Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1953, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1953, Blaðsíða 6
436 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS hingað og þangað í fjarlægum löndum, fugla, sem ekki geta flog- ið, svo sem strútinn í Afríku, aepi- ornis á Madagascar (sem nú er líka aldauða), cassowary, emu og hinn útdauða dromornis á Nýu Guineu og Ástralíu og rhea í Suður Ame- ríku. Þar sem allir staðir hinna ó- fleygu fugla eru fyrir sunnan mið- jarðarbaug, hafa ýmsir vísinda- menn haldið því fram, að einhvern tíma haii verið jarðbrýr milli þess- ara staða og hinir ófleygu fuglar haldið sig á hinum syðstu útskög- um. Aðrir halda því íram, að Suð- urskautslandið hafi einhvern tíma í fyrndinni verið miklu stærra en það er nú og áfast Suður Afríku, Ástralíu, Nýa Sjálandi og Suður Ameríku. — Vísindamenn hafa einnig haldið því fram, að Moa hafi verið miklu minni þegar hann kom fyrst til Nýa Sjálands, en hafi blás- ið þar sundur og orðið þessir risar einhvern tíma snemma á tertier- tímabilinu. Nú er það svo, að mjög fá Moabein hafa fundizt svo gömul, að þau sé frá tertier-tímabilinu, en þó nokkur, og þau sýna að hann hefur ekki breytzt eftir það. (Og að því er bezt verður séð hefur kiwi alltaf verið eins og hann er nú) “. Maður er ekki miklu nær eftir slíkar bollaleggingar, og spurning- unni um hvaðan Moa sé upp runn- inn, er enn ósvarað. ~k 'k 'k Margar beinagrindur af Moai hafa íundizt í mýrum í hinum svo- nefnda Pyramidadal. Þær sýna, að þarna hafa verið að minnsta kosti sex eða sjö tegundir af þessu fugia- kyni. Þeir bitu gras eins og naut- gripir, og eftir stærðinni að dæma hafa þeir þurft eigi minna fóður en stærsta naut. Þeir stærstu voru svo háir, að þeir hefði borið höfuð yfir allar skepnur nema gíraffa og fíl. — Fótleggirnir voru gildari en á nokkrum hesti og fæturnir geisi- sterkir, enda munu fuglarnir hafa notað þá til varnar. Og hver kraft- ur hefur verið í þeim, má nokkuð marka af því, að rhea-fuglinn í Suður-Ameríku hefur dauðrotað múldýr með því að sparka í það, og er hann þó miklu minni en Moa- fuglinn. Moafuglinn var nokkuð svipaður strút, en talsvert stærri. Hann var með svartar, brúnar og gular f jaðr- ir, lítinn haus, en langan háls. — Nefið var stutt en sterkt, og mun hann einnig hafa notað það til varnar. Vísindamönnum ber ekki saman um hvort fuglinn hafi jafn- an teygt úr hálsinum líkt og trana, eða hvort hálsinn hefur verið beygður líkt og á svani. Er því ekki hægt að segja um það hvað hann hefur mælzt á hæðina. En hafi hálsinn verið beinn, þá hefur hæð hinna stærstu verið um 12 fet og þeir hafa vegið rúmlega 500 pund. — Þeir urpu eggjum, sem voru 9 þumlungar á lengd, og minni teg- und varp eggjum, sem hafa verið 7 þumlungar á lengd og 5 þumlung- ar í þvermál. Skurnið á þessum eggjum hefur verið ákaflega sterkt svo að segja óforgengilegt, og þess vegna hafa nokkur þeirra geymzt fram á þennan dag. Úr eggskurn- inu hafa frumbyggjarnir gert sér drykkjarker og það hefur verið venja að láta þau í dysjar fram- liðinna. Jim Eyles fann t. d. tíu Moaegg í einum grafreit, Það sýnir að fuglinn hefur ekki verið al- dauða, þegar Maorimenn námu þarna land. Bein úr Moafuglum hafa einnig fundizt í sorphaugum og ýmis áhöld gerð úr þeim, bæði til skrauts og nytja. Ýmsum getum hafa vísindamenn leitt að því hvernig á því standi að bein Moa hafa aðallega fundizt í mómýrum. Haast helt að beinun- um mundi haía skolað þangað löngu eftir að fuglarnir voru dauð- ir og rotnaðir. — Hutton helt að skrokkar dauðra fugla hefði borizt með flóði og orðið þarna eftir. — Booth gizkaði á 1875, að fuglarnir hefði sótt í mýrarnar vegna þess að þar hefði verið hlýrra á fótum þeirra um vetur, en vatnið hefði verið banvænt og þeir drepizt af að drekka það. Hamilton helt því fram, að þeir hefði fest sig í mýr- unum. Fæturnir voru klunnalegir og ekki góðir í foræðum. Fuglarnir sukku því í og gátu ekki losað sig. Þykjast sumir sjá merki til þess að þeir hafi verið að brjótast um fram í dauðann. Aðrir halda því fram að þjóðsög- ur Maorimanna um útrýmingu Moa sé réttar, en þær herma, að forfeður Maori hafi kveikt í skóg- unum og eldurinn breiðst um slétt- urnar, þar sem Moafuglarnir voru á beit, og þar hafi þeir allir beðið bana. Sumum þykir þó sagan ótrú- leg. 'k 'k 'k Þarna í mýrunum á Nýa Sjá- landi hafa menn fundið bein úr mörgum öðrum fuglum, sem nú eru aldauða. Þar á meðal eru bein úr hænu, sem nefnist aptornis, og var ekki smásmíði, því að hún hef- ur verið allt að 3 fet á hæð. Þá hafa fundizt þar bein úr ófleygri gæs, sem kallast cnemiornis, og enn fremur bein úr ýmsum risa- stórum öndum. Enn fremur hafa fundizt tvær beinagrindur af harpagornis, en það var arnarteg- und, sem er útdauð fyrir langa löngu. Þetta er einhver styzta ástarsaga, sem til er. Frægur lögfræðingur í New York, Joseph H. Choate, var spurður að því hver hann mundi kjósa að vera ann- ar en hann sjálfur. — Seinni maður frú Choate, svar- aði hann. /

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.