Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1953, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1953, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 437 Pétur Sigurðsson: Þetta er það, sem koma þari í FRÉTTABLAÐI, er upplýsinga- þjónusta Siðferðisvakningarinnar (MRA) í London gefur út, segir svo 3. janúar 1953: „Skipasmíðastöðin í Gautaborg í Svíþjóð hefur 6000 starfsmenn, og hefur verið tahn þriðja stærsta í heimi, ef miðað er við samanlagð- an lestafjölda skipanna, sem hún smíðar. Um árabil hefur félag logsuðu- manna verið órólega deildin í stöð- inni og valdið verkföllum og mikl- um vinnutöfum. Yfirstjórnin setti harðvítugan mann yfir deildina, og hann var oft uppnefndur og kall- aður „kóngurinn". — En ástandið batnaði ekki, heldur versnaði að- eins. Tveir menn tóku að sér for- ustuna í andstöðunni við hann og ætluðu að sjá um, að honum yrði ekki vært. Það fór svo, að „kóngur- inn“ varð að leggjast í sjúkrahús sér til hvíldar, og er hann kom aftur var honum heilsað með verk- falli. Þá var það að einn starfsmanna hans sagði honum frá Siðferðis- vakningunni, og 1951 fór hann til Caux (Kó) í Sviss og sat þar 10 daga á þingi Siðferðisvakningar- innar. Hann kom heim annar mað- ur en hann fór, og margt sem gerzt hefur síðan í skipasmíðastöðinni, rekur rætur sínar til veru hans í Caux. Þetta sama ár fór formaður eins verkamannafélagsins við skipa- smíðastöðina til Caux. Nokkru eftir að hann kom heim aftur fór fram stjórnarkosning í verkalýðsfélaga- sambandi stöðvarinnar, og í fyrsta skipti í 10 ár töpuðu kommúnistar í þeim kosningum. Verkamanna- félags-formaðurinn, sem fór íil Caux, Nils Carlsson, var kosinn varaformaður sambandsins. í janúar 1952 fengu þessir tveir menn, er farið höfðu til Sviss, stjórn fyrirtækisins til þess að senda fulltrúanefnd á verkstjóra- þing, sem Siðferðisvakningin efndi til í Stokkhólmi. Þeir fengu einnig menn til samstarfs við sig, er feng- ið höfðu áhuga á Siðferðisvakning- unni, og í þann hóp bættust þeir tveir menn, sem staðið höfðu fyrir mestu andstöðunni. Um vorið komu þeir svo á fræðslufundi með um 200 völdum mönnum við skipasmíðastöðina. — Þar voru forstjórar ýmissa deilda og formenn verkamannafélaganna. I september sendi stjórn stöðvar- innar sex menn og konur þeirra á iðnaðarmannaþingið í Caux. Þrír voru frá verkstjórninni og þrír frá verkamannafélögunum. í nóvem- ber komu svo 300 starfsmenn skipa smíðastöðvarinnar saman. — Nils Carlsson, varaformaður verkalýðs- félagasambandsins var fundar- stjóri. Formaður félags rafvirkja stöðvarinnar, sem Dagens Nyheter hafði nokkrum vikum áður kallað ófriðaranda fyrirtækisins, talaði á þessum fundi og sagði: „Á grund- velli Siðferðisvakningarinnar get- um við auðveldlega leyst fram- leiðsluvandamálið og öll önnur vandamál, tekjur okkar myndu aukast og við una hag okkar hið bezta. Hin fjögur grundvallar sið- ferðisatriði koma til vegar breyt- ingu bæði í heimilinu og iðnaðin- um.“ Forstjóri skipasmíðastöðvarinnar lauk lofsorði á hið nýja og góða samkomulag, og sagði: „Við höfum nú séð, hvar breytingin þarf að verða. Við játum yfirsjónir okkar og munum reyna að koma fram við verkamennina héðan í frá eins og samstarfsmenn okkar.“ Yfirverkstjórinn stóð því næst upp og óskaði þess, að fyrirtækið sýndi sem mestan áhuga á Sið- ferðisvakningunni, og lofaði full- komnum stuðningi þess við hana.“ Hér endar þessi litla frásögn um aðeins einn viðburð af ótal mörg- um í ýmsum löndum, sem gerast á þessum árum fyrir áhrif Siðferðis- vakningarinnar. — Hún er orðin heimsvíðtæk og máttugt áhrifa- vald, sem fjöldi manna, og þar á meðal margir þjóðaleiðtogar, líta vonaraugum til í sambandi við hin miklu vandamál nútímans og lausn • þeirra. Þetta er staðreynd, sem ekki verður hrakin, og um hitt verður ekki deilt, að sá góði andi, sem fyrir áhrif Siðferðisvakning- arinnar nær víða tökum á mönnum til mikillar blessunar allri sambúð manna, er sá andi friðar, bróður- hugs og góðvildar, sem þyrfti að stjórna okkur öllum. Þetta er ein- mitt það sem þarf að koma og mun vissulega koma í fylling tímans, þegar þjóðir skilja til fulls, að aðr- ar leiðir eru ekki færar. Hér á landi er einnig full þörf á áhrifum slíkrar siðferðisvakningar. Veiztu þetta Árið 1944 önduðust fleiri menn úr krabbameini í Bandaríkjunum heldur en manntjónið á öllum vígstöðvum nam það ár. ★ Mansjúría er kjarninn úr Kínaveldi. Hún er helmingi stærri að flatarmáli heldur en Japan og Kórea til samans. Þar er jarðvegur frjóvsamastur og þar eru mestu skógarnir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.