Lesbók Morgunblaðsins - 02.08.1953, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 02.08.1953, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 443 Útskurður á fjöl úr Flatatunguskála Víga-Glúmssaga, cap. 19). — Þarna má líka sjá hauskúpu, spjót og hníf „Grásíðumannsins", (sjá „Gengið á reka", bls. 63—70), og margt fleira. Þá verða fyrir minjarnar um bardagann við Knafahóla hjá Rangá, (sbr. Njála, cap, 63), hinn fallega útskorni beinhólkur með hjartarmyndunum, sem e. t. v. hef- ur verið í eigu Hjartar Hámundar- sonar, bróður Gunnars á Hlíðar- enda, sem þar féll, „kinga Þóris austmanns" o. fl. (sjá „Gengið á reka", bls. 70—83). Eru þessir grip- ir úr tveim kumlum, þar sem fleiri menn höfðu verið grafnir saman, skammt frá þeim stað, sem sagan segir, að bardaginn hafi verið háð- ur. Fyrir löngu hafði uppblástur eytt þessum fornu kumlum ^ð mestu leyti, og er ekki ólíklegt að ýmislegt hafi farið forgörðum af því, sem í þeim kann að hafa verið upphaflega. En hvað sem því líður, þá virðist þarna vera dágóð bend- ing um sannsögulegan kjarna þeirra arf- og byggðasagna, sem íslendingasögur eru ofnar úr. I öðrum skápum eru minjar, sem fundizt hafa við rannsóknirnar í Þjórsárdal og á Bergþórshvoli, auk þess ýmis áhöld, t. d. forn járn- smíðatól ásamt sýnishornum af rauðablástursjárni, og ýmsir smá- hlutir úr klébergi (tálgusteini), af þessu eru Ijósaáhöldin kannske eftirtektarverðust, þar sem hægt er að sjá þróunarstigin frá stein- kolunni, sem sennilega er elzti „lampinn", er alþýðu hefur verið tiltækilegur, til lýsislampans aí sömu gerð og þeirri, sem miðaldra r^"*. Hinn útskorni bein- hólkur, sem fannst hjá Knafahólum, með mynd af hirti. Hefur Hjörtur bróðir Gunn- ars á Hlíðarenda máske átt þenna grip. !° Ts - - '. - 1. !T -x r 4? É - 5. £ m <.- =* - -- ~ Beizlisádrættir fólk hefur séð í notkun í öllum sveitum landsins. Á miðju gólfi eru tvö sýniborð, í öðru þeirra er fornleifafundur úr kumli hjá Baldursheimi í Mývatns- sveit, sem fannst 1861, og varð að nokkru leyti orsök þess að Þjóð- minjasafnið var stofnað 1863. I hinu er silfursjóðurinn frá Gaul- verjabæ, (sjá „Gengið á reka", bls. 83—95). Eru það enskir, þýzkir, danskir, sænskir, írskir og arab- iskir silfurpeningar. Hefur sjóður- inn verið grafinn í jörð nálægt ár- inu 1000. í sama borði er líka dá- lítið af fornu brotasilfri, sem notað hefur verið sem gangsilfur, og hin- ir þrír afarfornu rómversku kopar- peningar, sem kenndir hafa verið við Bragðavelli, frá árunum 270 til 305 e. K. (sjá „Gengið á reka", bls. 10—24). Á gólfinu meðfram veggjunum ! . : / -

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.