Lesbók Morgunblaðsins - 02.08.1953, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 02.08.1953, Page 6
444 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS liggja nokkrir steinar, sem manna- verk er á. Fyrst er myndasteinn frá Hítardal, eru höggnar í hann tvær myndir, af karli og konu, en virðast ekki vera fullgerðar. Lík- lega eiga þær að sýna Maríu og Jósef.en munnmæli hafa viljað láta þær vera áf Bárði Snæfellsás og Hít tröllkenu. Á veggnum fyrir ofan þennan stein, er afsteypa af fornu Krists-höfði, en sú mynd var einnig höggvin í stein í Hítardal. — Þá er steinþró allstór, fjórar hellur höggnar til og felldar sam- an, að ofan er höggvin í þær gróp fyrir lok; hún er frá Fagradal í Hvammshreppi og hefur sennilega verið til að fela í eld. — Við vegg- inn móti inngangsdyrunum er herzlunór úr fornri smiðju og nokkrir „bollasteinar“ eða smáker. — Tveir þeirra eru auðsjáanlega „myljarar“ þó steinninn, sem mul- ið var með, vanti nú í annan, en „myljarar” voru notaðir tilaðmylja litarsteina, sem málning var gerð úr. Óvissara er um notkun hinna, en sennilegust er sú skýring, að þeir hafi tilheyrt kirkjum til forna, verið ker undir vígt vatn til að láta standa við kirkjudyr, svo að fólk, sem gekk inn og út, gæti dýft fingrum í það og signt sig eins og siður var til. Steinker þessi munu líka flest, eða öll hafa fundizt á kirkjustöðum. Útskornir gripir eru hér ekki margir, og mætti e. t. v. eins vel telja þá til byrjunar miðalda og til hinnar eiginlegu fornaldar. Má þar benda á leifar af þili úr forn- um skála í Flatatungu í Skaga- firði, með einföldum en sérlega vel gerðum myndaskurði. Munnmæli hafa eignað Þórði hreðu smíði skálans; myndirnar, sem reyndar er ekki hægt að sjá í samhengi lengur, virðast eiga að „segja sögu“, sem minnir helzt á söguna úr Biblíunni um Jónas spámann og hvalinn. — Aðrar fjalir eru Þórslíkneski úr kopar. þarna öllu heillegri úr skála á Möðrufelli í Eyafirði, taldar vera frá 11. öld. Útskurðurinn á þeim er í hreinum víkingaaldarstíl, (Hringaríkis- og Jalangurs-stíl). Tvær kúptar fjalir, forkunnar vel skornar, standa sín hvoru megin við innganginn að „Norska safninu“. Eru þær frá Laufási. Út- skurður þeirra minnir að flestu leyti á norskan tréskurð í staf- kirkjum frá 11. og 12. öld. Nokkuð fleira mætti telja hér af fornum tréskurði, en því skal sleppt, aðeins minnast á merkasta gripinn í öllum salnum, kirkju- hurðina frá Valþjófsstað frá því um 1200. Sennilegt er, að hún hafi alla sína tíð verið á Valþjófsstað, hvort sem hún hefur alltaf verið kirkjuhurð eða ekki, þar til hún var send til Nationalmuseet í Kaup -mannahöfn 1851. Heim úr útlegð- inni kom hún aftur 1930, ásamt fjöldamörgum öðrum góðum grip- um. Nú hefur hún fengið virðuleg- Smásagan Vienningarbragur GIUSEPPE MANIOLA grænmetissali missti konu sína skömmu eftir að hún hafði fætt honum dóttur, sem skírð var Rósa. Og Giuseppe ákvað að ala barnið upp sjálfur og hugsa um það að öllu leyti. Hann matreiddi handa Rósu, saumaði fötin á hana og hafði hana jafnvel í körfu ofan á grænmetisvagninum sínum á meðan hrann var að selja. Það varð því al- mennt gamanyrði á torginu næstu ár- in: „Hvað kostar Rósa?“ Giuseppe hugsaði um framtíð dótt- ur sinnar. Á hverju kvöldi lét hann alla smómynt í gamla olíukönnu, og þegar Rósa hafði lokið námi í gagn- fræðaskóla, þá tæmdi hann könnuna og í henni voru þá nálega 500 dollarar. Því miður nægði þetta ekki til þess að hann gæti sent Rósu í háskóla, svo að hann tók þann kost að senda hana í verslunarskóla. HÁLFU ÁRI seinna fekk Rósa atvinnu á skriístofu lögfræðings. Þetta var ungur maður — John Wakefield hét hann — og hann hafði mikið álit á sjálfum sér. Það var svo sem ekki undarlegt, því að faðir hans var stór- ríkur og hafði látið hann stunda nám í Oxford, Sorbonne og að lokum í lög- fræðideild Harvard háskóla. Það er svo ekkert af því að segja nema að kunningsskapur þeirra Johns og Rósu varð alveg eins og segir í ævintýrasögunum. Fyrst í stað leit hann ekki við henni. Síðan gerðist an og góðan stað, sem henni hæfir, í skápnum vestan megin við inn- gangsdyrnar. Nýtur hún sín þar prýðis vel, enda verður mörgum, sem inn koma, starsýnt á hana. Margt — og misjafnt — hefur verið ritað og rætt um þessa hurð, en þar sem ég ætla ekki að koma hér með neina „nýja kenningu“ henni viðvíkjandi, segi ég nú skilið við hana og „Fornöldina" í þetta sinn. F. Á. B.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.