Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.1953, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.1953, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 461 Ur sögu ÞEIR, sem nú eru sextugir, hafa lifað meiri umbrota og byltingatíma en nokkur önnur kynslóð á jörðu hér. — Svo miklar hafa breytingarnar orðið, að tala má nú um nýan heim, að vísu ekki betri en hinn gamla að öllu leyti, en þó gjörólíkan. Af því, sem til framfara horfir, má eflaust telja að mestar breytingar hafi orðið á samgöngum, og er því ekki úr vegi að minnast hér á sögu bílanna. Nú eru 68 ár síðan að tveir Þjóðverj- ar, Karl Benz og Gottlieb Daimler, voru sinn í hvoru lagi að fást við að finna upp benzínhreyfil. Og það eru rétt 60 ár síðan að fyrsta bifreiðin var fór til Vatnajökuls að athuga hvern- ig umhorfs væri hjá Grímsvötnum. Kom í ljós að vatnsborð þar er 70 metrum hærra en 1942 og má því vænta hlaups hvað af hverju (7.) Kristján Eldjárn þjóðminjavörður rannsakaði hinar svonefndu Englend- ingadysjar hjá Mannskaðahóli í Skagafirði, en engin merki fundust þess að þetta væri dysjar (14.) ÍÞRÓTTIR íþróttaþing ÍSÍ var háð á Akranesi. Benedikt G. Waage var enn endur- kosinn forseti þess. Austurríska knattspyrnuliðið keppti hér fjórum sinnum og bar jafnan sigur af hólmi. Það skoraði 25 mörk, en tapaði 11 (7.) Danskur knattspyrnuflokkur kom hingað og keppti fjórum sinnum. Unnu Danir tvisvar, töpuðu einu sinni og gerðu eitt jafntefli. Afmæli. Elzta trésmiðja landsins, verksmiðja Jóh. Reykdals í Hafnar- firði, átti 50 ára afmæli (4.) Bindindisfélag íslenzkra barna- kennara var stofnað með 52 félög- um (2.) Sjaldgæfur fugl. Litli krossnefur flyktist hingað og sást víða um land, einu sinni 42 í hóp (7.) Manntal. Samkvæmt seinasta manntali, haustið 1952, eru íbúar Reykjavíkur nú 60.321 (19.) bílanna reynd opinberlega. Það skeði í Spring- field í Massachusetts í Bandarikjunum og sá, sem bílinn sýndi var J. Frank Duryea. Árinu eftir var háður fyrsti kappakstur í Frakklandi á vélvögnum og var ekið milli París og Rúðuborgar. 21 vélvagn tók þátt í keppninni, en að- eins 17 komust alla leið. Ökuhraðinn var þá 6,1—11,6 mílur á klukkustund. Sigurvegari varð Panhard-Levassor, fyrsti vélvagninn sem var með hreyfil í húsi framan á. Árið 1902 var aftur háður kappakstur milli París og Vínar- borgar, og þá náði einn vagn þeim hraða, sem þá var talinn furðulegur, 71 míla á klukkustund. Hreyflarnir voru þá enn í bernsku, en alltaf var verið að endurbæta þá. Árið 1895 fundu menn upp á að kæla hreyfilinn með vatni. Stýrishjólið var fundið upp árið 1900 og skjólrúðan að framan árið 1903. Um þær mundir veðjaði amerískur læknir, H. Nelson Jackson, um það að hann gæti ekið þvert yfir Bandaríkin á þremur mán- uðum. Þrátt fyrir margs konar óhöpp tókst honum þetta á 20 daga skemmri tíma en tiltekinn var, en ferðalagið kostaði hann 8000 dollara. Fyrsta bílauglýsing í Bandaríkjun- um birtist í „The Scientific American“ hinn 30. júlí 1898. Hún var um Winton — bíl, sem sagt var að gerði „hesta óþarfa“. Og það lá við að þessir gömlu bílar útrýmdu hestunum með því að fæla þá svo að þeir færi sér að voða. Þessi skröltandi og smellandi ferlíki á vegunum voru slík plága, að almenn- ingsálitið fordæmdi þau. Þessi andúð náði svo langt, að í einu héraði var gerð samþykkt um það, að ef hestur þyrði ekki að fara veg vegna bíls, þá skyldi bílstjórinn „taka farartæki sitt í sundur hið snarasta og fela stykkin í grasi.“ Einn hugvitssamur maður Uriah Smith að nafni, kom þá fram með þá snjöllu hugmynd að hafa fram- byggingu bílsins eins og hesthaus í laginu, svo að hestarnir skyldi ætla að þarna væri einn þeirra á ferð! Annar maður ætlaði sér að útrýma bílunum þegar í stað. Hann beitti tveim -ur hestum fyrir bíl og ók fram og aftur um götur Detroit-borgar, en á vagninum var spjald, sem á var letrað stórum stöfum: „Þetta er eina ráðið til þess að koma Winton áfram.“ Winton-verksmiðjunni geðjaðist ekki að þessari fyndni, en í stað þess að lögsækja manninn tók hún það ráð að vega að honum með sams konar vopni. Hún beitti einum af bílum sínum fyrir hestvagn og ofan á hestvagninum lét hún standa gamlan asna undir spjaldi, sem þetta var letrað á: „Þetta er eina skepnan, sem ekki getur ekið Winton“. Svo var þessum farartækjum ekið á eftir hinu og þá gafst maðurinn með hestana upp. Árið 1899 skýrði hermálaráðuneyti Bandaríkjanna frá því, að það hefði keypt þrjá bíla, en til vonar og vara væri hver þeirra svo út búinn að „beita mætti fyrir hann múldýrum, ef hann gæti ekki runnið af sjálfsdáðum". Upp úr þessu kom svo það, að farið var að hafa tvo hreyfla í hverjum bíl, þannig að öruggt væri að bíllinn kæmist áfram þótt annar bilaði. Árið 1895 voru aðeins fjórir bílar til í Bandaríkjunum, um aldamótin voru þeir orðnir 8000 og nú eru þeir taldir rúmlega 54 milljónir. Árið 1917 ferð- aðist hver maður í Bandarikjunum að meðaltali 450 mílur á ári, með alls konar farartækjum. Nú ferðast bænd- ur þar að meðaltali 11.020 mílur á ári. , Molar MAÐUR kom til laeknis og bað hann segja sér hvað að sér gengi. Læknirinn skoðaði hann í krók og kring, en fann ekkert athugavert. — Ég get ekki fundið hvað að yður gengur, en ég held að það sé af of- drykkju. Maðurinn leit meðaumkunarlega á hann og sagði: Jæja, það gerir ekkert til læknir, ég kem þá heldur aftur á morgun þegar runnið er af yður. — ★ — ÞAÐ er enginn vandi að eignast börn, en það er vandi að gera menn úr þeim. (Frú Roosevelt). — ★ — ÞAÐ er álíka viturlegt að hata menn, eins og brenna húsið sitt til þess að geta útrýmt einni rottu (Harry Emer- son Fosdick).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.