Lesbók Morgunblaðsins - 02.08.1953, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 02.08.1953, Side 1
30. tbl. Sunnudagur 2. ágúst 1953 XXVIII. árg. Friðrik Ásmundsson Brekkan: 8KYGGN8T AFTUR í ALDIR ÞEGAR sá, sem þetta ritar, hefur komið í erlend söfn — einkum á það þó við um Nationalmuseet í Kaupmannahöfn, sem ég hef haft beztan tíma til að kynna mér — hef ég jafnan fyllzt hrifningu, sem þó satt að segja hefur verið tals- vert blönduð öfundartilfinningu yfir fornaldarsafninu, enda er það ekki með öllu ástæðulaust, þegar um þetta fornaldarsafn Dana er að ræða, því að viðurkennt er, að Danmörk er eitt auðugasta land í Norður-Evrópu af fornleifum fundnum í landinu sjálíu, og svo að segja árlega koma þar fram nýir fornleifafundir, oft ákaflega merki- legir. í sjálfu sér er þetta ofur eðli- legt, þegar á það er litið, að menn hafa hafzt við í landinu frá grárri forneskju, líklega frá því að síð- ustu ísöld létti, og hefur landið sennilega alla tíð verið tiltölulega þéttbýlt, lega þess er líka þannig, að þar gátu mætzt áhrif menning- arstraumanna úr öllum áttum. Safnið sýnir þetta líka svo um munar. Það hefur að geyma eitt hið ágætasta steinaldarsafn; frá bronzöld: vopn, skartgripi og heil- FORNÖLDilVI í ÞJÓÐIVIIIMJASAFNI Myndin er úr fornaldardeildinni. Má þar sjá í kössum ýmis vopn og í þeim kassanum sem næstur er, glottir hauskúpa Grásídumannsins. Hin fræga Val- þjófsstaðahurð er í glerskáp lengst til liægri. ar grafir, þar sem bæði lík og klæðnaður hefur varveitzt í mó- mýrunum. — Sama gildir um minj- ar frá járnöld, bæði eldri og yngri, og ekki sízt frá viking^öld. En frá þessum tímabilum öllum eru svo margháttaðar minjar, að varla verður tölu á komið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.