Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1953, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1953, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 405 Eirtafla Drakes, er hann skildi eftir 1579, en fannst ekki fyr en 1936. Dag- setningin er vel læsileg á myndinni. aði hann með sér að bezt væri að hirða þetta, því að vel gæti verið að hann hefði gagn af því seinna. Segir svo ekki meira af ferðum hans að því sinni, en eitthvað háif- um mánuði seinna kom gat á bíl- inn hans og þá mundi hann eftir járnplötunni, sem hann hafði fundið og að hún mundi vera til- valin að gera við skemmdirnar. Sótti hann nú plötuna og fór að hreinsa hana, því að mikill leir hafði við hana loðað. Komst hann þá fljótt að raun um að þetta var eirplata og er hann hreinsaði hana betur, sá hann að einhverjir stafir eða krot var á henni. Brá honum mjög í brún er hann gat lesið að þarna stóð yfirlýsing frá Sir Francis Drake þess efnis, að hinn 17. júní 1579 hefði hann numið allt þetta land til handa hennar hátignar, Elisabetar I. Englands- drottningar og eftirkomenda henn- ar á valdastóli Englands. Hann kom nú-gripnum í hend- ur sérfróðra manna og þeir sann- færðust um að þarna væri komin eirtaflan, sem getið var um í sögu Drakes. Og nú er þessi merki forn- gripur geymdur í háskólasafni Kaliforníu. ÞAÐ ER VISSAST AÐ FARA VARLEGA ÞAÐ var á einum fundi vopnahlés- nefndanna í Panmunion, að bandarísk- um liðsforingja varð það á, er hann teygði úr fótunum undir samninga- borðinu að koma við kommúnista stúlku frá Norður Kóreu, sem var túlkur á fundinum. Hann hneigði sig og mælti kurteislega: „Ó, ég bið yður að afsaka“. Stúlkan leit ekki á hann og svaraði engu, en sneri sér að kínverskum majór og hvíslaði einhverju að honum. Majórinn hvíslaði aftur að kínverskum general. Þá stóð generalinn á fætur og gekk út í símaherbergi kommún- ista. Hálfri þriðju klukkustund síðar kom hann aftur, hvíslaði einhverju að majórnum, en hann hvíslaði aftur að stúlkunni, og nú sneri hún sér að bandaríska liðsforingjanum og sagði: „Ekkert að afsaka“. Rauðar misgerðir MIKHAIL K. KORTNEV, ökumaður hjá „Oktober Victory" saumavélaverk- smiðjunni í Moskvu, hafði alltaf dreymt um að aka brunabíl. Eftirmið- dag einn í júlí 1952, ók hann af tilvilj- un fram hjá slökkvibílaverksmiðjunni í Moskvu og sá skínandi fagran, nýj- an brunavagn standa þar fyrir utan, eftirlitslausan. Kortnev ók í flýti til vinnustaðar síns, lét afskrá sig, og hraðaði sé síð- an gangandi aftur til bílasmiðjunnar. Hann yfirleit hið nýja, fallega verkfæri og klifraði upp í ökusætið. Sér til undr- unar og ánægju sá hann að eldsneyti var á bílnum. Hann setti vélina í gang og ók af stað. 'Vagninn gekk vel og greiðlega og brátt var Kortnev kominn til Babush- kin, útborgar Moskvu, þar sem hann bjó. Er heim kom, lagði hann vagn- inum á lóðina bak við hús sitt. Heima hjá sér hélt hann bílnum í sex mán- uði. Enginn nágrannanna ónáðaði hann með spurningum. Engan lög- reglumann grunaði hið minnsta. — Ekki einu sinni forstjórar verksmiðj- unnar veittu því athygli að nýjan bíl vantaði. Að^ lokum, orðinn leiður á þessu fallega leikfangi sínu, ákvað Kortnev að selja það. Hjá kunningja sínum frétti hann um sendinefnd frá Signalí samyrkjubúi í Udmurt, sem er sjálf- stjórnarlýðveldi 600 mílur frá Moskvu, sem væri komin til höfuð- borgarinnar til að*festa kaup á vagni fyrir búið. Kortnev náði sambandi við nefndina. „Þetta virðist vera ágætur vagn, fé- lagi'*, sagði fyrirliði nefndarinnar, „en til hvers eru bjöllurnar og lúðrarnir“. „Nýjar reglur, félagi“, svaraði Kort- nev, „bjöllurnar kalla verkafólk þitt heim af ökrunum, en lúðrarnir eru varúðarráðstafanir vegna loftárásar í framtíðinni“. Formaðurinn virtist á báðum átt- um. „Við erum mjög venjulegt og meinlaust fólk, en — — —“ byrj- aði hann. „Ég fullvissa þig um að bíllinn er frjáls og öllum óháður“, sagði Kortnev, „og verðið er aðeins 22,640 rúblur, og það tilboð steodur aðeins í dag“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.