Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1953, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1953, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 395 ing hins raunverulega. Þau verða aðeins skynjuð með innsæi. Af þessum orsökum geta hugmynd- ir heimspekinganna aldrei gefið mönnum raunhaefan skilning á Nir- vana, því þar verður að sögn hver og einn að sjá með sinum eigin augum • Hér skal tilfærður kafli, þar sem Budda ræðir við nemanda sinn um villu þeirra manna, sem halda að þeir geti .skilið Nirvana með rökfræði- legum heilabrotum og skynsemi án innri sjónar. Þá sagði Mahamati við Budda: — Seg þú okkur, hvað Nirvana er". Budda svaraði: — Orðið Nirvana er notað í mörgum mismunandi merk- ingum af ólíkum mönnum. En þessum mönnum má skipta í fjóra flokka: Menn sem þjást eða óttast þjáninguna og leita Nirvana. Heimspekinga, sem reyna að skilgreina Nirvana. Vissa tegund lærisveina sem hugsa um Nirvana í sambandi yið sína eigin per- sónu. Og loks er til Nirvana hinna upplýstu. Þeir sem þjást eða óttast þjáning- una, hugsa um Nirvana sem undan-. komu o'g endurgjald. Þeir ímynda sér að Nirvana sé dauði skynfæranna og þeirrar hugarstarfsemi, sem þau fóstra. Þeir vita ekki að heimsand- inn og Nirvana er eitt, og að þessi veröld lífs og dauða og Nirvana er óaðskiljanlegt. Þessar fáfróðu sálir tala um mismunandi leiðir til frels- unar í stað þess að hugleiða hið ótak- markanlega eðli Nirvana. Þeir þekkja ekki eða skilja ekki kenningu Budd- anna og halda sér fast við þá skoðun að Nirvana sé utan hugarstarfseminn- ar, og halda þannig áfram að hring- snúast með hjóli lífs og dauða. Hinar margvíslegu hugmyndir heini- spekinganna um Nirvana eiga sér í raun og sannleika enga stoð í veru- leikanum .— Sumir heimspekingar halda að Nirvana verði fundið þegar hugarstarfseminni lýkur, vegna þess að þau öfl sem byggja upp einstakl- ingseðlið og veröld þess eru numin burtu. — Eða að Nirvana verði fundið ef menn afneiti veröldinni og fullvalt- leik hennar. Sumir. halda að Nirvana sé ástand án allrar vitundar um for- tíð og nútíð, líkt og þegar lampi þorn- ar eða þegar sæói er brénnt eða þeg- ar loginn slokknar vegna þé$s að eids- neytið þrýtur. Þetta er skýrt af heim- spekingunum sem hinn siðasti dauði hugsunarinnar. — En þetta er ekki Nirvana því Nirvana er ekki dauði eða tóm. Og heimspekingarnir halda áfram að tala um frelsun, líkt og hún vaeri aðeins neikvæð. Þeir tala um vinda sem hœtta að blása, um menn, sem með sjálfstamningu hætta að greina milli þekkjandans og hins þekkta eða losa sig við hugmyndina um veruleika og hverfulleika, eða kasta fyrir borð hugmyndum sinum um gott og illt, eða sigra girndir sínar með þekkingu. í þeirra augum er Nirvana frelsun. — Sumir, sem sjá þjáninguna í heimi formsins, óttast hugmyndina um form og leita hamingju í heimi formleys- unnar. — Sumir segja að með því að kanna eðli einstaklinga og lífsins í heild sinni megi glögglega sjá að engin eyðing sé til og að allt í tilverunni sé eilíft. Þessa eilífð kalla þeir Nirvana. Aðrir sjá eilífðina í samruna einstakl- ingssálarinnar við heimssálina. Enn aðrir skoða alla hluti sem kraftbirt- ingu þess guðdóms sem allt snýr til að lokum. Sumir halda að til séu tvö' upprunaleg fyrirbrigði, frumefnið og frumandinn — og til þessara tengsla er sköpun allra hluta rakin. Sumir halda að heimurinn skapist af lögmáli orsaka og afleiðinga og enginn skap- ari sé nauðsynlegur. Aðrir halda ,að guð skapi alla hluti að vild sinrti. — Með því að binda sig við allar þess-, ar heimskulegu hugmyndir losna þeir aldrei af svefnmóki sínu, og þeir halda svo að þetta svefnmók sé Nirvana. Aðrir halda að Nirvana sé sá heim- ur þar sem sjálf þeirra ræður ríkjum óhindrað af öðrum sjálfum, líkt og marglitt stél páfuglsins, eða þúsund- flata kristall, eða broddur þyrnis. Sumir halda að veran sé Nirvana. — Aðrir halda að ekki-veran sé Nirvana. Aðrir segja að ekki sé rétt að greina milli Nirvana og tiiverunnar. Sumir halda að Nirvana birtist þegar allir hafa tileinkað sér hin tuttugu og fimm sannindi, eða þegar kóngurinn tekur að ástunda hinar sex dyggðir. Og til eru trúmenn sem hyggja að Nirvana sé að komast til paradísar. Öllum þessum hugmyndum er hafn- að, því þær eru tilraun til að tak- marka hið ótakmarkanlega. Spurning- unni er ósvarað og hlið hins dýpsta leyndardóms lokuð. Indiand, marz 1953. Gunnar Dal. (Jóarnahial Fjölskyldan sat að miðdegis- verði og þar var kominn gestur, kaupsýslumaður, sem húsbónd- inn ætlaði að gera samning við. Þegar sezt var að borðum segir Lóló litla: — Er þetta ekki bauti? — Jú, sagði mamma, en hvað um það? — Hann pabbí sagði í morgun að hann ætlaði að koma með gol- þorsk til miðdegisverðar. r ir ÞAÐ VAR sólskins sumardagur og ég sá að litla telpan mín horfði stóðugt upp í loftið. — Að hverju ertu að gá? spurði ég. — Ég er að horfa á himininn, sagði hún. Hann hlýtur að vera dásamlega fagur, fyrst hann er svona fagur á ranghverfunni. ------o------ Bangsi hafái verið í sveit eitt sumar og. var afar hreykinn af því, sem hann hefði lært þar, — Lærðirðu ekki að synda? spurði afi. — Jú-hú. — Og ert nú máske syndur eins og selur? — Miklu betur. — Hvernig má það vera? — Ég get synt á bakinu. Lítill og óþrifalegur drengur hafði skotist upp í strætisvagn og stóð við hliðiina á skraut- klæddri hefðarfrú. Drengurinn var kvefaður og horinn lafði niður úr nefinu á honum. Kon- una hryllti við og hún sagði: — Hefirðu ekki vasaklút, drengur minn? — Jú, en ég lána hann ekki ókunnugum. — Pabbi, fara ljónin til himnaríkis? — Nei, auðvitað fara þau ekki þangað. — En fer frænka þangað? — Já. — En ef ljónið etur frænku...?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.