Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1953, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1953, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 383 Hákon konungur VII (1953) Síðan var staðurinn skoðaður og þótti prinsinum mikið koma til náttúrufegurðarinnar þar, enda var staðurinn í sínum glæsilegasta skrúða, vatnið spegilslétt, fjöllin sólstöfuð og upp í blátt loftið lagði hvíta gufustróka hveranna í Henglinum. En í vestri gnæfði dökkur hamar Almannagjár og fannst prinsinum sú náttúrusmíð harla stórkostleg. — ★ — Nú víkur sögunni aftur til Reykjavíkur. Þar var mikill við- búnaður til þess að gera prinsin- um þennan dag minnisstæðan. Fyrir forgöngu Tryggva Gunnars- sonar bankastjóra, bæarfulltrúa og kaupmanna, hafði verið sett á lagg- irnar fimm manna nefnd til þess að sjá um að prinsinum yrði fagn- að eítirminnilega er hann kæmi úr Þingvallaferðinni. Tryggvi hafði verið í nefnd þeirri er sá um mót- tökur afa hans, Kristjáns konungs IX. er hann kom hingað á þjóðhá- tíðina, og því var hann sjálfkjör- inn formaður þessarar nefndar, en með honum voru fjórir kaupmenn í nefndinni. Varð það ákvörðun þeirra að fjölmenni skyldi ríða til móts við prinsinn upp í Seljadal og fagna honum þar með veizlu. Var öllum bæarbúum gefinn kost- ur á að vera með í þessari för, en auk þess var boðið Svenson yfir- manni skipsins, nokkrum foringj- um og 12 sjóliðsforingjaefnum. Hestum var nú smalað saman og þeir klytjaðir veizluföngum, mat og drykk, og var sagt að nóg hefði verið af hvoru tveggja. Þá var og Helgi Helgason kaupmaður og tón- skáld fenginn með hornaflokk sinn til þess að vera með í ferðinni og skemmta gestum. Bæarbúar fjölmenntu mjög og munu ílestir þeir, er reiðskjóta áttu, hafa slegizt í förina. því tal- ið er að um 80 manns hafi verið í hopnum. Skömmu áður en prinsinn kom hingað (eða hinn 14. júní) komu hingað danskir leikarar, fyrsti út- lendi leikendaflokkurinn, sem hér bar að garði. Voru það hjón, Ed- vard Jensen og frú og maður að nafni E. Wulff. Hann varð síðar forstjóri við eitthvert leikhús í Kaupmannahöfn. Þetta fólk hafði hér margar sýningar í Góðtempl- arahúsinu og voru aðeins leiknir stuttir leikþættir, einkum gaman- samir. Og til þess að hæna fólk betur að sýningunum orkti Wulff gamanvísur, sem sungnar voru á milli, „revíu“-vísur um það, sem víð bar í Reykjavík. Ein vís- an var um þessa skemmtiferð Reykvíkinga er þeir riðu á móti prinsinum upp í Seljadal, og var hún á þessa leið: Man Kadetterne paa „Dagmar“ vilda more, og da Prinsen til Thingvalla rejste bort arrangeredes et Selskab i det store, Mad og Vin forskrevet var af förste • Sort. Men Musikken, sem i Seljadalen spillede, de var nær omkuld paa Vejen trilléde, thi en Hest með en Kadet var paa dem löbet, Mad og Drikkevarer var nær gaaet med i Kjöbet. Eftir þessu að dæma hafa hinir tilvonandi sjóliðsforingjar ekki verið miklir hestamenn og er það að vonum. Hefir einn þeirra misst stjórn á reiðskjóta sínum og hleypt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.