Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1953, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1953, Blaðsíða 14
r 388 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS þessu gólfi og niður úr, þar sem við tekur óhreyfð jörð, eru 60 fet, allt sam- an rústir af húsum, þar sem menn hafa lifað og starfað. Sé nú gert ráð fyrir að grunnurinn hafi hækkað um tvö fet í hvert skifti sem nýtt hús var byggt á rústum annars eldra, og hvert hús stað- dð eina öld, þá hafa liðið um 3000 ár frá því að fyrsta húsið var reist og þangað til musterið var reist. Eftir því ætti að vera um 8500 ár síðan byggð var sett þarna fyrst. En mennirnir höfðu átt sér bústaði áður og höfðu færzt fram og aftur um hnöttinn eftir þvi sem náttúruhamfarir sköpuðu þeim lífsskilyrði. Verður allt óljósara um menningu þeirra er lengra dregur. — Sumir jarðfræðingar ætla, að fimm ís- aldir hafi gengið yfir norðurhluta heims og mannkynið hafi lifað þær allar. En þar sem hér er talað um fyrri og síðari steinöld, bronseöld og járnöld, þá eru það í raun og veru ekki nein ákveðin tímabil í jarðsögunni, heldur menningarskeið, sem voru á mismun- andi tímum á mismunandi stöðum á jörðinni, sums staðar fyr, sums staðar * seinna. Og enn í dag eru til þjóðflokk- ar, þar sem steinöid er eigi lokið. — Þegar síðari steinöldin hófst í Bret- landi, hafði bronzeöld staðið um 1000 ár í Mesopotamíu og Egyptalandi. Á Norðurlöndum lauk hinni síðari stein- öld ekki fyr en 1500 árum fyrir Krists- fæðingu. Hin ritaða saga nær ekki nema 5000 ár aftur í tímann. Þegar hinni rituðu sögu sleppir, koma rannsóknir forn- fræðinga og jarðfræðinga til sögunnar. Og í næstu köflum mun svo verða skýrt frá því hvað þeir hafa að segja oss um það hvernig menning hófst hér á jörð. II. ELDURINN AF öllum skepnum jarðarinnar var maðurinn einna verst út búinn til þess að geta bjargað sér. Kanínurnar voru með klær, svo að þær gátu grafið sér holur í jörð til varnar gegn óvinum og kulda. Ljónið var útbúið með klær og tennur til þess að veiða sér björg. Kindurnar höfðu þykt /•eifi, er skýldi þeim við kulda. Til þess að vega upp á móti þessu varð maðurinn að finna upp klæði handa sér, verkfæri og vopn. En sennilegt er talið að fyrsta upp- götvun hans hafi verið sú, er hann tók eldinn í þjónustu sína. Og það var stór- kostlegt framfaraspor. Eldurinn leysti hann úr álögum. Eldurinn veitti mann- inum bæði birtu og yl. Með því að kynda bál, var maðurinn laus við næt- urkuldann og gat tekið sér bústaði í köldum héruðum, þar sem honum var áður ólíft. Við birtu af eldinum gat hann kannað hella og valið sér þar bústaði og haft þar bjart hjá sér. Með báli gat hann fælt óargadýr frá sér. Og með því að steikja kjöt við eld, varð það miklu ljúffengara og auðmeltara heldur en hrátt kjöt. Maðurinn er ekki lengur bundinn við þá staði, þar sem veðrátta var hlýust. Hann hefur gert uppgötvun er kemur honum að nokk- uru leyti í sólar stað. Með því að taka eldinn í þjónustu sína hafði maðurinn náð valdi á einu af mestu öflum náttúrunnar. Og það er ekki nema eðlilegt að slík uppgötv- an hefði geisimikil áhrif á hann. Það hlýtur að hafa valdið honum undrun og heilabrotum, er hann horfði á hvern -ig eldurinn skíðlogaði á þurrum grein- um og að hann hafði vald á þessu nátt- úruundri. Enginn getur nú gizkað á eftir hvaða brautum hugsanir hans hafa farið. En hér voru tímamót í lifi hans. Með því að hafa vald á eldinum og geta flutt hann með sér, var maður- inn allt í einu kominn langt fram úr dýrunum. Hann var kominn á fram- farabraut. Sennilegt er að maðurinn hafi fyrst komizt upp á það að nota eldinn á þann hátt, að hann hafi af rælni haldið við eldum, sem eldingar höfðu kveikt eða kviknað hafði á annan hátt. En til þess þurfti þó athyglisgáfu. Maðurinn varð að taka eftir því af hverju eldurinn nærðist og síðan að ganga algjörlega úr skugga um þetta með tilraunum. — Þar kemur til greina athygli og hag- nýtir.g reynslunnar. Maðurinn varð að skilja að nokkru leyti eðli eldsins, að minnsta kosti varð hann að skilja á hverju eldurinn nærðist, hvað hann vildi „eta“. Alveg er með öllu óvíst hvenær þetta hefur skeð. — Eins er það ókunnugt hvernig maðurinn lærði að kveikja eld. Frumstæðar þjóðir hafa enn ýmsar aðferðir til þess. Sumar slá saman hörðum steinum og iáta neistann sem af þeim hrökkur, kveikja í þurru grasi. Aðrar kveikja eld með því móti að núa saman tveimur þurrum spýtum þangað til hitinn af núningnum verður svo mikill, að í spýtunum kviknar. Og enn eru til ýmsar aðrar ólíkar aðferðir hjá ólíkum þjóðum víða um heim. í Ev- rópu hafa menn upphaflega kveikt eld með því að slá saman steinum og sú aðferð hefur verið kunn þar þegar á seinustu ísöld. Ef til vill benda hinar margvíslegu aðferðir manna til þess að kveikja eld, á það, að sú uppgötvan hafi verið gerð á ýmsum stöðum, fyrir sjálfstæðar athuganir. Hvað sem um það er, þá verður eld- urinn lyftistöng mannkynsins. Maður- inn fann sjálfan sig vaxa er hann gat haft vald á eldinum, og gat tendrað eld hvenær sem honum sýndist. Það var eigi aðeins að eldurinn veitti hon- um mikil þægindi með birtu og hita, heldur vakti hann hjá manninum sköp- unargleði. Athöfnin ein, að geta fram- leitt eld með þvi að slá saman steinum eða núa saman spýtum, var í sjálfu sér eins og að skapa eld úr engu. Hann hafði náð tökum á náttúruafli og með því hafði hann getað fullnægt þeirri sköpunarþrá, er honum var í blóð bor- in. Það er þessi sama sköpunarþrá, sem er undirstaða allrar menningar og framfara. III. ÁHÖLD ÚR STEINI EKKI er nú kunnugt á hverju menn hafa lifað í upphafi eldri steinaldar. En talið er að aðalfæða þeirra hafi verið ávextir, egg, skelfiskur og rætur. Síðan fara þeir að veiða dýr og fisk, og til þess þurfa þeir áhöld. Elzt þeirra áhalda, sem menn vita um og fundizt hafa í Evrópu, eru frá seinustu ísöld. Áhöld þessi eru úr steini og menn hafa haft tvenns konar aðferðir við að búa þau tiL Önnur aðferðin var sú, að kljúfa flísar úr steinum þannig að á þeim yrði egg, og þær flísar voru síðan notaðar. Hin aðferðin var sú að laga steina til í hendi sér, kljúfa utan úr þeim, þangað til þeir voru orðnir að nothæfu verkfæri. Svo virðist að þessar aðferðir hafi verið notaðar sín hjá hvorum flokki manna, er voru mjög ólíkir. Flísaverk- færin hafa aðallega verið notuð af „mannkyni“, sem heima átti fyrir norð- an hina milku fjallgarða, er skifta „gamla heiminum" í tvennt, Alpafjöll, Balkanfjöll, Kákasus, Hindu Kush og Himalaja. Þær mannleifar, er fundizt hafa hjá slíkum verkfærum, benda til þess að þar hafi verið um sérstakt mannkyn að ræða, er eigi sér enga afkomendur á jörðinni nú og hafi því orðið aldauða. En steinverkfæri, er smíðuð hgfa verið, er að finna í Ind- landi, Sýrlandi, Persíu, um alla Afríku,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.