Lesbók Morgunblaðsins - 02.08.1953, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 02.08.1953, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 445 hann svo lítillátur að lesa henni fyrir. Og þá fór hann að taka eftir því, að hvorki heima né erlendis hafði hann kynnst stúlku, sem var eins og Rósa. Og þá fór hann að bjóða henni í smá- skemmtiferðir með sér og í Tivoli. Og þegar þau fóru hringferðir með stóra hjólinu og Rósa varð hrædd, þá strauk hann lokka hennar og hvíslaði að henni þeim orðum, sem allar ungar stúlkur þrá að heyra. Hún var fyrst í sjöunda himni, en svo kom hugsunin um föðurinn, græn- metissalann og skyggði mjög ískyggi- lega á gleðina. Og það varð ekki hjá því komizt að hún varð að sýna kærastanum föður sinn. Áður en þau lögðu á stað til skrifstofunnar, lét hún föður sinn raka sig og setja á sig nýtt hálsbindi. En það var með hálfum huga að hún leiddi hann fram fyrir kærastann. Giuseppe varð þegar hrifinn af hin- um fögru skrifstofum og sérstaklega af heiðursskjölunum, sem þar voru upp um alla veggi. Og hann tókst á loft þegar hann heyrði að John hafði misst móður sína í bernsku, eins og Rósa. — Hver eldaði matinn handa þér? spurði hann. Rósa reyndi að koma föður sínum í skilning um að faðir Johns hefði haft nóga þjóna og þjónustustúlkur til þess að hugsa um hann. En Giuseppe var ekki ánægður með það. — Það er ekki sama að láta þjóna elda matinn eins og gera það sjálfur, sagði hann. Heimsæktu mig á fimmtu- daginn, og hafðu pabba þinn með, og þá skal ég sýna þér hvernig á að fara að því að elda heima. — Ég tek boðinu, sagði John. Rósa hefir sagt mér að enginn geti búið til jafn góðar pönnukökur og þú. Um kvöldið heyrði Giuseppe að Rósa var að gráta og kom honum það á óvart. Morguninn eftir spurði hann hvað að henni hefði gengið. — Ég veit að þú gerðir það í góðu skyni að bjóða þeim heim, sagði hún, en með þessu hefirðu glatað framtíð minni. Þegar faðir Johns sér hvað allt er hér ömurlegt, þá tekur hann það ekki í mál að John giftist mér. Þegar hún var farin svipaðist gamli maðurinn um í herberginu og var að furða sig á því hvað hún hefði átt við. Hvað var að þessu herbergi? Það var þó hreint upp í loft. Hvers vegna kallaði Rósa það ömurlegt? ®0==<<P<Q==<<P<Q==<CP<Q==<<P<Q=^CP<Cb=<CP<Q==<<y^Q=<G=«3==<CP<Ci=<i o cJlci n cli <f Létt um laut og hjalla læðist mildur svalinn, yfir djúpan dalinn dagur skín. Handan himinfjalla, handan blárra stranda heilsar hlýtt að vanda heimbyggð mín. Unir ungur gróður árdagssólar skini; ótal æskuvini á ég hér. Faðmur minnar móður mildum geislum stráður, mjúkur eins og áður opnast mér. Kveðju gamalkunna kærar raddir láta óma æskukáta enn í dag. Úr vænum víðirunna vni vorsins gígja hljómar; mér í eyrum ómar , ' J ' <: » 1$ r;:xr íslands lag. Gullnir geislar skarta á grænni skikkju þinni, enn þá einu sinni ástúð þín hlýjar mér um hjarta; hvílíkt stolt að mega elska þig og eiga, ættjörð mín. Vættir allra átta öruggt vörðinn standi, firri um framtíð grandi fjöregg þitt, landið ljósra nátta, landið hvítra tinda, landið blárra linda, landið mitt. Böðvar Guðlaugsson t< ,'K Allt í einu rann upp ljós fyrir hon- um — það voru veggirnir. Á þeim var ekkert nema mynd hinnar heilögu meyar og almanak frá járnvöruversl- un. Já, þá voru ólíkir veggirnir hjá honum Wakefield — allir með stórum skjölum í umgjörð. — Ég skal kippa þessu í lag, Rósa, sagði hann við sjálfan sig. Á FIMMTUDAGINN kom Rósa með þá feðgana til föður síns. Þar var upp marga bratta stiga að ganga, svo þeir voru lafmóðir er þeir voru komnir alla leið. En þegar þeir komu inn í herbergi Giuseppe supu þeir blátt á- fram hveljur af undrun. Frá gólfi til lofts voru veggirnir allir þaktir hin- um furðulegustu skjölum, bjórauglýs- ingum, námsvottorðum rakara og ým- issa annara handverksmanna, vöruaug- lýsingum, félagsskírteinum og ótal mörgu öðru þess háttar. - i , Rósa varð náföl þegar hún sá þetta, og John dreyrroðnaði. En gamli Wake- field byrjaði að hlæja. — Er þetta-------jú, þetta á að vgra eftirlíking af skrifstofu sonar mins, sagði hann. Ég á við — að þú hefir verið að stæla veggskrautið þar, öíí heiðursskjölin. Er það ekki rétt? Giuseppe kinkaði kolli. — Mér sýnist á svip sonar míns að hann hafi skilið skensið, ^agði gamli Wakefield. Þú hefir ætlað að koma honum í skilning um það, að allir geta fengið heiðursskjöl, en að manh- kostir og manndáð eykst ekki við það, að hengja slíkt upp á vegg hjá sér. Ég er þér innilega sammála og ég tek í höndina á þér fyrir þetta ágæta bragð. Giuseppe brosti vandræðaíega:'

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.