Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1953, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1953, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 435 Risafuglinn Moa W m-f A ® /r 'S J ® a Nýa Sjalandi að Skinnastöðum í Húnavatnssýslu og hjá Víðimýri í Skagafjarðar- sýslu. , Aftur á móti varð útgerðin að sitja á hakanum og iðnaður að mestu leyti. Þeim var þó sagt frá Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi og Sementsverksmiðjunni á Akra- nesi, og þeim var bent á þrjár síld- arbræðs'.ustöðvar við Evafjörð. — Ennfremur var leitazt við að sýna þeim íslenzka framleiðslu eítir því sem föng voru á. Ilvaða gagn er að þessu? Svo geta menn spurt, en svarið verður komið undir því hvernig blaðamennirnir nota þá fræðslu, sem þeir hafa fengið í þessari ferð um land og þjóð. Ég spurði einn blaðamanninn um þetta rétt áður en ég kvaddi hann og svar hans var á þessa leið: — Ég býst ekki við því að skrifa mikið um þessa ferð þegar heim kemur. — Það hefur svo margt nýstárlegt og furðulegt fyrir augu mín borið á þessu dásamlega ferða- lagi, að ég get varla gert mér ljósa grein fyrir því fyr en ég hef melt það nokkra hríð og reynt að greina sundur áhrifin, sem ég hef orðið fyrir á hinum ýmsu stöðum. En ég get fullvissað þig um, að aldrei hafði mig órað fyrir því.að Island væri jafn fagurt og það er, að það byggi yfir jafn stórkostlegum fram -tíðarmöguleikum og raun ber vitni, né að hér bvggi jafn elsku- leg og atorkumikil þjóð. Og þú mátt trúa því að ég tala hér fvrir munn allra blaðamannanna. Ég hef talað við þá alla, og þeir eru á einu máli. Þeir segja að vísu hið sama og ég, að þeir geti ekki sem stend- ur komið orðum að því, sem þeir vildu segja um land og þjóð, og þess vegna geti verið að þeir skrifi lítið um þetta mikla ævintýr þegar heim kemur. — En nú vitum vér hvernig ísland og íslendingar eru. VÍSINDAMENN hafa sett fram ýmsar getgátur viðvíkjandi hinum risastóra Moafugli, sem eitt sinn var á Nýa Sjálandi, en er aldauða fyrir löngu. Sumum spurningum heíur enn eigi fengizt svarað til fulls eins og t. d.: Hvaðan kom Moafuglinn? Hvernig komst hann til Nýa Sjálands? Hvenær varð hann aldauða? En margt hefur þó vitnazt um fugl þenna, þar sem leifar hans hafa fundizt. Það er vitað að hann var vængjalaus og gat því ekki flogið, en stærstu fugl- arnir hafa verið á hæð við gíraffa. Þegar þeir feðgarnir Rob og Jas- eph Hodgen fundu sex feta löng fótbein úr moafugli, þá vildu vís- indamenn fyrst í stað ekki trúa því að neinn fugl hefði'getað haft svo stór bein, og allra sízt fugl, sem lifað hefði á ekki stærra landi en Nýa Sjáland er. Þeir heldu að hér hlyti að vera um einhvern mis- skilning að ræða og bein þetta hlyti að vera úr einhverjum „stór- grio“ en ekki fugli. Þetta var árið 1837. En síðan hafa fundizt nær hundrað heilar beinagrindur af Moafuglum. Nú hafa vísindamenn þótzt geta fært sönnur á, að Nýa Sjáland hafi verið eyland um milljónir ára. Það heíur verið einangrað frá megin- löndum af breiðu úthafi, sem fáir Og hvenær sem hallað kann að verða á íslendinga í löndum okkar, eða þeir hafðir fyrir rangri sök, þá skal okkur vera að mæta. Á. Ó. fuglar fljúga yfir. Að vísu hrekjast þangað á hverju ári nokkrir fuglar frá Síberíu og Suðurhafseyum og í miklum vestanveðrum kemur það fyrir að þangað hrekjast fuglar frá Ástralíu. En hvernig átti Moafugl- inn að komast þangað gangandi? Um þetta hefur mikið verið rætt. Roger Duff, forstjóri Canterbury Museum, hefur ritað bók um þetta efni og nefnist hún „Moas and Moa-IIunters“. Þar segir hann meðal annars: „Það er ekki ljóst hvort Moa er kominn af fugli, sem lagði niður að fljúga, eða hvort hann hefur aldrei getað flogið. Vís- indamenn þvkjast geta fullyrt, að hann hafi aldrei verið fleygur með- an hann var í Nýa Sjálandi. Sé það rétt, þá hefur hann komizt þangað gangandi, og þá hafa hlotið að vera landbrýr þangað. Hann á ættingja

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.