Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1953, Qupperneq 1

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1953, Qupperneq 1
PÁLL JÓNSSON: ALPAFJOLLLIVI Chillon-höllin. í baksýn er fjailið „Dent du Midi“, 3260 metra hátt. Montreux í júlí 1953. Þ E G A R hraðlestin frá Basel til Genéve nálgast Neuchátelvatnið, þá blasa við manni — ef skyggni er gott — snjóhvít Alpafjöll í fjarska. í suðaustri og suðri sjást margir hæstu tindar Alpafjallanna, alla leið frá Pílatusfjallinu við Vierwaldstáttervatnið til Savoy- alpanna sunnan við Genévevatnið, þar sem M&it Blanc gnæfir hátt yfir öll hin fjöllin. í samanburði við þessa fögru fjallasýn eru Jurafjöllin tilkomu- lítil, en um þau liggur leiðin frá Basel til Genévevatnsins. Jurafjöllin eru tiltölulega lág, hæstu tindar rúmlega 1.600 metrar og snjólausir á sumrin. Þessi fjöll eru að mestu leyti skógi vaxin, en sums staðar klettótt, t. d. í Munster dalnum. Þar eru þverhnýptir klett- ar til beggja handa, og dalurinn svo þröngur, að fljótt á litið virðist furðulegt, að hægt hefur verið að leggja járnbraut um hann. Vínekrur eru víða í suðurhlíðum Jurafjallanna. Svisslendingar fram leiða góð vín, bæði rauðvín og hvít -vín, sérstaklega í Jurafjöllunum við Neuchátelvatnið og í Róndaln- um. Sumir útlendingar, sem koma í fyrsta sinn til Sviss, furða sig á að þar er vínrækt. Svissnesku vínin eru lítið þekkt erlendis. Svisslend- ingar drekka þau sjálfir, og útlend- ir ferðamenn drekka þau í sviss- neskum veitingahúsum, þótt þar séu að sjálfsögðu líka erlend vín á boðstólum. Með þessari vínrækt spara Svisslendingar mikinn inn- flutning á erlendum vínum. Svissnesku vínin jafnast þó ekki á við beztu frönsku vínin. ,,Dóle de Sion“, rauðvín úr Róndalnum, er talið bezta rauðvínið í Sviss, en

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.