Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1953, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1953, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 393 BERKLALVFIÐ N\\ 4 hafa áfengi um hönd í öllum veizl- um og þegar viðskifti fara fram. Menn segja að það liðki málbeinið og opni budduna. Þess vegna er það alltaf fyrsta viðkvæðið, þegar menn ætla að fara að tala um við- skifti: „Hvað má ég bjóða yður?“ Öll þessi misbeiting á kröftum líkama og sálar hefnir sín og kem- ur fram í alls konar sjúkdómum, háum blóðþrýstingi og taugaáföll- um. Það er merkilegt hvernig skoðun lækna á þessu hefur breytzt að undanförnu. Taugaáföll voru áður talin stafa af of mikilli áreynslu. Nú er þreytan ekki talin orsök þess, heldur sjúkdómseinkenni. — Maður fær ekki taugaáfall vegna þess að hann sé yfirkominn af þreytu, heldur er hann yfirkominn af þreytu vegna þess að hann er að því kominn að fá taugaáfall. Og þá er kominn tími til þess að leita læknis. 1 Kaupsýslumaður verður að ætla sér hóf í áreynslu líkama og sálar, eins og hann verður að ætla sér hóf í viðskiftum sínum. Hann verð- ur að komast upp á það að láta hraðann í öllu létta undir með sér í stað þess að láta hraðann bitna á sér. Hann verður að muna ef tir því að höfuðatriði allrar stjórnsemi er ekki að vinna verkin, heldur að sjá um að þau sé unnin — dreifa erf- iðinu. Þeir verða að hlífa sér við ónæði- Þeir eiga að leggja niður þann óvana að hafa mörg símatól í skrif- stofum sínum. Og þegar þeir eru á viðræðufundum, má síminn alls ekki trufla þá. í öðru lagi verða þeir að gæta hófs og reglu í mataræði. Þeir verða að ætla sér nægan tíma til* máltíða og helzt að hafa lokið öll- um viðræðum fyrir morgunmat. Þeir vérða að gæta hófs í reyking- um og drykkju, og verða að hafa svo mikið viljaþrek að þeir geti í F Y R R A voru Nóbelsverðlaunin í læknisfræði veitt dr. Waksman, sem er jarðvegsfræðingur við jarðfræðideild Rutgers háskólans í New Brunswick. Verðlaunin voru veitt fyrir það, að hann hafði fundið meðalið „strepto- mycin“ — eina meðalið, sem komið hefur að gagni í baráttunni gegn berklaveikinni, eins og stendur í skjali því, er verðlaununum fylgdi. Það er dálítið einkennilegt, að jarð- vegsfræðingur skuli fá Nóbelsverðlaun í læknisfræði. En það er ekki jafn stórt bil milli þessara visindagreina eins og virðist í fljótu bragði. Jarðvegsfræð- ingur verður að vera iíffræðingur, því að hann verður að þekkja þann gerla- gróður, sem í moldinni leynist og er undirstaða alls æðri gróðurs. Jarðvegs- fræðingar gæti því einnig kallast gerla- fræðingar. Nú er það eitt af verkum gerlafræð- inga að hreinrækta einhverja tegund gerla. En í jarðveginum er ekki um neina hreinræktun að ræða. Þar ægir saman öllum tegundum gerla. Þess vegna lagði dr. Waksman þessar spurn- ingar fyrir sjálfan sig: Hvernig er sam- búð hinna óteljandi gerla í jarðvegin- um? Giftíir um þá sú kenning Darwins, að þar sé sífelld barótta fyrir lífinu og neitað áfengi áður en þeir borða og á milli máltíða. Menn missa hvorki virðingu annarra né nein viðskifti þótt þeir skorist undan því að eyðileggja sjálfa sig á „cocktail“. Þegar menn ferðast eiga þeir að meta meira að vel fari um sig, heldur en að ferðalagið taki sem stytztan tíma. Á helgidögum og vikulokum ættu menn að fást við eitthvað sem er alveg óskylt starfi þeirra. Það er t. d. gott að sigla á báti, eða mála bátinn sinn, hvort tveggja er hressandi tilbreyting. Og bezt er að hafa eitthvert hjáverk, sem maður er gefinn fyrir. Hjáverkin koma í veg fyrir að menn verði að þeir hæfustu beri sigur af hólmi? Hvaða óhrif hafa gerlarnir hver á ann- an? Meðal jarðvegsgerla eru hinir svo- kölluðu „actinomycetes" og eru mjög algengir. Vissu menn ógjörla hvort hér væri um hreinar lífverur að ræða, eða eitthvert millistig gerla og lægstu ill- gresistegunda. Dr. Waksman tók sér því fyrir hendur að rannsaka þetta. Og hann komst fljótt að þeirri niðurstöðu, að þessir gerlar voru hinir mestu skað- ræðisgripir fyrir annan geriagróður í moldinni. Honum kom því til hugar að þeir gæti verið skaðlegir fyrir aðrar tegundir gerla, til dæmis þá, er sjúk- dómum valda. Hann náði sér nú í 10.000 gerla af þessu tagi til að reyna þá, og árangur- inn varð sá, að um 10% af þeim reynd- ust hafa hæfileika til þess að útrýma sjúkdómsgerlum. Nú tók hann þéssi 10% og reyndi að hreinrækta þá, en það voru aðeins 10% af þeim, sem þoldu þá meðferð. Út af þessum gerla- gróðri fekk hann svo efni í tíu teg- undir meðala. Voru þau fyrst reynd á dýrum, og eitt þeirra var „strepto- mycin“, sem reynzt hefur svo vel gegn berklum. þrælar hins daglega starfs. Hjá- verkin létta oft af mönnum áhyggj- um viðskiftalífsins. Hafi maðui hlotið einhvern skell, eða gert eitt- hvert axarskaft, þá er bezta lækn- ingin við því að fara heim og taka til við hjáverk sín, hvort sem það er nú að mála, að safna einhverju, að smíða eða þess háttar. Það eru vandræðamenn sem ástunda að leggja sem allra harð- ast að sér og þykjast aldrei hafa nógu mörg augu, nógu mörg eyru né nógu margar hendur. Þetta er heimska, hvernig sem á er litið. Það verður aldrei of vel brýnt fyrir mönnum að það eru sjálfskaparvíti að úttauga sig.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.