Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1953, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1953, Blaðsíða 8
438 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Se íja ía n dófoáó Steypist fram af fjalli foss og hvita strengi bcr við loftið bjarta. Blár cr hylar nnciir. Flýgur fugl af stalli, flögrar siðan lengi. Geislar skina, skarta skært um hlið og grundir. Skafl í gili grætur glær í sólarijóma. Fléttar mosinn feldi framsækinn um kletta. Rétt við fjailsins fætur fallin björg, úr dróma borin auðn frá eldi ciga daga létta. Grundir, svartir sandar sár á landsins barmi. Græddir síðar gcfi gull um skryddar strendur. — Blærinn ungur andar undur létt á hvarmi. — Grænar voðir vefi vinnufúsar hendur. i S) i f 1 Steypist fram af fjalli foss og úðinn vætir gras og mosa gróin gil og laut og hiiðar. Kveður fram á fjalli foss, en augum mætir út um svalan sjóinn signdar eyar fríðar. INGÓLFUR JÓNSSON frá Prestsbakka. Hrekkir álfa. Þegar Bjarni langafi Boga á Staðar- felli bjó að Arnarbæli á Fellsströnd, var það eitt sinn að konur breiddu ný- þvegin faldtröf til þcrris á skógar- lirislu í bæjarborginni þar. Þennan sama dag var Bjarni á rölti úti á LAXÁRVIRKJUNIN. — Meðal þess er norrænu blaðamennirnir fengu að skoða hér á landi, voru virkjanir Laxár í Þingeyarsýslu og sagði Páll Sigurðs- son verkfræðingur þeim frá þessum mannvirkjum. Nýa stöðin er nú langí komin og er búizt við að hægt verð að reyna hana eftir miðjan ágúst, of að hún taki til starfa i sentember. — Efri myndin hér sýnir nýu stífluna í ánni og er þar mikið og hyldjúpt lón fyrir ofan. Á neðri myndinni má sjá nokkurn hluta af hinum volduga vatns leiðsluhólk, sem liggur frá stíflunni, o; vatnslurn við enda hans. Stöðvarhúsif er niðri í gljúfrinu til vinstri. hlaði. Sér hann þá að maður gekk að tröfunum, brá fingrinum aftur og aftur i munn sér og drap honum á tröfin. En er tröfin voru sótt, voru þau öll með smáblettum mórauðum, og urðu aldrei notuð til kirkju (Ólafur í Purkey). Greiði. Til eru þeir staðir hér á landi sem ferðamenn mega ekki fara fram hjá án þess að greiða eitthvað af hendi, ef þeim á vel að farnast. Sums staðar skal þetta gert í fyrsta skifti sem farið er um, en annars staðar skal gjaldið greiðast í hvert skifti. Eru það oft þrír steinar, skór eða skóbót, vetlingar eða sokkaband, tág eða hríslukvistur. í Skagafirði eru tveir steinar er heita hvor um sig Greiði. Er annar á Hrafnadal hjá Spákonu- fellsborg, á veginum út á Skagaheiði, en hinn er fram á fjöllum suður af Skagafjarðardölum. Fram hjá þessum steinum má enginn maður fara án þess að láta eitthvað af hendi rakna. Venjulegast var að leggja þrjá smá- steina ofan á stóra steininn. — í Þjórs- árdal, fyrir ofan Stóranúp, er steinn sem heitir Krossasteinn. Þangað fóru menn krossfarir í páfadómi og lengi tíðkaðist það, að ferðamenn, sem þar fóru um, lögðu blóm á stein þennan, gras, hrís eða bein o. s. frv. W3ÍÍ. * (t ff) w P <

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.