Lesbók Morgunblaðsins - 02.08.1953, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 02.08.1953, Blaðsíða 8
446 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS — Mér þykir vænt um að þér lízt vel á herbergið, sagði hann. En gerið þið nú svo vel að fá ykkur sæti. Pönnu- kökurnar eru tilbúnar .... Daginn eftir tók John öll heiðurs- skjölin niður af veggjunum hjá sér og lét þau 'ram í ruslakompu. En Giuseppe er enn eigi farinn að skilja. --- Uppvakningar. Nú á dögum hefir sú list, að vekja upp drauga, lagst svo í lóg, að ekki eru allir á einu máli um, hverja að- ferð skuli þar við hafa. Sumir segja að taka skuli dauðs manns bein eitt- hvert og magna það með fjölkyngi svo að það fái mannsmynd. Aðrir segja að meira þurfi við að hafa, ef menn vilji vekja upp draug. Fyrst er þess að gæta, að þaö sé gert á nóttu, sem sé milli föstudags og laug- ardags, og jafnframt sé hún milli hins 18. og 19., eða 28. og 29. einhvers mánaðar, en einu gildir hver mánuð- urinn er eða vikan. Skal særingamað- ur sá, er vekja vill upp draug, kvöld- inu áður snúa „faðir vor" öfugt og rita það á blað eða bjór með keldu- svínsfjöður úr blóði síriu, er hann vekur sér á vinstra handlegg. Einnig skal hann rista rúnar á kefli, og fara síðan með hvort tveggja út í kirkju- garð um miðnætti, ganga þar að ein- hverju leiði, því er honum sjálfum lízt, en þó þykir varlegra að ráðast heldur að hinum minni. Skal svo leggja keflið á leiðið og velta því fram og aftur um það, en þylja á meðan öfugt faðir-vor upp af blaðinu og auk þess ýmsa töfraformála, sem fáir munu kunna (Þjóðs. J. Á.) í Tindastóli austan og norðanverðum, uppundan Glerhallavík, skammt fyrir sunnan Bolabás, er brunnur luktur háum hömrum á alla vegu og gull-litað vatn í. Bæði í þeim brunni og umhverfis hann, er sagt að sé allskonar náttúru- steinar og þar á meðal óskasteinninn. Allir náttúrusteinar, sem þar í eru, er sagt að komi upp á Jónsmessunótt og bregði þá á leik ofan á brunnin- um og í kring um hann, en þess á milli JARÐFALL í NÁMASKARÐI. — Norður í Námaskarði hefur um nokkurt skeið verið unnið að jarðborunum til þess að leita að brennisteinsmengaðri gufu. Landslagi er svo háttað þarna að dalkvos gengur inn í fjöliin og eru sléttar leirur á botni hennar, en sums staðar rjúkandi og bullandi leirhverir. Þarna á sléttunni var byrjað að bora holu í fyrra, en skyndilega brauzt gufan út með óstjórnlegu afli, svo ckki varð við neitt ráðið og síðan sökk þarna niður stór landspilda og myndaðist jarðfall mikið, sem nú cr orðið að sjóðandi hver. Það var engu likara en að gufuþrýstingurinn að neðan hefði haldið uppi jarðskorp- unni, en er gufan fór hafi orðið þarna tóm undir og þekjan þá fallið. Þannig getur þetta víðar verið í Námaskarði, að jarðskorpan sé eins og veikur ís yfir holrúm og hvera. — Myndin hér að ofan sýnir hið nýa jarðfall. Það hefur verið afgirt með gaddavír, svo að menn fari sér þar ekki að voða. liggi þeir neðst á brunnbotninum. -----Óskasteinninn heitir svo, af því að hvers sem maður óskar sér þegar hann hefir hann, fær maður ósk sína uppfyllta. Sagt er að óskasteinninn sé hvítgulur á lit og mjög áþekkur baun í laginu. Einu sinni var stúlka á gangi í Tindastóli og fann stein einn fallegan. Hún hugsaði með sér að hún vildi að hún væri horfin í þá beztu veizlu, sem haldin væri í heiminum. Hvarf hún þá allt í einu út í veðrið og vissi ekki fyrri af en að hún stóð í dýrlegri höll, og hafði henni .aldrei önnur eins prýði til hugar komið. Þó varð hún skelfd af öllu sem hún sá og óskaði þess að hún væri aftur komin á sama stað i Tindastól. Það varð. Þar fleygði hún steininum og kvað hann eigi oftar skyldu villa sig. KÚGILDI Margir hafa talið nautpeningsrækt fornmanna vissan vott um betri land- kosti og blíðara veðráttufar til forna. Það er alkunnugt, að fornmenn höfðu miklu fleiri nautgripi á búum sínum, en bændur nútíðarinnar. Annars verð- ur maður að vera varkár og athugull er dæma skal urh nautgripaeign forn- manna, því að tilhögunin var þá að mörgu önnur en síðar varð. Þá voru engir sparisjóðir til, og þeir sem söfn- uðu fé og vildu gera það arðþerandi, settu það í kýr, þær voru bankar forn- aldarinnar. Þegar menn áttu fé á leigu- stöðum var'það vanalega i kúm, stund- um í ám. lyöldi bænda var í fornöld svo fátækur, að þeir áttu eigi bústofn sinn, en urðu að leigja fénað hjá hinum efnaðri, og urðu þeim þannig algerlega háðir. Jónsbók segir: „Nú af því at í þvísa landi þurfu margir við lcigufó at hjalpaz, ok þvi skal engi dýrra Hyggja málnytukúgildi, en tveim fjórð- ungum smjörs eða ala fjögur lömb eftir kúgildi og ábyrgjaz sem fúlgufé eða leysa 12 alnum, ef eigi er smjör til eða hey“. — Af þessu munu föst kú- gildi á jörðum sprottin. Kúgildin voru fyrst tekin af þörf og frjálsum vilja, en urðu síðar nokkurs konar kvaðir, sem • jarðeigendur lögðu á landseta (Þorv. Thoroddsen).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.