Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1953, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1953, Blaðsíða 8
470 LESBOK MORGUNBLAÐSINS SXOK.V1RKUR PLÖGUR. — Nýlega heíur verið fenginn hingað til lands nýr vélplógur, sem er ekki smá- smíði, enda eru afköstin eftir því. Plógur þessi er kenndur við norska bræður, Skærpe, er hafa fundið hann upp, og vegur hann um 500 kg. Hann er nú að brytja mýrarnar í Ölfusinu og ristir strengi, sem eru 40—60 cm á þykkt og nær metra á breidd. Byltir hann þeim jafnframt við. Einn hektara lands getur hann brotið á þenna hátt á 4 klukkustundum, og er þetta betri plæging en áður hefur þekkzt, því að vegna þess hvað strengirnir eru þykkir verður grasrótin óhreyfð niðri í moldinni þegar herfað verður. Myndin sýnir þennan tröllaukna plóg að verki. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) \Jestan uatna oij austan Nú Step'nan cr risinn vcstan Héraðsvatna, og vel er það, að ennþá sér tií gatna vitsmuna og þors, þó hríði og niður hlaði all hjákátlegum skáldmcnntanna snjó. — En Skagfirðingar eiga viðvik eftir þar austan vatna, og fráleitt margt, sem hcftir; því fáist aðeins ósvikulir málinar, í Akrahreppi bcr að rcisa Hjálinar. Á ferð 28/7 '53. J. Th. HEIMILISFÓLK A IIÓLUM Sjávarbcrgarannáll segir að í tíð Jóns biskups Arasonar hafi heimilisfólkið á Hólum í Hjaltadal verið þetta: „Bisk- upinn, hans kvinna og börn, sveinar þrír, smásveinn, kirkjuprestur, kór- prestur, ráðsmaður við þriðja mann, skólameistari og heyrari, bryti, undir- bryti, fatabúrsmaður, þjónustustúlkur tvær, hestamaður og hestapiltur (eða tjaldmaður), ráðskona, undirmatselja, vinnumenn 12, smiðir tveir, vinnupilt- ar sex, fiskabarsmíðamenn tveir, vinnu -konur 12, skemmukona, skólaþjónusta, eldakona og búrloka".

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.