Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1953, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1953, Blaðsíða 8
454 LESBOK MORGUNBLAÐSINS ingu frá yfirvöldunum um að hann yrði að hafa sig á brott úr nýlendunni eftir fimm daga. Á seinustu stundu tókst honum að fá skipstjórann á ferjubátn- um Lee Hong að flytja sig til Hong Kong. Vonaðist hann eftir að komast þar á land. En af einhverjum misskiln- ingi hafði nafn hans verið sett á far- þegalistann. Yfirvöldin í Hong Kong bönnuðu honum landgöngu og sögðu að hann mundi fá 7 ára refsivist ef hann dirfðist nokkuru sinni að stíga fæti sinum þar á land. Það var því ekki um annað að gera fyrir O’Brien en að vera kyrr í skipinu. Skip þetta er í förum milli Macao og Hong Kong og siglir aðallega með smyglvörur. — Skipið hefur ekki getað losnað við hann, því að honum er harðlega bann- að að stíga fæti á land í viðkomuhöfn- unum. Og því hefur það atvikazt þann- ig, að O’Brien hefur nú í heilt ár siglt nauðugur sem farþegi fram og aftur milli Macao og Hong Kong, og það er engu líkara en að hann verði að hírast um borð í skipinu alla ævi, nema því aðeins að kínverskir kommúnistar her- taki skipið einhvern góðan veðurdag. £ Flóttamannanefnd Samcinuðu þjóð- anna og sams konar nefnd i Evrópu hafa haft mál O'Briens til athugunar. Yfirvöldin í Hong Kong hafa einnig safnað öllum upplýsingum um hann, sem unnt er að fá. En niðurstaðan af öllu þessu er sú, að ekkert sé hægt að gera fyrir hann. því að hann geti alls ekki talizt flóttamaður. En fjöldi manna í Hong Kong og Macao hefur skorið upp úr með það, að „eitthvað verði að gera fvrir mann- inn“. Það sé óþolandi að láta þetta við gangast von úr viti---- SKÓGARNIR Seinasta órið sem Jón biskup Vídalín lifði (1720) skrifaði hann Raben stift- amtmanni bréf og drepur þar á margt af því, sem til framfara mætti horfa hér á landi. Þetta segir hann um skóg- ana m. a.: 111 er meðferð skóga á landi SILDARSÖLTUN Á SIGLUFIRÐI. — Um mörg ár hefur síldveiðin fyrir Norð- urlandi brugðizt. Þetta hefur komið sérstaklega hart niður á Siglfirðingum, sem höfðu byggt afkomuvon sína á síldinni. Nú í sumar virtist þessari óáran vera að létta. Sildin kom upp að Norðurlandi og hlaðin skip streymdu til Siglufjarðar. Þá varð þar allt eins og fyrrum. Hver sem vcttling gat valdið fór í síldarvinnu. Saltað var nótt og dag á mörgum stöðum og allan sólarhringinn glumdi bærinn af hamarshöggum þeirra, sem voru að slá botna í tunnurnar. Næturvökur, erfiði — það taldi fólkið ekki eftir sér, úr því að sildin var komin. • (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) hér og þrátt fyrir gömul lögboð, að engi mega brenna birki né hrisi, þa heíur þessu um langan tíma eigi verið hlýtt. Pess vegna eru nú þessir birki- saogar því nær eyddir. Verði eigi feng- ín bjargxáð í tíma, hygg ég að sjá megi, að innan 20 ára veiói því nær engi skógur eftir. Bændur höggva skóga til koiagerðar og flytja til sjavar og ann- arra staóa skóglausra, gegn lögum. En svo long er níðsian, að engi mælir hér orð um.... Hér á landi eru aðeins til birkiskógar, en birkitré ná eigi háum aldri her, að minni skoðun eigi langt yíir 50 ár, þá taka þau að feyskjast. Ef nú væri girt fyrir það, að nokkur mætti nota skógana til eldsneytis, né heldur til kola, þar sem hægt væri að aíla annars eldneytis, þá mætti einnig rnæla svo fyrir, að höggvin væri upp þau tré, sem nýtileg væn til húsgerðar og húsgagna, það er þau er fullvaxin væri, en hlífa ungviðinu. FLUGUGÖNGUR VIÐ MÝVATN Fyrsta ganga af „stóruflugu" (topp- flugu) kernur hálfum rnánuði eftir að ís ieysir at vatninu (eitir ísabrot). Svo kemur „litlafluga" (rykmý) 1. ganga fáum dogum seinna og svo „myvarg- urinn" (oitmýið, 1. ganga) iáum dög- um á eftir því. Þegar svo hálfur mán- uður er liómn fra 1. mývargsgöngu, kemur ný ganga af ölium þremur flugnategundunum (topplluga, rykmy og bitmy 2. ganga) og ef vel árar, kemur jafnvel 3. ganga, t. d. ef voriö (juní) er gott og vei viðrar í ágúst. Aítur á móti hnekkja illviðri allri ilugunni, einkum kuidatíð síðari hluta vorsins. Þegar kuldinn dregur úr 1. göngu einhverrar flugunnar, verða síðari göngur hennar eðlilega einnig litlar, því að þær síðari eru eflaust af- sprengi hinna fyrri. — Annars er það leitt, hve lítið líishættir allra mýflugna hér á landi hafa verið rannsakaðar, því að þessi dýr eru mjög mikils verð undirstaða undir æðra dýralíf í og á vötnum (fiskum og fuglum). Það væri nóg verkefni fyrir einn mann í nokkur ár að rannsaka. (Bjarni Sæmundss. dr.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.