Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1953, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1953, Blaðsíða 3
377 r’ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS « ins hreinni, við vægu verði, en sjávarborðið í höfninni er mjög ó- hreint og ef skipið liggur lengi, vill setjast á það óhreininda rönd -við sjómálið. Þá eru aðrir, sem ráð hafa á bátsskrifli, sem þó ekki er fært út á flóann og leggja þeir fiskinet sín í höfnina, á milli bryggjanna. Ekki myndi sú útgerð þykja borga sig á íslandi, því afl- inn er að vonum harla rýr og sá ég eitt sinn veiðina, sem var hálf vatnsfata af smásíli, úr tveimur netjum, en skipverjar voru sjö, svo varla hefur komið mikið í hvers hlut við skiptin og ekki drýgðist aflahlutur hinna óbreyttu háseta við það að skipstjórinn, sem stóð fremstur við dráttinn, stakk síli og síli upp í sig af óskiptu, svo lystugt sem það var nú, úr óhreinu vatn- inu, auk þess, sem fiskurinn var auðvitað lifandi. En þó hér hafi verið dregin upp mynd aumingjaskapar og örbirgð- ar, þá er það engan veginn heild- armynd af borginni Napoli, því hér eins og víða í stórborgum erlendis og ekki sízt í Suðurlöndum, er skammt öfganna á milli. Á hinum breiða steypta vegi, sem liggur upp að kastalahæðinni, renna fallegar Fiat bifreiðir, sem glansa í sólskin- inu af bóni og krómi. Stundum er bílstjórinn einkennisklæddur einka þjónn, sem opnar hurðina fyrir dyrum fínustu gistihúsa borgarinn- ar, með bugti og beygingum fyrir húsbændunum, sem stíga þarna út í samkvæmisfötum. Slíkt er algeng sjón fyrir utan óperuna við Via Roma, en svo heitir aðalgatan í Napoli og við hana eru mörg af stærstu verslunarhúsunum og nýja póst- og símahúsið, afar mikil bygging og einkennileg fyrir þær sakir að það er byggt í stíl við Colosseum í Róm. Hús þetta er húðað bláum marmara og hinar mörgu tröppur eru í sama lit. Þá er margt fallegt og markvert að sjá í Napoli, eins og hinaafarskraut legu, gömlu konungshöll, St. Páls- kirkjuna o. fl., og vel er það ómaks- ins veít að fá sér bifreið og aka upp á kastalahæðina, því þaðan sést yfir alla eða mest alla borg- ina og langt út á flóa. — ★ — Leigubifreiðar eru flestar gaml- ar og lélegar í Napoli og bílstjór- arnir mestu þrjótar og ráðlegt mun að semja við þá fyrirfram um gjaldið, því þeir hika ekki við að nefna ósvífnislega háar tölur, sé um eftirkaup að ræða. Þá eru og önnur almenningsfarartæki nokk- uð áberandi í götulífinu, en það eru eineykis hestvagnar, ef menn kjósa þá fram yfir bifreið og gild- ir sama um þeirra ökuþóra og aðra, að sjaldan munu ágengari og ó- prúttnari menn fyrirhittast. Stund- um elta þeir útlendinginn tímun- um saman með hrópi og köllum, þar til annar hvor gefst upp. ítalir eru eins og alkunna er söngelsk þjóð, og ekkert er óvenju- legt að bílstjóri, sem hefur verið svo heppinn að fá „Gullfisk“ í bíl- inn sinn til lengri eða skemmri ferðar, reki upp miklar rokur, í gleði sinni yfir viðskiptunum, en fyrsta lagið er því nær undantekn- ingarlaust „O Solo Mio,“ en það lag kunna allir ítahr, ungir sem gamlir og heyrist oft raulað á göt- um úti og leikið á veitingahúsum. ítalir eru góðir matreiðslumenn, eins og frændur þeirra Frakkar og öll framreizla á veitingahúsum hin liprasta, enda hótelmenning á háu stigi. Matur er fremur ódýr á okk- ar mælikvarða, sérstaklega ef um þjóðlega rétti er að ræða, eins og til dæmis makkaroni, en án þeirrar fæðutegundar geta ítalir ekki ver- ið, enda borðuð af öllum, háum sem lágum. Það er til dæmis hrein unun að sjá ítalskan götudreng, sitja með skálina sína fyrir dyrum úti og skófla í sig makkaronipíp- um af mikilli leikni. Það gerir ekk- ert til þótt fæturnir séu berir og þaktir dökkri, harðri óhreindaskán upp undir hné, ef nægilegt makka- roni er í skálinni, en stórutærnar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.