Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.1953, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.1953, Blaðsíða 8
462 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS NORRÆNA BINDINDISÞINGÍÐ — í fyrsta skifti var norrænt bindindisþing háð hér í Reykjavík dagana 31. júlí— 6. ágúst. Þing þessi eru háð þriðja hvert ár og var þetta 19. þingið í röðinni, Ákveðið hafði verið að næsta þing á undan, 1950, skyldi háð á Islandi, en þegar til kastanna kom reyndist það óframkvæmanlegt vegna gjaldeyrisvand- ræða. Ferðalag til íslands er nokkuð dýrt, en gjaldmiðill til ferðalaga var þá svo naumur á Norðurlöndum, að sýnt þótti að mjög fáir mundu koma þaðan. Á þeim þremur árum, sem síðan eru liðin, hefir raknað svo úr, að 220 fulltrúar á Norðuriöndum gáfu sig fram til íslandsferðar í sumar. Þetta breyttist þó vegna þess óhapps, að skip, sem átti að flytja þá hingað, strandaði, og urðu erlendu fulltrúarnir á þinginu því ekki nema um 100. En íslenzkir fulltrúar voru um 150. Var þingið háð í Gagnfræðaskóla Austurbæar og voru þar hin ákjósanlegustu salarkynni. — Sunnudaginn 2. ágúst fóru allir fulltrúarnir að Jaðri og sátu þar boð Storstúku íslands. Þá var mynd þessi tekin af hópnum. ___(Ljósm. Sig. Guðmundsson). * LÖNG VILLA Vorið 1708 daginn eftir Kóngsbæna- dag fór maður sá, er Einar hét úr Eya- firði og ætlaði að ganga suður í Borg- arfjörð. Mun hann hafa ætlað að fara fjöll, en villtist og lá úti 24 dægur. Fannst hann á uppstigningardag aust- ur í Skaftártungu, kalinn nokkuð á höndum og fótum, mjög máttfarinn af matarleysi og „brjállegur orðinn" (Úr annálum). SKRIÐIHLAI'PIÐ í VATNSDAL í októbermánuði 1720 skeði það mikla skriðu eða fjallhlaup í Vatnsdal að háfjallið sprakk fram yfir bæinn a Bjarnastöðum, tók burt allt, sem þar var kvikt, menn og málleysingja, hús og tún gjörvallt ásamt engi því, er þar nálægt var. Fórust þar í 7 menn með bónda og húsfreyu. Stíflaði svo þetta mikla fjallhlaup upp Vatnsdalsá, að mikið vatnsflóð varð fyrir framan skriðuna, hvert fljót eða flóð burttók að mestu um nokkur ár allt engjatak undan 8 Þingeyrajörðum. Hefur í því fióði fengizt mikil silungsveiði. — Svo segir í Sjávarborgarannál, og fleiri annáium. En í Grímsstaðaannál er þessu bætt við: „Skriðan fell ofan fjallið og tók af bæinn og dó þar allt fólkið, nema einn aðkomandi maður. Var sagt að hann hefði út litið um nóttina og séð til skriðunnar og sem snarast í burt hlaupið eða riðið og komizt svo undan. Smalinn kom ekki heldur heim um kvöldið og lifði hann. En af því sem í bænum var, sást ekk- ert eftir. En sagt var að einn svæfill eða hægindi hefði hinum megin í hlíð- inni fundizt". — En í Þjóðsögum Jóns z 3 i B a o« S í- f: '-í ? Árnasonar segir að smalinn hafi farizt i skriðunni. Hét hann Þorlákur. Fannst lík hans og var af hálft höfuðið. Hann var vakinn upp og sendur að Þorkels- hóli að gera þar skráveifur, og var pa kallaður Kinni. Að ráðum Páls Vída- líns var fenginn vestfirzkur galdra- maður til þess að kveða drauginn nið- ur. Kom hann draugsa að lokum inn í bæarvegginn og hefur ekki orðið mein að honum síðan. En „mælt er það, að heldur suði leiðinlega í bæarveggnum á Þorkelshóli fyrir veðrum og öðrum tíðindum.“ ÁVÍSANAFALS FVRIR 200 ÁRUM Séra Þorgeir Markússon á Útskálum villti kaupmannsseðla sér til ábata. missti þar fyrir prestsembættið og mikið af annari tímanlegri velferð sinni. Árið eftir (1754) fekk hann aftur nokkra viðrétting, sem var að halda hönd og æru (Ölfusvatnsann.) 3 * a w 3 C n c: k 03 tr tö 3 o- D W B , C3 a 00 » to

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.