Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1953, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1953, Blaðsíða 10
384 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS beint á lestina. Ekki hefir þó orðið slys að, því að þess mundi hafa verið getið í blöðunum. — ★ — Reykvíkingar voru komnir upp í Seljadal nógu snemma til að hafa allt til búið að taka á móti prinsinum, er hann kæmi frá Þing- völlum. Og er hann kom, var hon- um fagnað með hornablæstri og húrrahrópum. Kvöldverður var þarna þegar fram reiddur úti í guðs grænni náttúrunni móti síðdegissól. Var prinsinn nú tekinn af baki og leidd- ur þangað og snæddu menn síðan. En að máltíð lokinni tók til máls Hallgrímur biskup Sveinsson og mælti fyrir minni konungs og kon- ungsættarinnar. Prinsinn þakkaði fyrir með ræðu og gat þess að afi sinn, Kristján konungur, minntist oft með mikilli ánægju komu sinn- ar til íslands á þjóðhátíðina 1874. Þá gat prinsinn þess, að sér litist mjög vel á sig hér og sig langaði til þess að koma til íslands aftur. Þessu næst flutti Svenson kapteinn ræðu fyrir minni íslands. Þá mælti Björn Jónsson ritstjóri ísafoldar, fyrir minni danska sjó- liðsins, en Svenson kapteinn þakk- aði og mælti fyrir minni þeirra, er efnt höfðu til þessa mannfagn- aðar, og beindi orðum sínum sér- staklega til kvennanna, sem gengu um beina, og forstöðunefndarinnar. En á eftir hverju minni lék lúðra- sveitin viðeigandi lög og auk þess hafði hún leikið stððugt meðan menn mötuðust. Þótti þetta hafa verið hin skemmtilegasta sam- koma, enda helzt hið góða og blíða veður allan tímann. Síðan stigu menn á hesta sína og helt allur skarinn í einum hópi til Reykjavíkur og þótti það fríð fylking. Var það óvenjulegt að sjá svo margt fólk ríðandi í einum hópi. Menn verða að gæta þess, að i >C->^»< St einarnir talci áteinar oc^ Jijancli áteinar SÉRA OWEN HOFFMANN mun vera eini kennimaðurinn í þessum heimi, sem lætur stein- ana tala. Hann ferðast fram og aftur um Bandaríkin, Kanada og Mexikó og flytur alltaf með sér mikið af allskonar grjóti, smáa steina, stóra steina, gragrýti og eðalsteina, steinsteypu og salt- steina. Allt þetta notar hann á trúboðssamkomum sínum. Hann hefir verið farand- prédikari um 23 ára skeið, en það eru ekki nema fimm ár síðan hann fór að láta „steinana tala“. Fyrir fimm árum komst hann í kynni við jarðfræðing, sem sýndi honum hvernig steinar breyttust við það þegar beint er að þeim útfjólubláum geislum. Séra Hoff- mann sá sér þegar leik þarna á borði til þess að útskýra fyrir mönnum, betur en áður, guðs dásemdir í náttúrunni. Útfjólubláir geislar eru ósýni- legir berum augum. En þegar þeim er beint á steina í myrkri, taka þeir furðulegum stakka- skiftum og hinir ósélegustu steinar verða sjálflýsandi. Salt- steinninn verður til dæmis lýs- andi gráblár. Ljóst granít, sem í er nokkuð af úraníum, fær á sig bláar og grænar randir. Steinsteypumoli, sem brotinn var upp úr akvegi í New Jersey, skín með öllum regnbogans lit- um. Aftur á móti verða eðalstein arnir, sem fegursta liti hafa og fegurst glóa í hinu hvita dags- ljósi, ýmist litlausir eða svartir og sumir taka alls ekki við hin- um ósýnilegu geislum. Þess vegna kallar séra Hoffmann þá „dauða steina", en hina „lif- andi steina“. Hann skýrir þetta þannig: — Hinn útfjólublái geisli er ósýnilegur þar sem hann kem- ur frá Ijóslampanum. Falli hann nú á stein, sem endurkastar hon- um,- þá er sá steinn svartur og það kalla ég „dauðan stein“. En ef steinarnir brjóta geislann, þá verður hann sýnilegur og þá kemur fram fegurð hinna „Iif- andi steina“. f prédikunum mín- um líki ég nú hinum ósýnilega geisla við kraft guðs heilags anda. Steinunum líki ég við menn — sumir eru móttækileg- ir fyrir þennan kraft, á aðra hefir hann engin áhrif. Þeir, sem ekki eru móttækileglr fyrir hann, eru andlega dauðir. En hinir „Iifandi steinar“ eru ímynd þeirra manna, sem hafa í sér liið andiega líf, en enginn verð- ur þess var fyr en krafturinn frá guði snertir þá. Og því nær sem þeir eru guði, því meiri ljóma leggur af þeim, þegar hinn ósýnilegi geisli snertir þá. > o>^j> e > g>^j> <r"0) c—o) <t'vjí> <r^^‘) c væ® þá voru íbúar Reykjavíkur ekki nema 1/10 á móts við það sem nú er. Ætti þetta þá að samsvara því að 800 manna hópur kæmi nú ríð- andi til bæjarins. í ísafold er prinsinum lýst svo: „Prinsinn er mannvænlegur álit- um, hár vexti, eins og móður- frændur hans, og þó eigi fullþrosk- aður, enda ekki nema á fyrsta ári um tvítugt. Hann kann nokkuð í íslenzku — hefir ásamt eldra bróð- ur sínum Kristjáni, notið tilsagnar í henni hjá skrifstofustjóra Ólafi Halldórssyni“. Hinn 28. júní fór „Dagmar“ héð- an áleiðis til Færeya og Kaup- mannahafnar. Og þá um sumarið, eftir að skipið kom heim, lauk Carl prins sjóliðsforingjaprófi. Honum varð að ósk sinni um að fá að koma til íslands aftur. Árið 1895 var hann liðsforingi á „Heim- dalli“, en það skip kom hingað 27. apríl og var við strandgæzlu fram í ágúst. Fekk skipið þá stundum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.