Lesbók Morgunblaðsins - 02.08.1953, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 02.08.1953, Blaðsíða 4
442 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Kúptar bronznælur, sem verið hafa algengar á vikingaöld og finnast oft tvær saman. — Þessar nælur eru mismunandi gamlar og er yngri gerðin (til hægri) íburðarmeiri og með mörgum typpum til skrauts. sagt verið kvenskraut, en karl- menn hafa stundum borið þau líka, og þá sennilega sem verndargripi, (sbr. Heiðarvígasaga cap. 19). Sérstaka athygli — og jafnvel bros — vekur lítið ,,Þórslíkneski" úr kopar, sem situr á stól og held- ur báðum höndum um hið síða, fléttaða skegg sitt, og — ekki síður — annar verndargripur, sem lík- lega hefur verið borinn í festi eða bandi um hálsinn, er það svonefnd- ur „Þórshamar", lítill silfurkross, dálítið skreyttur og með gapanda galtarhöfuð á neðri enda (eða enda skaftsins, ef litið er á það sem hamar). Er ekki vafi á, að þar gætir áhrifa jafnt frá kristni sem heiðni. Þá er í þessum skápum margt frá búnaði hesta, eins og járnmél af ýmsum stærðum og gerðum, skraut af aktygjum, reiðbjöllur, ennislauf og beizlisádrættir úr kop- ar, allt meira og minna skreytt, ístöð úr bronzi með ágröfnu skrauti, en furðulega lítil, að manni finnst, gæti það bent til þess, að fornmenn hafi verið fót- smáir, eins og meðalkaflar sverð» anna virðast sýna, að þeir hafi ver- ið fremur handsmáir. í skápunum við vegginn að vest- anverðu er líka hægt að sjá ýmsa góða gripi. Þar er t. d. Úlfljóts- vatns-fundurinn með gripum „vopngöfgra Grímsnesinga", (sjá „Gengið á reka", bls. 25—44), eink- um er sverðið frá Úlfljótsvatni sér- lega merkilegur gripur, og spjótið mikla raunar engu síður, er það eitt hinna lengstu spjóta, sem fund- izt hafa frá víkingaöld. Örvarnar, sem þarna fundust, eru einnig at- hyglisverðar, benda þær til þess, að þar hafi bogaskytta verið graf- in, en örvar eru annars afar fátíðar í gröfum hér á landi. í sama skáp eru og vopn Bárðar Hallasonar, sverð og spjót, (ojá „Gengið á reka", bls. 54—62 og sbr. 91 X Til vinstri: Smáralaufsnælur, algengt kvenskraut £ víkingaöld. Til hægri: Steinasörvi gert úr rafperlum og marglitum gler- perlum. m c rr^ -

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.