Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1953, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1953, Blaðsíða 4
466 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Landslagið hér er stórfenglega fagurt og einkennilegt. Skaftafell- ið, vafið grasi og trjágróðri, gengur snarbratt fram úr hálendinu út á gróðurvana, svargráan evðisandinn — eins og vin í eyðimörk. Bæargatan er hin skemmtileg- asta, sem ég hef augum litið á ís- landi. Við ríðum upp brattan veg með lágvaxinn birkiskóg til beggja handa, og skógsvörðinn þakinn af blágresi og sóleyum. — Litskrúðið í kvöldsólinni er óviðjafnanlegt. Reykvísk blómarós á dráttarvél Á leiðinni mættum við ungri og laglegri blómarós á dráttarvél, sem hún stjórnar eins og ekkert sé. Ak- vegurinn er reyndar æði ójafn, en sú litla er ekkert hissa á tíðinni og áfram klöngrast hún með flutn- ingskerru í eftirdragi yfir hvað sem fyrir verður. Þetta er Reykja- víkurstúlka í kaupavinnu á Skafta- íelli og unir sér hið bezta. Hún keyrir allan farangur okkar af sandinum upp á fellið, þar eð bíl- arnir komast ekki upp brattann. Á Skaftafelli eru 3 bæir: Hæðir, Bölti og Sel. Hinn síðastnefndi hef- ur verið í eyði í nokkur ár, en á hvorum hinna tveggja búa tveir bræður. Hér hlýtur að vera dásamlegt að búa — en sjálfsagt erfitt að mörgu leyti. Skaftafell er eins og áður er sagt vestasti bærinn í Öræfum — af 26 alls og er bærinn Kvísker hjá Breiðamerkursandi á austurtak- mörkunum. Til næsta bæar vestan við Skafta fell, Núpsstaðar í Fljótshverfi, er heil dagleið að fara. Helicopter í stað Öræfahestsins? — Ó-já, það er erfitt að búa í Öræfunum, segir einn Skaftafells- bóndinn, Jón Stefánsson, sem þar er fæddur og uppalinn. — En mik- ill er þó munurinn, síðan flugsam- göngurnar komu til. Nú flytjum við allt til okkar og frá í flugvél- um, og póstinn fáum við nú hálfs- mánaðarlega. Áður fyrr — og þess er reyndar skammt að minnast — sóttum við Öræfingar vörur okkar allar til Ingólfshöfða, er skip lögðu þar upp — og jafnvel austur í Höfn í Hornafirði. Þessar kaupstaðar- ferðir tóku venjulega 2—3 daga — enda ekki farnar nema örsjaldan á ári hverju. Jón bóndi segir mér að lítil Heli- copter-flugvél hafi fyrir nokkru lent á túninu hjá honum. — Hver veit nema ein slík eigi eftir að leysa hinn jarðbundna reiðskjóta hans af hólmi? I Bæarstaðarskógi Morguninn eftir, föstudag, er lagt af stað í Bæarstaðarskóg. Nú höfum við um 30 hesta til umráða, Til vinstri: Lagt af stað yfir Skaftafellsá í Öræfum. Hestarnir og bílarnir fyigdust að jafnaði nokkurn veginn að. — Til hægri: Farið yfir Hólsá í Suðursveit. Fálína er komin að bakkanum, Itauður er enn í ánni. en við erum um 60 í hópnum, svo að leiðangurinn er gerður út í tvennu lagi. Leiðin liggur á kafla með fram snarbrattri austurhlíð Morsárdals. Hestagatan, þröng og grýtt hangir framan í hallanum. — Beint fyrir neðan lítum við kolmórauða Mors- ána — suma sundlar! Beint á móti í vesturhlíð dalsins sjáum við Bæarstaðarskóg, dálít- inn grænan fláka, sem teygir sig upp í gráa og grýtta hlíðina, um- kringdur auðn á alla vegu — furðulegt, að Bæarstaðarskógur skuli vera til! Mér er sagt, að fjögur reynitré séu í skóginum, tvö þeirra á fall- anda fæti sakir elli, en önnur tvö ung og uppvaxandi. Annars eru öll skógartrén birki. Eftir um tveggja tíma viðdvöl í Bæarstaðarskógi í steikjandi sólar hita og yndislegu veðri er haldið aftur til Skaftafells og þaðan, að máltíð lokinni, áleiðis austur eftir á ný til Fagurhólsmýrar, þar sem tjaldað verður og gist í annað sinn. Daginn eftir, laugardag, skiptast svo hóparnir tveir. Fyrri leiðang- ur Páls flýgur heim til Reykjavík- ur, við hin höldum áfram austur á bóginn. Leiðin liggur yfir úlfgráan Breiðamerkursandinn. Tundurdufl við bæarvegginn Við komum við á Kvískerjum, sem er hið reisulegasta býli, og sjá-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.