Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1953, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1953, Blaðsíða 12
386 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Opossum mætti gjarna nefnast letidýr, því að það er blóðlatt og geispar oft ákaflega eins og sjá má á fremri myndinni. — Þegar það sér ekki undankomu von, læzt það vera dautt. um kviðinn, en á opossum er það langsum. NAFN það er vísindin hafa gefið opossum er „Didelphis virginiana“ (úr grísku: di = tvöfaldur, delphys = kviður, eða dýrið með tvöfalda kviðinn. Seinna nafnið er úr latínu og þýðir að heimkynnið sé Virgin- ía). Opossum er pokadýr, en það er líka spendýr. Pokadýrin voru þegar komin fram á sjónarsviðið á dögum risa- eðlanna, fyrir 70 milljónum ára, og opossum hefur ekkert breytzt síð- an. Risaeðlurnar eru aldauða, en opossum hefur haldið velli. Um framþróun hefur þó ekki verið að ræða. Líf þeirra hefur verið óum- breytanlegt. Þau hafa sofið á dag- inn og gengið sér til matar á nótt- unni í skógum, en helzt kosið hlýtt loftslag. Þau eru nú um öll Banda- ríkin, allt norður að Hudsonfljóti og vötnunum miklu, og hafa jafn- vel sézt norður í Kanada. Þetta eru talin heimsk dýr, enda er heilabúið lítið. Þau læra ekki af reynslunni. Hafi opossum slopp- ið úr gildru, fer það rakleitt í hana næstu nótt, eða þá einhverja aðra jgildru. Ef þau festast með löpp í boga bíða þau þangað til löppin er orðin dofin; þá naga þau hana sundur og sleppa þannig. Ef oposs- um er uppi í tré og tréð er hrist svo að það fellur niður, læzt það vera dautt og hreyfir sig ekki þótt komið sé við það. Þetta eru svo að segja einu skynsemisviðbrögð þess. En þótt heilabúið sé lítið þá er kjafturinn stór. Það er því lif- andi sönnun þess, að „heimskur hefur mestan kjaft“. ALDREI sjást tvö fullorðin oposs- um saman, og ef ekki væri hvolp- arnir mætti ætla að hvert dýr lifði einlífi. Ekki er hægt að þekkja karldýr og kvendýr sundur til- sýndar nema þegar „maddaman“ er með svo marga unga í pokanum að hún dregur kviðinn. Dýrin ná saman einhvers staðar um fengi- tímann og skilja jafnharðan og móðirin verður ein að annast um afkvæmin. Meðgöngutíminn er ekki nema 12—13 dagar og þegar móðirin þarf að gjóta, leitar hún sér uppi eitt- hvert hreiður eða bæli eftir aðra, jafnvel uglur og þefdýr, en býr aldrei til hreiður sjálf. Það má nærri geta að ungarnir eru ekki burðugir eftir svo stuttan með- göngutíma, enda sést varla nokkur skapnaður á þeim nema framfætur og rófa. En á framlöppunum eru ofurlitlar klær og af eðlisávísan nota þeir þær til þess að selflytja sig eftir loðnu móðurinnar inn í kviðpokann. Hver hvolpur vegur ekki meira en 16/100 úr grammi. Ef hlutfallið milli afkvæmis og móður væri hið sama hjá mönnun- um, þá ætti kona, sem elur 12 marka barn, að vega 42 smálestir. Inni í kviðpoka opossum-móður eru 13 spenar og afkvæmin leggj- ast á gpenana og sjúga sig þar föst undir eins. En nú gýtur opossum 19—21 hvolpi, og þeir sem eru um- fram töluna 13 hljóta óhjákvæmi- lega að deya, því að þeir komast aldrei á spena. Opossum gýtur 1—2 á ári. Kvendýrið er ýmist hvolpafullt, með pokann fullan af hvolpum, eða þá að hún er bæði með pokann fullan af hvolpum og halarófu af stálpuðum hvolpum á eftir sér, og verður að sjá fyrir þessu öllu. Faðirinn hefur engar skyldur við afkvæmin.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.