Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1953, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1953, Blaðsíða 2
392 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS dauðann Menn flýta sér út í GREIN þessi er eftir brezkan þingmann, dr. Reginald Bennett og birt- ist í blaðinu „Scope“, sem kemur út í London. Höf. spyr fyrst: „Hvers vegna flýta menn sér út í dauðann?" Það er vegna þess að hinn aukni hraði í lífinu dregur rhenn með sér, og styttir um leið aldur þeirra. KAUPSÝSLUMENN eru allt o£ skammlífir. — Meðalaldur manna hefur hækkað stórkostlega og fer hækkandi, en ef kaupsýslumenn eru teknir út af fyrir sig, þá hefur meðalaldur þeirra staðið í stað um tvær aldir. Það er sorglegt að sjá hve margir þeirra fara snögglega á bezta aldri. Hvernig stendur á því að kaup- sýsla er orðin hættuleg atvinnu- grein? Hvar fatast kaupsýslumönn- um í að hfa heilbrigðu lífi og starfa á skynsaman hátt? Meginorsakirn- ar eru tvær: Áhyggjur og hraði. Áhyggjur hafa menn alltaf haft, en hraðinn er nútíma fyrirbrigði. Það virðist dálítið öfugt, en satt er það samt, að bættar og hraðari samgöngur hafa ekki veitt kaup- sýslumönnum fleiri frístundir en áður. Þeir hafa sjálfir fylgzt með hraðanum og eru nú á því spani, sem mannlegur máttur er naumast fær um. Áður en síminn kom og fiug- samgöngur, voru menn neyddir til að fara sér hægar. Þá lá ekki neitt á því að svara bréfum, og menn gátu hugsað sig vel um. Og þegar ferðazt var með skipum eða járn- brautum, gafst nægur tími til um- hugsunar og hvíldar. Það kemur oft fyrir að maður verður að hafa hraðan á, en ég held að óhætt sé að fullyrða, að menn hraði sér oftar en þörf gerist. Hraðinn er orðinn meiri en hagn- aðinum samsvarar. Hann er orðinn að böli, þar sem ákafinn rekur taugakerfi mannsins áfram langt fram úr hófi. Verst eru þeir farnir, sem eiga sinn eigin bíl. Þeir kjósa venjulega að eiga heima utan við borgirnar og aka á milli í loftinu- í hvert sinn, sem þeir tefjast vegna annarra bíla eða fótgangandi manna, verða þeir óðir og uppvægir og koma svo æst- ir í skapi til vinnu sinnar, í raun og veru óhæfir til vinnu. Og svo er síminn, þetta áhald sem gerir mönnum sífelt gramt í geði. Hann lætur menn engan frið hafa, hvorki fyrir smámunum né öðru. Hann truflar oft áríðandi samtal með alls konar smásmug- legheitum, og afleiðingin verður leiðindi og gremja. Þetta reynir í hvert skifti á taugarnar — er í rauninni einn nagli í þá líkkistu, sem menn eru að smíða sér. Venjulega kemur afleiðingin í ljós hjá hinum viðkvæmustu taug- um — ef hún kemur þá í ljós — taugum sem liggja að hjarta, nýr- um og heila. Menn taka ekkf eftir þessu sjálfir, finna ekki hvað ill áhrif þessi sífelldu símasamtöl hafa á þá. Fæstir kaupsýslumenn kunna að láta aðra létta af sér. Þeir ímynda sér að vera sjálfir ómissandi, og hafa alltaf á hraðbergi þetta við- kvæði kaupsýslumanna: „Ef þú vilt að eitthvað sé vel gert, þá gerðu það sjálfur“, eins og þetta væri einhver véfrétt, í staðinn fyrir að það sýnir aðeins að þeir kunna ekki að nota hæfileika annarra. Út af þessu eru þeir að vasast í öllu, í stað þess að hlífa sér og láta aðra létta af sér, og vera sjálfir stjórn- endur, alveg eins og stjórnandi hljómsveitar. Sá sem misnotar starfstíma sinn, misnotar líka frítíma sinn. Hann vinnur fram eftir öllu kvöldi og fer svo með fulla tösku af verk- efnum heim með sér. Og svo er hann geðvondur þegar hann kemur heim, uppstökkur af því að hann þykist þurfa meira að hugsa um það, sem hann er að gera, heldur en um heimilislífið. Og svo fer það illa. Þegar slíkir menn ætla að létta sér upp, verður það venjulega til þess að bæta gráu ofan á svart. — Dags daglega ganga þeir varla nema nokkur skref. En svo þegar þeir taka sér frí — sem allra stytzt — þá halda þeir að áríð- andi sé að reyna sem mest á sig, en það getur verið stórhættulegt. Það hæfir t. d. ekki öllum að leika golf, því að það getur orðið meira taugaæsandi heldur en kaupsýslan- Ekki er slíkum mönnum heldur ráðlegt að fara á laxveiðar. Það hentar ekki til að stilla órótt skap og úttaugaðan líkama að bíða lengi eftir því að laxinn bíti á. Kaupsýslumönnum hættir og mjög til þess að hafa óreglulegt mataræði. Stundum borða þeir sama og ekki neitt, en stundum eta þeir allt of mikið. Þeir láta störf sín og samtöl við menn ganga út yfir matmálstímann. Afleiðingin af þessu verður slæm melting. En svo þegar þeir halda veizlur, eða sitja veizlur, þá keppast þeir við að eta og drekka, miklu meira en nokkur maður getur melt. — Flestir drekka þeir allt of mikið. Vel má vera að þeim geðjist ekki að því sjálfum hvað þeir drekka mikið, en það er orðin tízka að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.