Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.1953, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.1953, Blaðsíða 2
456 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ekki, því að þar dundi á þeim skothríð Indíána. Næstu tvo daga voru einnig gerð áhlaup, en Kanadamenn voru jafnan látnir hörfa undan eftir stutta viðureign. Þá tóku bæði foringjar og liðs- menn að vantreysta yfirforingjan- um, sem Middleton hét. Tóku þeir þá til sinna ráða og réðust fram hvað sem hann sagði og æptu her- óp. Komust þeir þegar inn í skot- grafir Indíána og hröktu þá á flótta. Og eftir stutta stund var Batoche í þeirra höndum. Höfðu þeir ekki misst nema 8 menn fallna og 42 særða. Einn íslend- ingur særðist þarna. Það var Magnús Jónsson. Hann fekk kúlu- skot í gegnum aflvöðvann á upp- handlegg, en hann helt áfram að berjast þrátt fyrir það, þangað til Middleon skipaði að fara með hann úr orustunni. Flutningaliðið, sem var að baki hersins, varð einnig fyrir ákafri skothríð Indí- ána. Þar var 16 vetra íslenzkur piltur, Þorsteinn Brekkmann. Hann lenti í verstu kúlnahríðinni og hestar hans fellu fyrir skotum. Líklegt er að Steve Oliver hafi einnig særst í þessari orustu þótt hans sé ekki getið í opinberum skýrslum, en hann hafði hlotið sár á höíði. Riel gafst upp eftir þessa orustu og eins Poundmaker, einn af for- ingjum Indíána. En Big Bear helt undan norður á bóginn. Herinn veitti honum eftirför og átti bar- daga við hann skammt frá Fort Pitt. í þeirri orustu særðist Sig- urður Árnason lítillega. Hinn 2. júlí gafst Big Bear upp og upp- reisninni var lokið. Riel var ásamt fleiri föngum fluttur til Regina og meðal þeirra, sem áttu að gæta fanganna var Jón Júlíus. Hann getur þess í bréfi, sem hann skrifaði í Regina 15. júlí 1885, að Riel hafi verið mjög fyrirmannlegur, en um Poundmaker segir að hann hafi verið hár og gáfulegur og með hárfléttur niður í mitti. Þórarinn Brekkmann hafði fundið ' bjór- skinnshúfu, sem Riel átti og hirti hana og geymdi til minja. Seinna náði sonur hans í hana og hafði hana fyrir fótknött og seinast týndist hún með öllu. Meginhluti hermannanna kom til Winnipeg um miðjan júlí og var þeim tekið þar með miklum fögnuði. Farin var blysganga um götur borgarinnar og voru þar 2000 blys borin. Það var tilkomumikil sjón. íslendingar höfðu fagnaðarsam- komur fyrir landa sína, fyrst 18. júlí og svo 1. ágúst. Mesti fjöldi fólks var á seinni samkomunni. Þar sagði Jóhann Pálsson frá ýmsu er gerst hafði í stríðinu og þó aðallega frá orustunni hjá Bat- oche, en Jón Júlíus sagði frá hátt- um Indíána og stríðsdansi þeirra. En á fyrri samkomunni hafði Kristinn skáld Stefánsson flutt kvæði um vasklega framgöngu landa. íslendingar fengu góðan vitnis- burð fyrir framgöngu sína í stríð- inu. G. H. Young majór sagði að þeir hefði hagað sér afbragðs vel, að þeir væri hraustir hermenn og altaf viðbúnir að gera skyldu sína. Jón Júlíus lét þess og getið, að foringinn fyrir hans herdeild hefði látið sér sérstaklega ant um þá Islendinga, er þar voru, og að hann hefði talið sér sóma að því að hafa þá í herdeild sinni. Jón sagði að þeir hefði gengið ágætlega fram og unnið sér þann heiður, er seint mundi fyrnast, og sá hróður yrði ekki frá þeim tekinn, að þeir hefði lagt hlutfallslega til fleiri her- menn en nokkurt annað þjóðar- brot. Það má segja að framganga hinna íslenzku hermanna í stríðinu hafi meir en nokkuð annað vakið virðingu samborgaranna fyrir þeim. Og það er einkennilegt að íslenzkir bændur, sem gerst höfðu landnemar í Manitoba, og aldrei höfðu vopn séð né herklædda menn, skyldi fyrst vekja eftirtekt á sér í stríði. Dryggi flugferða SAMKVÆMT opinberum skýrslum er nú orðið miklu öruggara að fljúga heldur en ferðast á annan hátt, þrátt fyrir stórslys, sem orðið hafa. Árið 1950 urðu fjögur stórslys á innanlands flugleiðum í Bandaríkjun- um og fórust 167 menn. En þegar þess er gætt, hve flúgsamgöngur eru orðnar miklar þar, þá er þetta tjón hverfandi lítið, eða að meðaltali 1,2 mannslíf á hverjar 100 miljónir „farþegamílna". En það samsvarár 1,5 mannslífi á flug- leið sem er álíka löng og fjögur þúsund sinnum leiðin umhverfis hnöttinn. Sé þetta borið saman við bílferðir, þá er munurinn stórkostlegur. Árið 1949 urðu 14.350.000 bílslys í Banda- ríkjunum og 37.000 manna fórust. Jóla- dagana þrjá 1950 fórust 545 menn í bílslysum í Bandarikjunum og er það rúmlega þrisvar sinnum meira en í öllum flugvélaslysum á árinu. Dauða- slys í bílferðum urðu 8% fleiri árið 1951, heldur en árið áður. Það er því langhættulegast að ferðast með bilum. Árið 1951 voru fluttir 22.960,000 far- þegar með flugvélum innan lands í Bandaríkjunum, og 2,037.000 milli landa og höfðu þessir flutningar aukizt um 22—32% frá því árið áður. En manntjón í þessum flugferðum hafði ekki hækkað hlutfallslega. Sömu sögu er að segja um allan heim, að flugsamgöngur aukast hröð- um skrefum og áhættan er svo lítil, að nú er miklu öruggara að ferðast með flugvélum en nokkru öðru farar- tæki. Að vísu geta alltaf hent slýs og þau vekja jafnan mikla athygli vegna þess hve margir farast í einu. En ekki er framar minnst á allan þann aragrúa af flugvélum, sem eru stöðugt í ferð- um og hlekkist aldrei á.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.