Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1953, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1953, Blaðsíða 1
33. tbl. PCflmiMafr»iin Sunnudagur 23. ágúst 1953 XXVIII. árg. Sigurlaug Bjarnadóttir frá Vigur: Á FE KL. 7.30 að kvöldi hins 15. júlí s.l. var um 30 manna ferðamannahóp' ur mættur úti á ílugvelli. Hér var augsýnilega um „útileguíólk" að ræða. Farangurinn bar það með sér: bakpokar, tjöld og svefnpokar lágu á víð og dreif um flugskálann — sumir höfðu jafnvel meðferðis broddstafi og íshjökkur. Það var engu líkara en að fólkið ætlaði sér eitthvað stórt og mikið — enda var lika ferðinni heitið austur í Öræfi, svo að ekki virtist ósennilegt að ferðalangarnir hefðu jöklakóng ís- lands, Öræfajökul — Hvannadals- hnjúk — á bak við eyrað, að ekki sé meira sagt! 16 daga ferð um Öræfin Ferðaáætlunin var 16 daga ferð um Öræfin, austur á Hérað, Gríms- staði, Öskju og Herðubreiðarlindir og síðan hálendið norðan jökla til Reykjavíkur — allt undir farar- stjórn og leiðsögn hins harðdug- lega bílstjóra og íjallafara, Páís Arasonar, sem er þegar fyrir löngu kunnur orðinn fyrir ferðir þær um óbyggðir íslands, sem hann hefur gengizt fyrir og skipulagt á síðustu Úr Skaftafellsskósi. Öræfajökull og Hvannadalshnjúkur í baksýn. árum og náð hafa miklum vinsæld- um, enda fer þátttakan í þessum ferðum Páls stöðugt vaxandi. Þetta var önnur hópferð hans á þessu sumri og nú mun hann nýkorv>inn úr 8 daga ferð um Fjallabaks^^,, í Landmannalaugar og Kýlinga, Jökuldali og Eldgjá — austur að Kirkjubæarklaustri og þaðan þjóð- leiðina sunnan jökla heim til Reykjavíkur. En við skulum hverfa aftur á flugvöllinn. Flugvélinni seinkar af „óviðráðanlegum ástæðum" — og fyrst kl. hálf 10 er tilkynnt: „Far- þegar að Fagurhólsmýri, gjörið svo vel og gangið í vélina — góða íerð!" — og hópurinn cr þegar all- ur á hviki. Allir til vinstri „Þeir, sem vilja sjá landið taki

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.