Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1953, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1953, Blaðsíða 4
434 LESBÓK M0RGUNBLAÐSIN3 um mörgu brúm. Og ekki þótti þeim minna um vert er þeir heyrðu að þetta hefði allt verið gert á rúm- um 30 árum. Ekki vannst tfmi til þess að kynna þeim heilbrigðismál að neinu ráði. — Þeir komu þó að Reykjalundi. — Þeim var bent á spítalana hér í Reykjavík og Elli- heimilið. Þeir sáu Kristnes og nýa spítalann á Akureyri og spítalann, sem verið'er að byggja á Blöndu- ósi. Atvinnuvegir Ferðalaginu var þannig háttað, að blaðamennirnir kynntust mest landbúnaði. — Þeir fengu að sjá hvernig nýræktinni hefur fleygt fram á seinni árum og hvernig bændur brjóta landið nú með vél- um og nota vélar við heyskapinn. Þeir fengu að sjá hve myndarlega er nú byggt yfir búpening víðast hvar. — Þeir fengu að sjá upp- blásturinn á Rangárvöllum og hvernig nú er verið að hefta hann og græða landið að nýu. Þeir fengu að sjá hve mikið hefur verið lagt í framræslu á seinni árum. Og þeir fengu að sjá hið nýa landnám þar sem nýbýla- hverfin eiga að rísa upp, í Ölfusi, Menningarmál * Blaðamönnunum var sýnt Þióð- leikhúsið og Háskólinn og ennfrem -ur var þeim bent á flesta aðra skóla í Reykjavík. Þeir skoðuðu Menntaskólann á Akureyri og var bent á aðra skóla þar. Þeir sáu • r Námaskarð og hinar gufugjósandi borholur. Blaðamannahópurinn kemur að Reykjahlið við Mývatn. þar eru nú tvö nýtízku gistikús, sem bændur hafa reist. Vatnsorkan Blaðamönnum voru sýnd orku- verin hjá Sogi og Laxá og fyrir þeim skýrt að ekki mundi staðar numið við slíkar framkvæmdir fyr en rafmagn væri komið inn á hvert einasta heimili í landinu og næg orka fengin fyrir iðnað og stóriðju. Og hamremmi fossanna, svo sem Gullfoss og Goðafoss, færði þeim heim sanninn um það hvílíka ó- hemju orku ísland á í fallvötnum sínum, að það hefur sjálft „afl þeirra hluta, sem gera skal“, og þarf ekki að vera upp á aðra komið að því leyti, undir eins og það hef- ur bolmagn til að beizla aflið. — Norðurlandabúar skilja þetta vel, að minngta kosti Svíar og Norð- menn, og í þeirra augum var vatns- orkan máske það stórkostlegasta sem þeir sáu á íslandi, örugg lyfti- stöng allra framfara í landinu. skólana á Laugarvatni og svo var þeim bent á alla þá skóla, sem sá- ust á leiðinni um landið, og þeir eru nokkuð margir hjá jafn fá- mennri þjóð í dreifbyggð. — Að minnsta kosti fannst blaðamönn- unum það. Þó hygg ég að þeim hafi blöskr- að enn meira, hvað íslendingar hafa getað varið miklu fé til þess að bæta samgöngur innan lands. Þeir voru alveg undrandi út af hinu víðfeðma vegakerfi og hin-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.