Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.1953, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.1953, Blaðsíða 2
416 LESBÓK MORCUNBLAÐSINS var stígur, sem myndast hafði sunnan undir grjótgarðinum, sem upphaflega var til varnar Austur- velli að norðan. Seinna fekk þessi stígur nafnið „Lange Fortoug“ og heitir nú Austurstræti. En Rebslag- erbanen var á malarkambinum þar fyrir norðan og dró nafn sitt af því, að þar hö*ðu verksmiðjurnar kaðlaspuna. Seinna fekk gatan eftir malarkambinum nafnið Strand- gade, og heitir nú Hafnarstræti. Vestast hjá Rebslagerbanen var Falkahúsið, flutt hingað utan úr Örfirisey og ætlað til þess að geyma í falka konungs, þang- að til þeir kæmist í skip. Stóð það þar sem nú er hús O. Johnson & Kaaber og til minningar um það eru falkamyndir á stöfnum þessa húss. Suður af Falkahúsinu, milli Rebslagerbanen og Tværgaden og vestur að Hovedgaden (Aðal- stræti) hafði H. Chr. Fisher frá Bergen fengið útmælda lóð. En lóð Páls kom þar næst fyrir austan, og á henni standa nú þessi hús: Veltusund 1, Austurstræti 3, Hafn- arstræti 4 og Búnaðarbanki ís- lands. Er sú lóð nú áreiðanlega meira en miljónarvirði, en hana fekk Páll fyrir ekkert. Hann stækk- aði lóðina sjálfur, eins og allir þeir kaupmenn, er settust að við Hafnarstræti upphaflega, því að þeir lögðu undir sig fjörukambinn fyrir framan, og voru þar gerðir fiskreitir. Er lóð Páls nokkrum ár- um seinna talin 40 alnir á breidd, í stað 27 upphaflega. Árið 1790 leyfir Levetzov stift- amtmaður Páli að byggja hús, hvar sem hann vilji á þessari lóð, og það sumar reisir Páll hús, þar sem nú er Veltusund 1. Var íbúð í öðrtim enda þess, en verslunarhola í hin- um endanum og þar tók Páll að versla í félagi við Einar nokkurn Þórólfsson, ættaðan úr Engey. Þeir slitu félag sitt von bráðar. Fjórum árum seinna var danska stjórnin alveg í vandræðum með bústað handa Finne landfógeta. Varð það þá úr að hún keypti Brekkmannshús. Mun skrifstofa landfógeta hafa átt að vera þar sem búðin var áður, en það hús- rúm var ekki nema 2 alnir á annan veginn og 4Vi á hinn. Ibúðin revnd- ist líka svo gölluð, að Finne flýði þaðan um miðjan vetur. Um leið og kaupin fóru fram, mun lóðinni hafa verið skift í tvennt. • Páll reisti nú annað lítið hús á eystri lóðinni, og þar fyrir sunnan mun hann hafa byggt torfbæ, sem kallaður var Grænibær. Á þessari lóð stendur nú Búnaðarbanki ís- lands. Þegar Finne var flúinn úr Brekkmannshúsi, hafði stjórnin auðvitað ekkert við það að gera og seldi það ásamt lóð verslunarfélagi nokkru í Randers. Reisti það sölu- búð rétt austan við íbúðarhúsið 1798 og hóf verslun þar. Og þarna hefir síðan verið verslað óslitið fram á þennan dag, eða um 155 ára skeið. Voru húsin þarna í daglegu tali nefnd „randersku húsin“ og gengu mjög lengi undir því nafni. Verslunarstjóri hjá félaginu var maður, sem John Erland Böye hét. Hann settist að í íbúðarhúsinu, sem Finne flýði úr, og helt þar stór- veizlur. Var hann drykkjumaður mikill og segir Klemens Jónsson að hinn illi orðrómur, sem fór af bæarlífinu í Reykjavík um alda- mótin 1800, muni að miklu leyti hafa átt rót sína að rekja til fram- ferðis þessa manns, Brynning mágs hans, verslunarstjóra hjá Flensborgarverslun, og Faber, sem var verslunarstjóri hjá Suncken- berg. Voru þeir allir svallsamir og lifðu um efni fram. Er það af Böve að segja að hann komst í stórskuld- ir við verslunarfélagið, og mun það hafa orðið til þess að verslunin flosnaði upp árið 1805. Voru þá vörur, hús og lóð selt á uppboði og keypti Adser Knudsen kaup- maður húsin og lóðina. Þarna verslaði hann síðan en verslunin gekk heldur illa vegna þess að þá var ófriður sem mestur með Dön- um og Englendingum. Adser fór alfarinn af landi burt 1807 og árið eftir lagðist verslun hans niður. Þá fluttist bróðir hans, L. M. Knudsen í íbúðarhúsið og bjó þar síðan til æviloka 1828. —★— Rétt eftir nýár 1809 kom enskt kaupfar í Hafnarfjörð og voru á því þeir Jörundur hundadagakóng- ur og Savignac, sem var umboðs- maður Pelps, er farminn átti. Savignac fekk þá leigða búð Adser Knudsens og byrjaði þar „ensku verslunina". Gerði hann A. Mitc- hell að verslunarstjóra og settist hann að í Grænabæ, en þeir Savignac og Jörundur heldu til í Brúnsbæ hjá Malmquist beyki. Það gekk ekki alveg mótþróalaust að Englendingar fengi að versla hér, en skip þeirra Savignacs var vopn- að og þeir kúguðu yfirvöldin. Um sumarið kom Trampe greifi heim á skipinu „Orion“, er hann hafði keypt af Adser Knudsen. Hafði hann einnig keypt verslun- arhús hans hér. Ætlaði hann nú að láta til skarar skríða gegn Englend- ingum, en þá kom hingað enskt herskip og neyddi Nott skipherra Trampe greifa til þess að gera samning við sig um það, að brezk- ir þegnar hefði fullt verslunar- frelsi á íslandi. Það má nærri geta að Trampe hefir ekki verið hýr á svip er hann kom heim og sá að Englendingar voru farnir að versla í húsi hans. En eftir komu Notts, sá hann sér ekki annað fært en leyfa þeim að versla þar áfram.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.