Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1953, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1953, Side 1
29. tbl. XXVIII. árg. Norrænir blaðamenn RÁÐSTEFNU norræna blaða- mannasambandsins er nýlega lok- ið. Hún var háð hér í Reykjavík að þessu sinni og má það teljast merkisatburður í sögu þjóðarinnar, þótt ekki bæri mikið á henni. • — Margir tala um nauðsyn á land- kynningu og óska helzt að hún fari fram með þeim hætti, að hingað sé beint straum erlendra ferðamanna. Fyrir þeim mönnum, sem þanmg hugsa og tala, vakir þó fyrst og fremst það að hafa fjárhagslegan hagnað af komu ferðamannanna. En mér liggur við að segja: Guð forði oss frá slíkri „kynningu", því að af henni mundi íslenzkri þjóð- menning stafa meiri hætta heldur en setu erlends herliðs í landinu. Hér mundi fara á svipaðan veg og í öðrum löndum, þar sem mikill ferðamannastraumur er, að fjöldi manna yfirgefur heiðarlega at- vinnu og hugsar um það eitt að reyna að hafa framfæri sitt af mol- um þeim, er hrjóta úr vösum er- lendra ferðamanna. Og varla trúi ég því, að þeir íslendingar, er séð hafa erlendis þann lýð, sem al'.s staðar er á hælum ferðamanna, muni óska þess, að íslendingar verði að slíkum umskiftingum. Sú eina landkynning, sem oss má að gagni koma er, ao hingað komi sem flestir menntamenn og vís- indamenn, og þó allra helzt .blaða- menn. Einn blaðamaður er betri heldur en þúsundir ferðalanga, sem koma hingað fyrir forvitni sakir og til þess að geta gortað af því eftir á að hafa séð Island, án þess að vera neinu nær um skiln- ing á íslandi og hinni íslenzku þjóð. En einn blaðamaður getur veitti þúsundum manna rétt- ar upplýsingar um land og þjóð. Það er hlutverk hans að skyggnast um hvarvetna og reyna að skilja sem bezt allt, sem fyrir augu og eyru ber. Og það er hlutverk hans að miðla lesendum blaðs síns af þeirri þekkingu, er hann hefur afl- að sér. Og þess er að vænta af blaðamönnum, að þeir sé skyggnari en aðrir, og dómbærir á margt, sem venjulegir ferðalangar bera ekkert Blaðamennirnir hjá Geysi. Auk þeirra voru þá staddir þar enskir i'erðamenn, sem komið höfðu með „Heklu“. skyn á. Þeir standa og svo nærri stjórnmálaflokkum landa sinna, að orð þeirra heyrast á hærri stöðum og geta orðið til þess að leiðrétta margs konar misskilning, eða koma í veg fyrir hættulegan misskilning í sambúð þjóðanna. Vegna þessa var það merkisat- w w

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.