Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1953, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1953, Blaðsíða 1
31. tbl. Htargwitfrfofr*tti Sunnudagur 9. ágúst 1953 XXVIII. árg. PALL JONSSON: i ALPAFJÖLLUM Montreux í júlí 1953. Þ E G A R hraðlestin frá Basel til Genéve nálgast Neuchátelvatnið, þá blasa við manni — ef skyggni er gott — snjóhvít Alpafjöll í fjarska. í suðaustri og suðri sjást margir hæstu tindar Alpaíjallanna, alla leið frá Pílatusfjallinu við Vierwaldstáttervatnið til Savoy- alpanna sunnan við Genévevatnið, þar sem McVit Blanc gnæfir hátt yfir öll hin fjöllin. í samanburði við þessa fögru fjallasýn eru Jurafjöllin tilkomu- lítil, en um þau liggur leiðin frá Basel til Genévevatnsins. Jurafjöllin eru tiltölulega lág, hæstu tindar rúmlega 1.600 metrar og snjólausir á sumrin. Þessi fjöll eru að mestu leyti skógi vaxin, en sums staðar klettótt, t. d. í Miinster dalnum. Þar eru þverhnýptir klett- ar til beggja handa, og dalurinn svo þröngur, að fljótt á litið virðist furðulegt, að hægt hefur verið að leggja járnbraut um hann. Vínekrur eru víða í suðurhlíðum Jurafjallanna. Svisslendingar fram leiða góð vín, bæði rauðvín og hvít Chillon-höllin. í baksýn er fjallið „Dent du Midi", 3260 metra hátt. -vín, sérstaklega í Jurafjöllunum við Neuchátelvatnið og í Róndaln- um. Sumir útlendingar, sem koma í fyrsta sinn til Sviss, furða sig á að þar er vínrækt. Svissnesku vínin eru lítið þekkt erlendis. Svisslend- ingar drekka þau sjálfir, og útlend- ir ferðamenn drekka þau í sviss- neskum veitingahúsum, þótt þar séu að sjálfsögðu líka erlend vín á boðstólum. Með þessari vínrækt spara Svisslendingar mikinn inn- flutning á erlendum vínum. Svissnesku vínin jafnast þó ekki á við beztu frönsku vínin. ,,Dóle de Sion", rauðvín úr Róndalnum, er talið bezta rauðvínið í Sviss, en

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.