Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1953, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1953, Blaðsíða 6
452 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Brögb töframanna Sjónhverfingamenn, huglesarar og aðrir töframenn, hafa altaf brögð i tafli. Það er alveg sama hve furðulegar og yfirnáttúrul^ar gáfur þeir virðast hafa, allt er það eðlilegt og öll brögð þeirra«er liægt að útskýra. En aðferðir þeirra eru oft margbrotnar og flóknar, og þess vegna slá þeir ryki í augu þúsunda manna. legast að hér sé viðfangsefni, sem er vísindunum um megn. Sú skoðun hefir þó komið fram, að heimurinn sé enn í sköpun. Um nokkur undanfarin ár hafa menn vitað, að sterkir ósýnisgeislar stafa á jörðina utan úr geimnum. Til- raunir hafa sýnt, að þeir koma ekki frá sólinni, og vegna þess að sólin hefir sama eðli og aðrar sóhr, er ekki ástæða til þess að ætla að þeir komi frá öðrum sólum í þess- ari vetrarbraut, heldur sé þeir komnir lengra að. Sumir halda nú, að þessi geislan stafi af því að nýir hnettir sé að myndast. Aðrir halda því fram að þeir stafi af sólum sem eru að fárast. Hvort tveggja er hugsanlegt, en þó er seinni skoðun- in sennilegri. — Jk — Þegar litið er nú á stjörnuheim- inn frá sjónarhól vísindanna, þá hefir meginhluti þessa hnattaskara ekki neina þýðingu fyrir lífið. Frá sjónarmiði mannsins hefir þessi aragrúi hnatta engan tilgang, hvorki í rúmi né tíma. Þessar milj- ónir miljóna hnatta, ausa stöðugt út orku sinni um miljónir ára, alveg tilgangslaust, að því er virð- ist. Manninum heiir aðeins geíist kostur á því að horfa stutta stund á þessa gríðarlegu orkusóun út í geiminn. En löngu áður en þessi leikur er á enda, mun mannkynið horfið, og seinasti þátturinn fer fram án þess að nokkur sé til að veita honum eftirtekt. Þetta er stórfurðulegt. Það er enn furðu- legra, jafnvel alveg ótrúlegt, þeg- ar vér gætum þess, að allur þessi mikli heimur skapaðist í einu vet- fangi. Hann kom fullskapaður og fullkominn út af engu, og að því er virðist, í þeim eina tilgangi að eyða sjálfum sér. Þetta hafa vísindin að segja. Það virðist sennilegt, svo langt sem það nær, en vér getum ekki trúað því, að þetta sé allur sannleikurinn. Vér kjósum heldur EINHVER hinn fyrsti töframaður í Evrópu var Pinetto hinn ítalski. Hann var uppi í lok 18. aldar. Hann ferð- aðist og lék listir sínar víða og hafði konu sína með sem „miðil“. Hún sat á palli með bundið fyrir augun, en Pinetto var niðri í sal og fékk léða einhverja gripi hjá áhorfendum og svo átti hún að segja hvaða gripir þetta væri. Hér átti að vera um hugs- anaflutning að ræða, þannig að hann sendi henni hugskeyti um það hvaða gripi hann handléki. Þetta gekk eins og í sögu og fólkið undraðist stórum. En aðferðin var fremur einföld. Þau höfðu komið sér saman um að þegar hann spyrði um hlutinn, skyldi hann haga orðum sínum svo, að fyrstu stafir í setningunum bentu til þess hver hluturinn var. Hann sagði t. d.: „Hverju held ég á? Reyndu að sjá það. ítrekaðu tilraunina. Nú — gettu“. Með því að taka fyrsta staf úr Itoerri setningu, kemur fram orðið „hring", og því vissi frúin að hann hélt á hring. Síðar hafa menn endurbætt þessa aðferð mjög og er hún orðin svo flók- in, að menn eru lengur að læra hana heldur en eitthvert tungumál. En hún er líka orðin svo fullkomin, að menn geta á þennan hátt komið með lang- ar setningar og tilvitnanir. Nútíma töframenn hafa líka tekið nýustu uppgötvanir í þjónustu sína, eins og t. d. firðtal. Er þá annar — eða aðstoð- armaður hans — með örlítið sendi- tæki á sér, en viðtakandinn er með móttökutæki falið í eyranu. ♦ Árið 1872 átti heima í Chicago, blaðamaður, sem John Randolph að trúa hinu, að vísindunum sé enn áfátt í þessu efni. (Útdráttur úr bókinni „The Limitat- ions of Science" eftir J. W. N. Sulli- van). Brown hét. Hann var trúlofaður. Eitt kvöld, er hann sat hjá kærustunni og helt í hönd hennar, tók hann eftir því að ósjálfráðir kippir, sem fóru um handarvöðva hennar, létu ótvírætt hugsanir hennar í ljós og hvað hana langaði til að fara. Hann fór þá að æfa sig á því að „lesa“ í hug hennar með þessu móti og varð svo leikinn í því, að honum skjöplaðist ekki, og var engu líkara en að hugskeyti hefði farið á milli þeirra. Með þessu móti hafði Brown fundið hinn svokallaða „vöðvalestur", sem nú er oft nefndur ,,Hellstrom-aðferð“ til virðingar við þann, sem leiknastur hefur orðið í þessu. Brown vildi nú gera tilraunir á fleirum. Hann veðjaði við starfsbróð- ur sinn um að hann skyldi finna titu- prjón, hvar sem hinn feldi hann í borginni. Hann vann veðmálið. Hann fékk að halda í hönd þess, er faldi og rataði svo hiklaust á títuprjóninn, þar þar sem honum hafði verið stungið í dyramottu. Vakti Brown svo mikla athygli á sér með þessu, að hann hætti við blaðamennskuna og gerðist töframaður. Er sagt að hann hafi grætt um 250 þúsundir dollara á þessari „uppgötvan“ sinni. Fyrir skömmu lék töframaður í New York sams konar list. Hann veðjaði við blaðamann 1000 dollurum móti einum að hann skyldi finna hvern þann hlut sem falinn væri á Manhatt- an. Blaðamaðurinn faldi frímerki. — Daginn eftir lögðu þeir svo á stað að finna það. Töframaðurinn hafði bund- ið vasaklút sinn í lykkju og héldu þeir báðir í lykkjuna. Síðan kallaði töframaðurinn á bíl og þeir óku á stað til Times Square. Þegar þangað kom skipaði töframaður bílstjóranum að aka lengra. í Wall Street lét hann snúa við og ók lítinn spöl til baka. „Hér ætla ég að fara úr“, sagði hann. Blaðamaðurinn fylgdi honum og enn heldu báðir í klútinn. Töframaðurinn hikaði ofurlítið, en svo dró hann blaða-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.