Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1953, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 21.06.1953, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 389 á Spáni, Frakklandi og Englandi. Þeir menn, er slíka smíðisgripi gerðu, haía verið íorfeður „Homo sapiens“. Þessar framfarir hafa ekki gerzt allt í einu, heldur smám saman, og er hér um að ræða hér um bil 200.000 ára tímabil. Frá þessu tímabili eru til 9 eða 10 leifar af beinagrindum manna, en fjöldinn allur af verkfærum. Eru kjallarar safna bæði í Englandi og Frakklandi fullir af þessum steinverk- færum. En það er engin sönnun þess, að mannfjöldi hafi þá verið í heimin- um. Fyrst og fremst er þess að gæta að verkfærin eru margra alda smíðar, og eins ber hins að geta að vísindamenn halda að á eldri steinöld hafi enn verið mjög fámennt á jörðinni, mennirnir varla fleiri heldur cn aparnir. IV. GREFTRUNARSIÐIR ÞEGAR seinasta ísöldin var að skella yfir, fyrir eitthvað 50.000 ára, var uppi í Evrópu „mannkyn", sem nefnt hefur verið Mousterians. Þessir menn bjuggu í hellum og þess vegna hafa geymzt ýmsar leifar frá þeim. Þeir gerðu sér áhöld úr steinflísum og einnig hjuggu þeir til steina og gerðu úr þeim áhöld. Þeir voru af sama þjóðflokki og Neand- erthalsmaðurinn, en það mannkyn er hú aldauða. Þeir gengu lotnir og kjálk- ar þeirra voru þannig að þeir hafa átt bágt með að tala, en hafa þó getað gert sig skiljanlega um flest það, er máli skifti. Þeir lifðu aðallega á veiðum og skirð- ust ekki við að drepa hin stærstu dýr, svo sem mammút og loðna nashyrn- inga, er þá voru uppi. Hafa þeir komizt upp á að veiða þessi stóru dýr í gildrur. Síðan hafa þeir dregið skrokkana heim til hella sinna og brytjað þá þar sund- ur. Á því sést að þeir hafa verið margir saman í hverjum stað, því að marga menn hefur þurft til þess að draga hina stóru skrokka heim. En merkilegast í fari Mousteriana er það að þeir höfðu tekið upp sérstaka greftrunarsiði. Hafa þeir grafið hina dauðu í hellunum, sem þeir bjuggu í og sem næst eldstæðinu. Hafa fundizt í Frakklandi milli 10 og 20 beinagrind- ur í hellum og var auðséð að líkunum hafði verið hagrætt um leið og þau voru lögð til hinztu hvíldar. Stundum hafði steinn verið lagður undir höfuðið og hellur lagðar yfir líkið, svo að mold- in þjappaði ekki að því. í grafirnar hefur verið látinn matur og áhöld. Hvers vegna var þetta gert? Vegna þess að mennirnir eru farnir að hugsa um fleira en munn og maga. ímyndun- araflið er farið að gera vart við sig hjá þessum ófreskjum, sem Mousteri- anar voru. Það er vald dauðans, sem kemur þeim til að hugsa. Og þeir vilja ekki viðurkenna að lífinu sé lokið með hérvistardögum mannsins. Þeir trúðu því að hinn látni mundi lifa og hann þyrfti bæði á mat og verkfærum að halda. Þeir höfðu tekið eftir því, að hitinn var aflgjafi lífsins. Var það þess vegna að þeir grófu hina framliðnu rétt hjá eldstæðinu, svo að þeir gæti notið varmans af eldinum? Það er ekki alveg víst, og menn eiga máske bágt með að skiija það nú, hvers vegna þeir heldu áfram með þetta, þegar enginn árangur sásf af því, og hinir dauðu lifnuðu ekki við aftur. Nútíma vísindamaður gerir máske eina eða tvær tilraunir, en hann hættir ef hann sér að þær bera ekki árangur. En Mousterianar heldu áfram. Það sýnir að á bak við hefur legið trú, sem ekki vill beygja sig fyrir dauðan- um. Þótt hinn dauði lifni ekki við, halda menn í vonina um það að hann sé ekki dáinn og að lífið haldi áfram. Þetta er fyrsti votturinn um frjálsa hugsun og trú á ævarandi líf. '——-- Vídalínssafn í GREIN um Vídalínssafnið, sem birt- ist í Lesbók Morgunblaðsins þ. 7. júní s.l. er þess getið í sambandi við pre- dikunarstólinn frá Hólum, að dr. Matt- hías Þórðarson hafi látið í ljós það álit, að ekki sé með öllu ólíklegt, að stóllinn geti verið útskorinn af Guðbrandi biskupi Þorlákssyni. Þetta álit, sem hér um ræðir, ér gamalt, eða frá því um 1908. — Því miður láðist mér að bera þetta undir dr. Matthías áður en grein- in var prentuð, en eftir að hann hafði lesið greinina, benti hann mér á, að hann hefði byggt þetta sumpart á því, sem fróðir menn þá töldu rétt, og sumpart á því, að jafnan hefur verið talið, að Guðbrandur hafi verið mæta vel skurðhagur. En við nánari athugun síðar hafi hann sannfærzt um að til- gátan gæti ekki staðizt, því að allt útlit stólsins beri vitni um faglærðan tréskurðarmeistara; hins vegar sýni bæði ártalið 1594 og stafirnir G. T. á stólnum, að hann sé gerður fyrir Guð- brand biskup. — Sömuleiðis telur dr. Matthías engan vafa á því, að Markús- ar-myndin á stólnum sé af Guðbrandi. Þykir honum líklegast, að stóllinn sé smíðaður og útskorinn í Hamborg fyrir Guðbrand biskup, og hafi tréskurðar- meistarinn haft fyrir sér teiknaða eða málaða mynd af biskupi, sem Markúsar -myndin sé gerð eftir. F. Á. B. —- Vlerkileg tilviljun ABRAHAM LINCOLN forseti Banda- ríkjanna var myrtur í leikhúsi í Was- hington. Morðinginn var leikari, sem J. W. Booth hét. Hann var síðan tek- inn af lífi. Eldri bróðir Booths hét Edwin Booth. Hann var frægasti leikari Bandaríkj- anna á sinni tíð, ferðaðist um allan heim og lék, en stofnaði sitt eigið leikhús í New York 1869 og sýndi þar leikrit eftir Shakespeare. Honum varð svo mikið um óhapp og aftöku bróður síns, að hann var aldrei sam- ur maður á eftir. Hann andaðist sum- arið 1893 og var jarðsettur hinn 9. júní. En þann sama dag hrundi til grunna leikhúsið, þar sem Lincoln var myrtur 28 árum áður. Hafði verið grafið undir veggina á því til þess að koma fyrir rafmagnsútbúnaði, veggurinn líklega sígið lítilsháttar og hrundi þá efsta loftið í húsinu og hin loftin síðan hvert af öðru undan þung- anum, en 30—40 manns biðu þar bana, en margir meiðsl og örkuml. Löngu var hætt að leika í þessu húsi þegar þetta var. ----- Maður lenti í bifreiðaslysi og var farið með hann til læknis. Tveimur mánuðum seinna rakst læknirinn á hann úti á götu. — Hvað, gengurðu enn við hækj- ur, sagði læknirinn undrandi. Það ér vika síðan ég sagði þér að þú mætt- ir fleygja þeim. — Já, ég man það, en lögfræðingur minn heimtar að ég noti þær.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.