Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1953, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1953, Blaðsíða 2
472 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Frelsið, dýpsta köllun og kvöð hvers norræns manns, kveikti viljans Uótta og skuldbatt tungu hans orðgnótt þeirri og snilld, sem var metin mestri rausn, magnaði þann anda, sem varð oss höfuðlausn. Skemmra oss vannst til frægðar, ef gerðust strandhögg stór. Stormur dauðans blés þar sem víkingurinn fór. Öðrum vilja kvaddur er kynstofn vor í dag. kýs sér stærri frama og æðri landnámsbrag. Því land er fyrir stafni, sem ljómar bjart og hátt, <S» land, sem guði er helgað og numið friði og sátt. Visnuð er þar höndin, sem valkestina hlóð. Vaxin grund og akur, sem tæmdi saklaust blóð. Heill þér, norrænn gestur, vér gætum sama arfs, göngum einum vilja, en frjáls, til bróðurstarfs. Sá er hverjum beztur, er sjálfs sín notið fær. Sigurvonin stærst þar sem minnsta blómið gi'ær. •nm Já, heill þér, norrænn bróðir, hér hefst vor samfylgd enn. Höfin skulu brúuð, svo vitnast megi senn. að dýpstum róium ávallt í draumi vorum stóð drenglund sú, er heiminum yrkir sáttaljóð. ((Orkt í tilefni af XIX. norræna bindindisþinginu í Reykjavík og flutt af Lárusi Pálssyni leikara á móttökuhátíð í Þjóðleikhúsinu 31. júlí).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.