Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.1953, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 12.07.1953, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 421 Sanddæluskipið að verki úti í Faxaflóa Má sjá hvernig sjór fossar út af borð stokkunum en skeljasandurinn fer niður í lest skipsins. boði Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar. — „Blómadrottningin“ ís- lenzka, Heba Jónsdóttir, sem hlaut titil sinn á Garðyrkjusýningunni sl. haust, fór í ferðalag til hinna Norður- landanna í boði Garðyrkjufélags ís- lands. — Þýzk lystisnekkja, „Senta“ frá Bremen, kom hingað í skemmti- ferð (30). FÉLAGSMÁL Aðalfundur Eimskipafélagsins. Hagn- aður á sl. ári nam 1,6 miljónum króna, en afskriftir eigna námu tæpl. 11 milj. kr. Samþykkt var að greiða hluthöfum 4% arð. (7). — Aðalfundur Sjóvátrygg- ingarfélagsins. Félagið hafði greitt 9,6 miljónir króna vegna sjótjóns á liðnu ári og 455 þús. kr. „bónus“ til bifreiða- eigenda. Tekjuafgagnur 220.000 kr. S.l. 5 ár hefir félagið greitt 52 miljónir til bóta á tjóni (10). — Aðalfundur Ai- mennra trygginga. Iðgjöld árið sem leið voru rúmlega 12 milj. króna, eða einni miljón hærri en árið áður. S.l. 10 ár hefir félagið greitt 35 miljónir í bætur. ÁFENGISMÁL Jafnhliða kosningum til Aiþingis fór fram á Akureyri atkvæðagreiðsla um héraðsbann og voru alls greidd 3369 atkvæði. Með banni greiddu 1730 atkv., 1274 á móti, en auðir seðlar 332 og ógildir 33. Hefir þá með almennri atkvæðagreiðslu verið samþykkt að loka útsölustöðum Áfengisverslunar- innar á þremur stöðum, Vestmanna- eyum, ísafirði og Akureyri. — Tekið var fyrir að áfengi sé flutt út af Kefla- víkurflugvelli (14). AFMÆLI Eiðaskóli átti 70 ára afmæli. Fram til 1918 var hann bændaskóli og höfðu 5 skólastjórar starfað þar þann tíma. Þá var hann gerður að gagnfræða- skóla og síðan hafa verið þar 3 skóla- stjórar. 40 nemendur voru í skólanum í vetur. (3). Ræktunarfélag Norðurlands átti 50 ára afmæli og var þess minnst í sam- bandi við aðalfund félagsins (23). DÓMAR Maður og kona í Reykjavík, sitt á hvorum stað, voru dæmd í 45 daga skilorðsbundið fangelsi hvort, fyrir að gera sér lauslæti annara að tekjulind (13). Fimm menn í Reykjavík voru dæmd- ir fyrir fjárhættuspil. Lægsta sekt var 10.000 kr. en hæsta sekt 18.000 kr. Þrír fengu þar að auki fangelsisdóm, einn 3 mánaða, tveir 60 daga hvor (14), Dómur var upp kveðinn í aukadóm- þingi Rangárvallasýslu um veiðirétt- inn í Veiðivötnum. Mál þetta hefir staðið í 5 ár. Ná var Landmannahreppi dæmdur veiðirétturinn óskorað (16). FRÆÐSLUMÁL Menntamálaráðherra skipaði 7 manna nefnd til að endurskoða fræðlu- lögin og gera tillögur um námsefni og námstíma í barnaskólum, gagnfræða- skólum og menntaskólum (2). — Sami ráðherra bauð 5 erlendum stúdentum styrk til háskólanáms hér næsta vet- ur (4). FRAMKVÆMDIR Gróðursetning trjáplantna í Heið- mörk gekk vel. Hinn 9. höfðu þegar verið gróðursettar þar 60 þús. plöntur. Sanddæluskip, sem á að dæla skelja- sandi upp úr Faxaflóa handa sements- verksmiðjunni á Akranesi, kom til landsins og hóf starf sitt. Hefir það gengið að óskum. Iðnbanki íslands tók til starfa. Hluta- fé er 6.5 milj. króna. Bankinn hefir aðsetur í húsi Nýja Bíó, Lækjargötu 2. (25). Lokið var smíði vitans á Hrollaugs- eyum eftir 5 vikna starf. En ljósatækin vantar enn (28). „Dísarfell", hið nýa flutningaskip SÍS kom til landsins. Það er skrásett í Þorlákshöfn og var því fagnað þar af miklum mannfjölda (23). MENN OG MÁLEFNI John Watkins, sendiherra Kanada á íslandi, afhenti forsetanum trúnaðar- bréf sitt. Hann er búsettur í Osló (13). Páll ísólfsson dr. var kosinn for- maður Bandalags íslenzkra listamanna. Þjóðleikhúsið sýndi „Topaz" á ýms- um stöðum út um land. Atvinnuleysisskráning fór fram í Siglufirði og létu 82, með 116 manns á framfæri, skrá sig (3). Vöruskiftajöfnuður varð óhagstæður um 150 milj. kr. fyrstu 5 mánuði árs- ins og er það heldur minna en í fyrra (11). Útsvarsskrá Reykjavíkur kom út. Gjaldendur eru rúmlega 20.000, eða um 2000 færri en í fyrra, þrátt fyrir fólksfjölgun í borginni. Stafar þetta af því að nú hefir fjölda lágtekjumanna verið hlíft við útsvarsálagningu (27).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.