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.