Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.1953, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.1953, Blaðsíða 6
460 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS j ^Jrehla 194 7 Hauðrið drynur, hafið stynur, Hekla gýs, en mökkvar rísa. Hátt i loft úr heitum hvofti < hendast björg með firnum mörgum. J Grjótið rennur, grasrót brennur, J gína flög við eldalögum. 4 Elds- hjá -dýki dauðinn ríkir, 4 drynja skot frá jarðarbrotum. J Hekla, íslands byrjar risa J hæst frá þér. Um landsins héruð þúsund lampa-ljós þín glampa, 4 lýsa jörð og glita fjörðu, < krýna jökla kalda hökla J kvikum ljósa-undrarósum. Þegar kveldar þínir eldar 4 þrýsta sál frá dægurmálum. < Þú ert allra frægust fjalla. J — Frúin jökla elds í hökli, J aldrei þeim um ævi gleymist, 4 er réð sjá og fegurð dáir. — 4 Grimm sem dauðinn, dimm sem nauðin, J dökk sem njóla, björt lík sólu J þú í vitund þjóðar situr J þjóðarnorn á slóðum fornum. « HELGA HALLDÓRSDÓTTIR. 4 4 lét af því starfi, en við tók séra Jó- hann Hannesson (21.) Vestur-íslendingarnir, sem hér hafa verið ó kynnisferð, heldu heim- leiðis. Var þeim haldið kveðjusam- sæti. Þar lýsti Gisli Jónsson, formað- ur Þingvallanefndar yfir því, að á- kveðið hefði verið að gróðursetja skógarlund í þjóðgarðinum til minn- ingar um Vestur-íslendinga (25.) Ingvar Emilsson haffræðingur hef- ir verið ráðinn til háskólans í Sao Paulo í Brazilíu að koma þar upp haffræðideild (26.) MANNALÁT 2. Bertha Lindal (ekkja Björns Lindals fv. alþm.) 2. Halldór Benediktsson, fyrrv. póstur. 5. Guðbrandur Jónsson prófessor, Reykjavík. 10. Kristinn Danielsson, prop. hon., Reykjavík. 10. Nikulás Einarsson, skattstjóri. 13. Jón Hannesson bóndi í Deildar- tungu. 14. Pétur Bernburg hljóðfæraleik- ari, Reykjavík. 17. Frú Helga Skúladóttir frá Kálfafellsstað. 20. Ólöf Jónsdóttir húsfrú, Segl- búðum. 24. Jón Sigmundsson, bygginga- meistari, ísafirði. 25. Systurnar Halldóra Brands- dóttir, Álafossi og Katrín Brands- dóttir, Hafnarfirði. 25. Stefania Hannesdóttir ljós- móðir, Reykjavík. SLYSFARIF Bílaárekstur varð í Kópavogi. Amerískur maður, Albert Mainolfi, búsettur hér, var farþegi í öðrum bílnum og beið bana við áreksturinn. Þrír menn slösuðust þar að auki (7.) Fjögurra ára drengur varð fyrir bíl á Þórshöfn á Langanesi og beið bana (11.) Finnur Ólafsson frá Bergvík á Kjalarnesi, druknaði í Hvítá skammt frá Ferjukoti. Þrettán ára drengur, Oddur Guð- mundsson, hrapaði til bana í Vest- manneyum (15.) Tveggja ára barn varð undir bíl í Siglufirði og beið bana (16.) Egill Sigurðsson skrifstofumaður á Akranesi drukknaði við laxveiðar í Gljúfurá í Borgarfirði (21.) Magni Kjartansson frá Miklagarði í Eyafirði, féll af hestbaki og stór- slasaðist (28.) ELDSVOÐAR Danskur maður í Siglufirði, Nörre- gaard að nafni, brendi hús sitt, hænsnahús og skúr, vegna þess að hann hafði viljað selja en ekki feng- ið nógu hátt verð fyrir húsin (2.) Eldur kom upp í hlöðu í Höfn í Melasveit og var talið að kviknað hefði í út frá rafmagni. Hlaðan var full atf nýu heyi, en miklu af þvi tókst að bjarga (25.) FJÁRMÁL Starfsári Þjóðleikhússins lauk. Sýnd höfðu verið 15 leikrit, sýning- ar í Reykjavík 208 (og 44 úti á landi), leikhúsgestir í Reykjavík 98.225 (6249 úti á landi), tekjur 3.639.0000 kr. (3.) Bæarreikningur Reykjavíkur lagð- ur fram. Eignaaukning á árinu nam 35,5 millj. kr. Fjárhagsáætlun hafði staðizt vel og varð tekjuafgangur 13 millj. kr. þegar fyrning og afskrift- ir hafði verið dregið frá (3.) ' Útsvarsskrá Akureyrar lögð fram. Alls jafnað niður 8,641,340 kr. (3.) í Hafnarfirði var jafnað niður 7.600.000 kr. Útsvarsstigi þar er um 20% hærri en í Reykjavík (9.). Fyrra helming ársins var vöru- skiftajöfnuður óhagstæður um 201 milljón króna (19.) Vísitala framfærslukostnaðar var 157 stig í mánuðinum (21.) Niðurjöínun útsvara á Sauðar- króki lauk og var þar jafnað niður 1.018,400 kr. (25.) RANNSÓKNIR Rannsóknarleiðangur undir forustu Sigurðar Þórarinssonar, jarðfræðings,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.